Freyr

Volume

Freyr - 01.03.1947, Page 28

Freyr - 01.03.1947, Page 28
108 FREYR skammvinnar, fyrst og fremst vegna þess að menn sáu hvert stefndi með heilsufar skepnanna þegar þær voru píndar til þess að gefa svo miklar nytjar. Flestar hafa þessar tilraunir verið gerðar án nákvæmra vísindarannsókna, en stöku sinnum hafa þær þó verið framkvæmdar samtímis tilraununum. Má í því sambandi nefna tilraunir og samhliða framkvæmdar vísinda-athuganir, sem prófessor H. Möll- gaard gerði á rannsóknarstofu lífeðlis- deildarinnar við tilraunastofnun ríkisins í Kaupmannahöfn síðastliðinn vetur. Tvær kýr voru fóðraðar á venjulegan hátt en fengu 25 grömm af joð-kaseini á dag. Strax þegar joð-kaseingjöfin byrjaði óx nythæð kúnna og fitumagnið einnig. Fitumagnið óx hjá annarri kúnni um 55% en hjá hinni um 44,5%. Hámarksnytin hélzt óbreytt í 3 vikur en lækkaði síðan smátt og smátt meðan á tilraunaskeiðinu stóð. En samtímis léttust kýrnar mjög áþreifanlega, önnur úr 516 kg. niður í 440 kg.. en hin úr 462 kg. niður í 380 kg. Þegar talið var saman verðgildi fóðursins og verðgildi þess kroppsléttis, sem um var að ræða, og þetta borið saman við afurðamagnið, kom það í ljós, að hvert kg. mjólkur, er framleitt var þann tíma sem joð-kaseinið var notað, var langtum dýrara en annars, eða sagt með öðrum orðum: Hvert kg. mjólkur, sem framleitt var með aðstoð joð-kaseins kostaði þre- falt meira en sú mjólk, sem framleidd var án þess. Þar er því æðsætt, að þegar svo er, að venjuleg mjólkurframleiðsla er tæp- ast eða ekki arðbær atvinnugrein þá verð- ur hún það langtum síður með því að nota joð-kasein. Það er staðreynd, að ýmsar tegundir fóðurs sem kúm er gefið, hafa breytileg áhrif á nythæð og fitumagn mjólkurinnar, en bæði joð-kasein og ýms önnur efni, sem til eru og prófuð hafa verið, og ber að skoða sem lyf og ekki fóður, raska lífeðlisjafn- vægi skepnunnar og geta aukið afurða- magnið, eins og hér hefir verið greint, en notkun þeirra borgar sig ekki. SÆNSK ÁBURÐ ARVERKSMIÐ JA. Kooperativa Förbundet — samband kaupfélaganna sænsku — hefir byggt verksmiðju til framleiðslu köfnunarefnis- áburðar. Blaðið „Vi“ sem gefið er út af kaupfé- lögunum, segir frá því, að árið 1945—46 hafi verðið á köfnunarefnisáburði (kalk- ammonsaltpétrur) verið kr. 21,70 hver 100 kg. á sölutímabilinu en á sama tíma fyrir 1946—47 er verðið ákveðið kr. 16,75 en það er 22,8% lækkun, sem sparar sænska land- búnaðinum 3y2 miljón króna útgjöld. Þess er og getið að varla sé það af um- hyggju fyrir velferð landbúnaðarins, að verðið á köfnunarefnisáburði einum haíi verið lækkað. Væri um það að ræða mætti telja eðlilegt að aðrar áburðartegundir hefðu einnig verið verðfelldar. Nei, ástæðan er aðeins sú sama og gerzt hefir í hvert sinn, sem sambandskaupfé- lögin hafa stofnað nýja verksmiðju, þá hefir sú vara, sem hlutaðeigandi verk- smiðja átti að framleiða, verið verðfelld að miklum mun. Verðbreyting sú, sem allt í einu varð á saltpétrinum, er orðin til af því að einka- fyrirtækin hafa snúið sér til verðlagseft- irlitsins og boðizt til þess að lækka verðiö, sennilega í þeim tilgangi að velta þessu nýja fyrirtæki. En eins og stundum fyrri mistekst slík viðleitni. Sama aðferðin var reynd þegar smjörlíkisverksmiðja, gúmmi- verksmiðja og raflampaverksmiðja sam- bandskaupfélaganna byrjuðu að starfa, en allt mistókst.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.