Freyr - 01.03.1947, Page 31
FREYR
111
kippur komi í flesta eSa alla unga í hópn-
uin, ef smitun er óheft. Veikin gengur all
ört yfir og tínir upp flesta ungana á fáum
öögum. Sýkjast þeir hvað af hverju, svo að
greinilega er um faraldur að ræða. Algeng-
ust er þessi sótt í ungum 3—5 vikna að
uldri, en hún getur þó einnig komið fyrir
i eldri ungum og yngri.
I vöxnum fuglum eru sjúkdómsein-
kenni hægferðugri eða langvinnari, og
sjaldan geisar þessi veiki sem magnaður
íaraldur í þeim, heldur tínir hún upp einn
°g einn fugl hægt og bítandi. Þeir, sem
sýkjast, verða fölir á kamb og sepa, missa
smátt og smátt matarlyst, horast, verða
úfnir og óhreinir á fjaðrir og sýna af sér
litia löngun til hreyfingar. Skitu verður
stundum vart en stundum ekki. Oft ber á
rnáttleysi í fótum.
Líffœrabreytingar í ungunum eru næst-
urn eingöngu bundnar við botnlangana.
Þeir eru fyllri og úttroðnari en eðlilegt er,
dökkrauðir að lit, stundum með svart-
bláum blettum. Þegar botnlangarnir eru
opnaðir, sézt, að veggir eru þykknaðir af
bólgu og slímhúðin blóðrisa. Botnlanga-
saurinn er líka allur blandinn blóðdrefj-
um og hroða.
Þegar sýkin er langvinn þ. e. a. s. eink-
um í hálf- eða fullvöxnum fuglum, er líf-
færabreytingarnar að finna í mjógörninni.
Garnaveggirnir eru þykknaðir og bólgnir,
°g litlir, hvítir dílar sjást oft gegnum ytri
himnur garnarinnar. Slímhúðin í görn-
inni er bólgin og hrjúf og þakin seigu slími.
Stundum sjást smáir blóðrisa flekkir í
slímhúðinni og þá má einnig finna litlar
blóðlifrar í görninni.
Sjúkdómsgreining. — Ef brögð eru að
veikindum og dauða í hænuungum á þeim
aldri og með þeim einkennum, sem getið
er hér að framan, má með miklum líkum
álykta, að um hníslasótt sé að ræða. Ekki
er þó unnt að ákvarða sjúkdóm þennan
með fullri vissu, nema sjúkdómsvaldurinn
— hnísildýrin — finnist í einhverri mynd
við smásjárrannsókn. Sama má segja um
sjúkdóminn í fullorðnum fuglum, og er
jafnvel hæpið, að menn geri sér grein
fyrir, að þar sé um nokkura sérstaka sýki
að ræða, því að það mun ekki þykja neitt
verulegt tiltökumál, þó að ein og ein hæna
hrökkvi upp af öðru hvoru. En þó kann
svo að fara, að sjúkdómurinn höggvi til-
finnanlegt skarð í fuglastofninn, auk þess
sem hann dregur úr varpi.
Sýkingarleiðir. — Eins og áður er sagt,
berst þessi sýki frá einum fugli í annan
með saur, sem í eru þroskaðir hníslar.
Lifnaðarhættir hænsna og kropp þeirra og
krafs um gólf og grundir gerir það að verk-
um, að þeim hættir mjög við að fá hnísl-
ana ofan í sig. Vert er að minnast þess,
að hænsni, sem lifað hafa sóttina af,
halda áfram að vera smitberar mjög lengi
á eftir, enda þótt þau virðist vera orðin
fullfrísk. Oft hefir verið talið, að sýking
gæti borizt með þeim hætti, að hníslar
væru utan á skurn klakeggja, og þeir kæm-
ust þaðan ofan í ungana. Nýlegar rann-
sóknir (einkum í Ameríku) þykja benda
í þá átt, að þessi sýkingarleið sé að vísu
hugsanleg, en muni fátíð. Þá er einnig
hugsanlegt, að flugur, rottur eða önnur
aðskotadýr geti borið utan á sér sjúk-
dómsvaldinn milli fuglabúa eða úr einni
stíu í aðra, og loks má ekki gleyma því,
að menn geta borið sóttina á milli t. d.
á skítugum skóm, óhreinum fötum, ílát-
um eða áhöldum o. s. frv.
Varnarráð og meðferð. — Margs konar
lyf hafa verið reynd við hníslasóttinni, en
við nána rannsókn hafa flest reynzt
gagnslaus eða hæpin. Sumir hafa þótzt
ná góðum árangri með því að gefa brenni-
stein í varnarskyni, en varlega verður að
u»