Freyr - 01.03.1947, Síða 39
FREYR
í 19
°g launalækkun með tilliti hóflegs verðs
a iandbúnaðarvörum og möguleikum fyrir
sölu þeirra erlendis.
í*á var og samþykkt að skora á stjórn
sambandsins að beita sér fyrir því, að bú-
vörur, sem ekki hafa verið verðskráðar að
Þessu, svo sem hrossakjöt, slátur og hey,
verði verðskráð framvegis og selt með sama
vmði á sambandssvæðinu.
Samþykktir voru gerðar þess efnis að
auka vélakost þann, sem vinnur að rækt-
unarframkvæmdum bænda, og ennfremur
að hlutast verði til um það, að á sam-
bandssvæðinu verði komið á fót viðgerð-
arverkstæði fyrir búvélar.
Á fundinum var rætt um hve óréttmætt
sé> að gömul tún í kauptúnum skuli ekki
ujóta sama réttar um jarðræktarstyrk og
samskonar á lögbýlum og skorar því á
Búnaðarþing að leita leiðréttingar á þessu
atriði.
í sambandi við fjárskiptamál héraðs-
ms, vegna sauðfjársjúkdóma, samþykkti
fundurinn að skora á stjórnarvöldin að
verða við óskum búenda, milli Héraðsvatna
1 Skagafirði og Blöndu, um það að fjárskipti
fari fram á nefndu svæði haustið 1947. Þá
var 0g skorað á búendur A-Húnavatns-
sýslu, vestan Blöndu, að fara að undirbúa
^járskipti á því svæði, er fari fram ekki
siSar en haustið 1948.
Þá var samþykkt yfirlýsing þess efnis,
að athuga bæri vandlega í samráði við
sauðfjársjúkdómanefnd, hvort ekki sé
véttmætt að nefnt svæði sé fjárlaust eitt
ár rvtir niðurskurð á mæðiveiku fé, til
varnar gegn frekari útbreiðslu garna-
veikinnar. Og ennfremur var samþykkt, í
sambandi við fjárskiptamálin, að skora á
Alþingi að samþykkja lög um útrýmingu
íjárkláða í sambandi við fjárskipti í land-
inu. Verði ekki úr því, skuli stjórn sam-
bandsins vinna að framgangi þess máls
í héraði í samvinnu við sýslunefnd.
Fengist hefir staðfesting á húsagerð-
arsamþykkt sambandssvæðisins en óskir
héraðsbúa um fleiri framkvæmdir fylgja,
enda samþykkti fundurinn að skora á
stjórn rafveitumálanna og alþingismenn
kjördæmisins að hraða enn meira en að
undanförnu undirbúningi þess, að sem
flest byggð býli í sýslunni eigi kost á raf-
afli á næstu árum við hæfilegu verði.
Þá skal að lokum birta eftirfarandi sam-
þykkt fundarins:
Fundurinn mótmælir hinu ósvífna
slysatryggingargjaldi, sem nú hefir
verið dembt á bændur í algjöru ósam-
ræmi við þá litlu slysahættu, er staf-
ar af landbúnaði. Skorar fundurinn
því á Alþingi það, er nú situr, að lækka
iðgjald þetta um allt að % hluta. Sami
fundur beinir því til félagsmálaráðu-
neytisins, að láta ekki fyrstu inn-
heimtu þessa slysatryggingagjalds ná
til annarra en þeirra, sem skráðir
eru sem verkafólk 31. desember 1946
Tillaga þessi var undirrituð' af öllum
mættum fulltrúum og er frá fundarins
háífu auðvitað miðuð við það verkafólk,
sem er á vegum landbúnaðarins.
★
Svo segja bæði yngri og eldri menn, að
fágæt sé sú veðrátta, sem sunnanlands
ríkir á þessum vetri. Sumarhlýindi til miðs
febrúar og upp úr því samfelldar stillur með
frosti um nætur og sólskini og sólbráð um
daga. Aðeins um nokkurn hluta undirlend-
isins hefir snjór legið sem nokkru nam, á-
freði, er olli jarðbönnum um skeið, en ann-
arsstaðar hefir vart séð snjó á vetrinum.
Um jafndægur er því viðhorfið með ágæt-
um á þessum svæðum landsins.