Freyr

Volume

Freyr - 01.08.1947, Page 3

Freyr - 01.08.1947, Page 3
XLII. árgangur Nr. 15 -16 REYKJAVIK, ÁGUST 1947 Lax og Til skamms tíma álitu menn, að mergð fiska í sjó og fersku vatni væri óþrjót- andi og því hverjum óhætt að veiða eins mikið og hann vildi. Á síðustu áratugum hefir þó komið í ljós að þessi skoðun var ekki á rökum reist, því greinileg rýrnun hefir átt sér stað í stofnum margra fisk- tegunda, sem freklega hafa verið veiddir. Helztu ráðin, sem nota má gegn ofveið- inni, eru takmarkanir veiðarfæra, stytt- ing veiðitíma og minnkun veiðisvæða, og má beita einu eða fleiri af ráðum þessum, eftir því sem við á í hvert sinn. En skjótur árangur byggist þó á margþættum og víð- tækum ráðstöfunum. Slíkar ráðstafanir, hafa í fyrstu verið illa séðar af þeim, sem mestra veiðihags- muna hafa að gæta, en þegar árangur- inn af þeim hefir komið fram, þá hafa menn sannfærst um gildi þeirra. Alþekkt dæmi um árangursríkar ráðstaf- anir til að auka rýrnandi fiskistofna, er silungur samvinna Bandaríkjanna og Kanada um ræktun lúðustofnanna í Norður-Kyrra- hafinu. Um 1920 var mjög gengið á lúðustofn- ana í Norður-Kyrrahafinu. Stjórnir fyrr- nefndra landa sáu, að við svo búið mátti ekki standa, og skipuðu Alþjóðalúðunefnd- ina árið 1924. Nefndin rannsakaði lífsíeril og lífsskilyrði lúðunnar og lúðuveiðarnar, og ákváðu takmarkanir á veiðinni í sam- ræmi við niðurstöður af rannsóknum sín- um. Nú hefir nefndin starfað í rúmlega 20 ár og stóraukið veiðarnar með ráðstöf- unum sínum, og gert þær aftur að ein- hverjum arðbærustu fiskveiðum þar vestra. í fyrstu átti Lúðunefndin við erfiðleika að stríða vegna andúðar, sem fiskimenn sýndu henni, en andúðin er fyrir löngu horfin og gagnstæð tilfinning er nú ríkj- andi meðal þeirra. Nærtækara dæmi, um góðan árangur af fiskræktarráðstöfunum, þekkjum við hér

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.