Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.08.1947, Qupperneq 4

Freyr - 01.08.1947, Qupperneq 4
242 FRE YR Lax, 46 cm., eftir eins árs dvöl í sjó. % af náttúrlegri stœr‘8 á landi þar, sem ofveiddar ár hafa fyllst aftur af fiski eítir meiri e'öa minni friöun um árabil. Meðal hinna ofveiddu fisktegunda eru laxfiskarnir okkar, sem þó hafa orðið að þola misjafnlega ofveiði í hinum ýmsu veiðivötnum. Fyrir þessari staðhæfingu eru fullgild rök, þó ekki verði þau sönnuð með óyggjandi tölum, af þeirri ástæðu, að veiðiskýrslur okkar gefa ófullnægjandi upplýsingar um ástandið. ★ Vegna mismunandi veiðiaðstæðna við veiðivötnin okkar, mun rétt að ræða nokk- uð sérstaklega um veiðarnar í smáánum, stóránum og stöðuvötnunum. Flestar ár á íslandi eru smáar, yfirleitt stuttar, að- eins frá nokkrum kílómetrum upp í nokkra tugi kílómetra að lengd. Þær eru yfirleitt vatnslitlar og hafa flestar tiltölulega góð skilyrði til hrygningar og uppeldis vatna- fiska. Auðvelt er að stunda veiðar í þeim með góðum árangri, jafnvel þó veiðitækin séu ófullkomin. Veiðitækin, sem notuð hafa verið í smáánum hér á landi, eru: Stingir, krókar, háfar, færi, stangir, kistur, lag- net og ádráttarnet. Síðasttalda veiðitækið hefir reynst afkastamest, enda hefir það vafalaust átt drýgstan þátt í að fækka fiskinum í smáánum svo mjög, sem raun ber vitni um. Flestar smáárnar hafa verið ofveiddar og einstaka svo rækilega, að þær eru nú fisklitlar eða fisklausar með öllu. — Margir munu þekkja dæmi um áð- ur fisksælar smáár, sem þannig er ástatt um. Veiðirýrnunin í smáánum er ekki nýtt fyrirbrigði, því að fyrir nærfellt heilli öld þótti veiðin í þeim fara rýrnandi. Síðan hefir þetta ástand haldizt víða við, og það er ekki fyrr en á síðustu tæpum þremur áratugúm, að stofnuð eru fiskiræktar og veiðifélög, sem gert hafa tilraunir til að koma veiðunum aftur í viðunandi horf. Starfa nú víða slík félög með góðum ár- angri, en betur má gera, ef smáárnar eiga að gefa eigendum sínum þann árlega arð, sem þær gætu með réttri meðferð. Stórárnar eru flestar langar, vatnsmikl- ar og oftast blandaðar jökulvatni. Þær hafa jafnaðarlega lítil skilyrði til hrygn- ingar- og uppeldis vatnafiska og fer fisk- magnið í þeim eftir hrygningar- og upp- eldisskilyrðunum í smáánum, sem í þær renna. Veiðiaðstæður við stórárnar eru yfirleitt erfiðari, enda voru þær friðaöar af náttúrunnar hendi fram til um 1800, en það var um það leyti, að íslendingar lærðu fyrst að veiða í lagnet í stórum og straumþungum ám. Framfarir í veiðitækni voru hægfara á síðustu öld, en hin nýju veiðitæki ollu þó töluverðum breytingum í skiptingu hlunninda á þann hátt, að

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.