Freyr - 01.08.1947, Page 6
244
FREYR
fyrir aldamót er álitið, að veiðin í vötnum
hafi farið þverrandi, en fram á það verður
ekki sýnt, meö tölum, vegna þess að veiði-
skýrslur, sem til eru, koma að litlu gagni
við að kanna ástand fiskstofna ,einstakra
vatna. Ástæðan fyrir þessu er sú, að veiði
í ám og vötnum í sama hreppi er færð í
einu lagi inn á skýrslurnar. Enginn vafi
leikur á, að veiði í vötnum sé ekki eins
mikil og hún gæti verið, ef rétt væri á
haldið.
Greinargóðar veiðiskýrslur, geta auk
veiðimagns, um tegund og stærð veiðar-
færa og hve lengi veitt er. Aí slíkum skýrsl-
um má komast að að raun um hvernig
ástand einstakra fiskstofna er, með því
aö bera saman meðalveiðiafköst ákveð-
innar veiðarfæraeiningar á tilteknum
tíma, t. d. á einum sólarhring, frá ári til
árs. Fari tölurnar, sem kalla mætti veiði-
vísitölur, sem þannig fást, fyrir ákveðin
fiskistofn, hækkandi hlutfallslega með
aukinni veiðisókn, bendir það til, að ekki
hafi verið farið yfir veiði-þol stofnsins,
en hins vegar ef tölurnar fara lækkandi,
þá er komið yfir veiðiþol stofnsins, og er
þá um ofveiði að ræða. Ef afköst veiðai'-
færa aukast vegna umbóta á þeim, þá þarf
að taka tillit til slíks í sambandi við út-
reikninga veiðivísitölunnar.
Það er athyglisvert að athuga veiöi-
skýrslur okkar í því ljósi, sem nú hefir
verið getið um. Þær sýna að vísu aðeins
fjölda laxa og silunga, sem veiddir hafa
verið árlega, en geta ekkert um tegund
og stærð veiðarfæra og heldur ekki um
Fjöldi veiddra silunga á íslandi á árunum 1904—1945. — Heila línan sýnir veidina irá ári til. árs
og brotna línan meðalveiðina á 5 ára tímabilum.