Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1947, Síða 9

Freyr - 01.08.1947, Síða 9
FRE YR 247 rannsóknum þeirra aukið mjög skilning- inn á veiðimálunum. ★ Þrátt fyrir vilja ríkisvaldsins til að koma í veg fyrir veiðirýrnun, með lagasetning- um og leiðbeiningastarfsemi, hafa vatna- fiskar verið ofveiddir, veiðieigendum til stór tjóns. Til að koma í veg fyrir frekara tjón af ofveiðinni, en orðið er, verður að hefjast handa um að stöðva hana, hvar sem hún finnst, með sameiginlegu átaki allra, sem hlut eiga að máli. Menn verða að varpa frá sér villutrúnni um, að lax- fiskstofnarnir þoli ótakmarkaða veiði og hefja markvisst uppbyggingarstarf. Upp- byggingarstarf þetta verður að byggjast á stofnun nýrra fiskiræktar- og veiðifélaga, dugandi starfrækslu þeirra, sem til eru og síðast en ekki sízt á náinni þekkingu og hlýðni við veiðilöggjöfin... Félögin verða að beita sér fyrir friðun um lengri eða skemmri tíma, eyðingu vriðivargs, fisk- vegagerð og skipulagningu veiðanna. Því að markmiðið á að vera að fullnota fram- færslumátt ánna og vatnanna til fisk- framleiðslu og afla með skynsamlegum að- ferðum þess mesta fiskimagns, sem stofn- arnir þola, því að með því móti fá veiði- eigendur mestan arð, þegar til lengdar lætur. Þór Guðjónsson. Hita- og rakamælingar í peningshúsum Veturna 1943—44 og 1944—45 voru gerðar ítarlegar rannsóknir á hitá og rakamagni í peningshúsum — einkum fjósum — í Norriandi í Norður-Svíþjóð. Tilgangurinn með rannsóknum þessum var að fá stað- fest hvernig ástandið er, með tilliti til hita og raka við þau veðráttuskilyrði, sem þar eru ríkjandi, og hvernig efla skyldi kosti húsanna. Rannsóknanefnd sveita- bygginga, sem er ríkisskipuð, hafði allar framkvæmdir í þessum efnum. í skýrslu þeirri, sem gefin hefir verið út og segir frá fyrirkomulagi tilraunanna og árangri þeirra, er fyrst og fremst getið um, að með þeim hafi verkfræðingar þeir, sem að rannsóknunum unnu, ákveðið að at- huga: a) Magn hitaframleiðslunnar í fjósum, og hitasveiflur, er verða þegar búféð stendur á básum, þegar fóðrun fer fram, þegar gengið er um dyr, mokað eða brynnt — í stuttu máli sagt, eins og gengur og gerist í fjósum við venjuleg skilyrði. b) Komast að raun um hve mikið hita- tapið er í gegnum lcí't (þak) og þó einkum í gegnum gálf fjósa, en síðarnefnda atriðið hefi: aðeins ver- ið athugað lauslega áður. c) Bera saman ýmsar gerðir veggja, einkum í þeim tilgangi að staðfesta hver áhrif mismunandi rakastig í fjósinu hefir á þá. ★ Til lausnar á fyrsta atriði var gerður samanburður á fjósum, er voru illa úr garði gerð fyrri veturinn, en voru endur- bætt með aukinni einangrun og loftræst- ingu næsta sumar. Sömu fjósin voru svo rannsökuð næsta vetur, eða eftir að end- urbæturnar höfðu verið gerðar.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.