Freyr

Volume

Freyr - 01.08.1947, Page 10

Freyr - 01.08.1947, Page 10
248 FRE YR Arangur rannsóknanna staðfesti áður fengnar staðreyndir varðandi hitafram- leiðsluna á stórgrip, en hún reyndizt 20 þúsund kg/hitaeiningar daglega eða 19.850 að meðaltali á 8 bæjum fyrri veturinn, en 20.911 að meðaltali á þremur bæjum síðari veturinn. Þá komu og í ljós allar þær sveiflur — stórar og litlar — sem verða á hitastiginu í fjósum á ýmsum tímum dagsins, aðallega í sambandi við þann umgang, sem óhjá- kvæmilegur er við rækslu daglegu starf- anna,. Ennfremur voru gerðar mælingar til þess að ákveða hvaða áhrif hitabreytingar úti hafa á hita og raka í húsunum, og hvernig mismunandi veggir hafa áhrif á breytingarnar. Verkfræðingarnir komuzt að raun um, að það hitmagn, sem tapaðizt bundið í vatnsgufu, nam 26% alls hitataps úr fjós- um, en þetta þýðir, að til þess að flytja vatnsgufuna burt úr fjósinu þarf fjórðung alls þess hita, sem þar verður til. Þetta er í fullu samræmi við það, sem áður hefir verið sannað um þessa hluti. Veturinn 1943—44, þegar mikil gufa þéttist á veggjum innanvert, ásamt og á lofti og gluggum lélegustu bygginganna, voru töl- urnar frá hrörlegustu húsakynnunum ekki teknar með til þess að reikna meðaltalið, því að vatnið rann niður og ekki var unnt að mæla magn þess. Eftir endurbætur á húsakynnunum, voru hitatapstölurnar miklu öruggari og þá var ákveðið hve mikill hiti vék burt með gufu, og hve mikill við leiðslu eða loftræstingu. Mælingarnar voru gerðar við mismunandi hitastig, en þegar hitinn utan dyra var milli 0 og 10 stig, þá var hitatapið að meðaltali eins og eftirfarandi tölur sýna: Meðaltölur fyrir hitatap % Öll fjós Illa, eða ekki loftræst f jós. Við leiðslu 29,2 48,8 — loftræstingu 44,6 28,0 — uppgufun .... 26,7 23,2 — loftræstingu og uppgufun 70,8 51,2 Af ofangreindum tölum sézt á meðal ann- ars, að 70,8% af fjóshitanum víkur burt við uppgufun og loftræstingu að meðaltali í öllum fjósum, en að sömu leiðum aðeins 51,2% þegar fjósin eru illa loftræst. Mismunurinn á þessum tölum sýnir þá, að þegar illa er loftræst hlýtur hitinn að fara aðrar leiðir burt, enda sýna fyrstu tölurnar, að við leiðslu vék 29,2% í gegnum fjósveggi og loft að meðaltali, en í lítt eða ekki loftræstum fjósum varð hvorki meira eða minna en 48,8% af hitanum að fara þessar leiðir. Þegar illa er loftræst er hætt við að fjósloftið verði of heitt, rakaþrung- ið, kyrstætt og fúlt. Við rannsóknir sýndi það sig, að þegar loítræsting var bætt svo, að fjóshitinn lækkaði t. d. úr 21 stigi niö- ur í 13 stig, þá minnkaði leiðsla hitans í gegnum veggi um 30%, þegar hitinn utan dyra var -h 5 stig. Þegar einangrun var einnig aukin í veggjum minnkaði hitatap- ið gegnum veggina ennþá meira. Athuganir voru og gerðar viðvíkjandi hitatapinu í gegnum loftið, eða þakið, ef ekki var loft yfir fjósi. Þær athuganir staðfestu áður fundnar niðurstöður um þessi efni, sem sé að einangrun loftsins yfir fjósinu er þýðingarmikil, til þess að varna miklu hitatapi þessa leið. ★ Þær rannsóknir, sem fyrr hafa veriö gerðar til þess að ákveða hitaleiðslu í gegnum gólf, eru taldar lítils virði. Þess vegna var lagt kapp á nákvæmar athug-

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.