Freyr - 01.08.1947, Síða 17
FRE YR
255
stigiS var p—H 4,5—4,8. Bezt reyndist
maiz-íblöndunin (III—1 III—2). Var not-
aður þresktur maiz bæði heill og malaður.
Sæmilega gafst að velkja grasið fyrir hirð-
ingu (III—6). íblöndun á þurrheyi (III—
5), hafrahálmi (III—4) og hefilspónum
(III—3) gafst illa, en hún var gerð í þeim
tilgangi að draga úr vatnsmagninu í vot-
heyinu.
Gerðar voru einnig stærri votheysgerð-
ar tilraunir, þar sem reyndar voru betur
þær aðferðir, sem bezt gáfust við minni
tilraunirnar. Var heyið frá þessum til-
raunum síðan reynt til fóðurs handa
mjólkurkúm og rannsökuð áhrif þess á
líkamsþunga þeirra og nythæð.
í hverja tilraun voru notuð 5—20 tonn
af fóðurgrasi. Tegundirnar voru: Hafrar,
ertur, súdangras, soyjabaunir, alfalfa,
loðgresi og maiz. Til blöndunar var notað:
Fosfórsýra, melassi, malaðir maiz-kólfar
og mysuduft. Ákveðið var þurrefni, sýru-
stig (p—H) og karótin eins og áður. Eru
niðurstöðurnar sýndar í töflu II.
Tilraunir árið 1940. Votheyið í öllum
þessum tilraunum var mjög útlitsgott og
ázt vel. Sýrustig p—H 3,9—4,5. Rýrnun á
karótíni var þó sums staðar mikil (til-
raun 2b, 2c, 3a, 3b, 3c).
Tilraunir árið 1941. Votheyið í tilraun-
unum 4a, 4b og 4c var gott, rýrnun á karó-
tíni þó mikil í tveim þeim fyrstu. Vot-
heyið með mysuduftinu (tilraunir 5a, 5b,
5c), var líka gott að öðru leyti en því, að
karótinrýrnunin var mikil. Við tilraun-
irnar 6a, 6b, og 6c, sem allar gáfu gott
vothey, er það athyglisvert að karótín-
rýrnunin er mjög mikil þar sem engin
íblöndun er (6a) og þar sem blandað er
200 kg. af möluðum maiz-kólfum pr. tonn
(6b), en lítil þar sem blandað er í 250 kg.
af maiz-kólfum pr. tonn (6c). Er talið að
malaðir maiz-kólfar verki seint á mjólk-
ursýrugerlana, svo að fjölgun þeirra verð-
ur ekki nægilega hröð, en mjólkursýran
verndar karótínið. Sýrustigið komst hér
litlu neðar fyrir íblöndunina.
Tilraunir árið 1942. Votheyið í báðum
tilraununum reyndist ve1, en þó betur þar
sem blandað var í möluöum maiz-kólfum.
Karótínrýrnun um 50%.
Tilraunir árið 1943. FóðurgrasiÖ var
hirt snemma. Var þessi alfalfa miklu
yngri en í tilraununum 6a, 6b, og 6c (1942).
BæÖi maizinn og alfalfan gáfu ágætt vot-
hey (p—H 3 8—4,4). Karótínrýrnun engin
í því síðarnefnda (tilraun 10).
Við tamanburðarfóðrun með votheyi
frá öllum þessum tilraunum (1940—1943)
kom ekki fram neinn verulegur munur á
líkamsvexti eða nythæð kúnna.
Niðurstöður þessara erlendu votheys-
gerðartilrauna eru í stuttu máli þær, að
bezt reyndist að blanda í heyið melassa
(40 kg/tonn) eða möluðum maiz-kólfum
(200 kg/tonn). Vel reyndist einnig að
blanda í heyið maizmjöli, fosfórsýru og
þykktri eða þurrkaðri mysu.
Innlendar tilraunir.
Á árunum 1941—1946 hefir Atvinnu-
deild Háskólans gert nokkrar tilraunir
með votheysgerð. Hefir tilraunum þess-
um verið lýst í Skýrslu Iðnaðardeildar
árið 1941—1944 og í Tímariti V. F. í. 1943,
bls. 46. Til votheysgerðarinnar var notaö,
taða (fyrri sláttur), háartaða og bygg. og
til íblöndunar, mjólkursýrugerlar, maiz-
mjöl og mysa.
í hverja tilraun fóru ca. 5 tonn af fóð-
urgrasi. Fergt var með grjóti, 500—1000 kg.
á m'2, nema í tilraun 5c, þar var ekkert
farg notað. Mælt var hitastig, þurrefni
og sýrustig öðru hverju meðan á tilraun-