Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2005, Side 8
LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ2005
Fréttir DV
„Viö þurfum aö keyra fram hjá húsinu hans á hverjum degi,“ segir Jón Davíð Ragnarsson um
banamann föður síns. „Þá rifjast þetta allt upp.4< Faðir Jóns Davíös varð fyrir hnefahöggi á
sveitakránni Ásláki í desember síöastliðnum. Hnefahöggið varð honum að bana. Sá sem
greiddi honum banahöggið, Loftur Jens Magnússon, hefur enn ekki greitt skuld sína við fjöl-
skyldu Jóns Davíðs, né við þjóðfélagið. Ekki verður réttað yfir honum fyrr enn í fyrsta lagi í
september, eöa tæpu ári eftir harmleikinn 1 Mosfellsbæ.
Drap föður minn
I
I
„Við viljum aaþessi drengur
borgi fyrirþað sem hann gerði.
I
I Loftur Jens Magnús-
I son Varð manni að bana 11
I desember; mál hans verð-
1 ur ekki tekið fyrir fyrr en í
I september.
I Ragnar Björnsson
■ Fékk þungt högg í höf-
1 uðið og komst alderi
] aftur til meðvitundar.
I Áslákur Árásin átti sér stað
I! andyrinu.Árásarmaðurinn
\býrskammtfrá.
Hið örlagaríka kvöld, þegar Ragnar Björnsson lést, hófst á jólahlaðborði hjá
Ormsson á Hótel Valhöll á Þingvöllum fyrr um kvöldið. Hann var sölumað-
ur fyrir Becks bjór sem Ormsson hefur umboð fyrir og og var vel liðinn. Eft-
ir jólahlaðborðið ákváðu Ragnar og eiginkona hans Ásta að bregða sér á
sveitakrána Áslák.
I f faðmi fjölskyldunar
| Ragnar var elskaður fjöl-
I skyldufaðir.
Hjónin voru nýkomin úr ferðalagi til
Flórída. Það hafði verið eins konar brúð-
kaupsferð þeirra því þau höfðu ekld kom-
ist á sínum tíma.
Þegar eitthvað var liðið á kvöldið
brotnaði glas í anddyrinu þar sem Ragnar
var staddur. Hann hóf að aðstoða stúlku
sem starfaði sem dyravörður við að
hreinsa upp glerbrotin og passaði upp á
að enginn stigi á glerbrot og slasaði sig.
Maður sem átti leið hjá lenti skyndilega í
einhverju orðaskaki við Ragnar sem end-
aði með því að Ragnari var greitt þungt
hnefahögg í höfuðið.
Komst aldrei til meðvitundar eftir
höggið
Höggið kom á kjálka Ragnars sem stóð
að sögn eftir en féll í gólfið stuttu síðar.
Fljótlega gerðu viðstaddir sér grein fyrir
því að ekki var allt með felldu og hóf
hjúkrunarkona, sem var gestur skemmti-
staðarins, lífgunartilraunir meðan beðið
var eftir sjúkrabíl.
Sjúkraflutningamenn héldu áfram lífg-
„Ég verð aldrei samur, það
mundi enginn vera. Það líð-
ur ekki sá dagur að ég hugsi
ekki um hvað ég gerði"
unartilraunum á staðnum og gáfu Ragnari
meðal annars rafstuð og fannst púls í kjöl-
farið.
Ragnar komst ekki aftur til meðvitund-
ar eftir höggið og lést af áverkum sínum
um klukkan þrjú þessa nótt.
Ragnari er lýst sem miklum höfðingja,
kátum og skemmtilegum og alltaf
boðnum og búnum að aðstoða fólk. Hann
starfaði ötullega í björgunarsveitinni
Kyndli í Mosfellssveit og Slysavarnarfélag-
inu Landsbjörgu, hann var mikill hesta-
maður og mikið fyrir fjalla- og veiðiferðir
og útivist.
Maðurinn sem greiddi Ragnari bana-
höggið heitir Loftur Jens Magnússon, 25
ára Mosfellsbæingur. Skömmu eftir reyndi
hann að flýja af vettvangi og lenti í kjölfar-
ið í átökum við son Ragnars. Loftur hafði
verið að skemmta sér ásamt vinum sínum
á grímuballi. Hann var klæddur sem jóla-
sveinn, í rauðum búningi og með skegg.
Biðin eftir réttlæti er löng
„Mér var ráðlagt að biðjast ekki afsök-
unar,“ segir Loftur aðspurður, hálfu ári
síðar. Hann rekur nú ásamt kærustu sinni
Bónusvideo í Árbæ. Hann býr enn í Mos-
fellsbæ, spölkorn frá sveitakránni sem
breytti lífi hans.
„Ég kvíði réttarhöldunum. Þá þarf ég
að rifja þetta allt upp aftur. Það verður
ekki auðvelt," segir Loftur niðurlútur.
Hann er hins vegar ekki sá eini sem kvíðir
haustinu og réttarhöldunum sem fylgja
því. Jón Davíð, sonur Ragnars, segir það
óhæfu hversu lengi aðstandendur í svona
málum þurfi að bfða eftir réttíæti. „Við
viljum að þessi drengur borgi fyrir það
sem hann gerði," segir Jón Davíð. „Það er
hrikalegt hvað þetta tekur langan tíma.
Mér skilst að þetta verði ekki tekið fyrir
fyrr en í september. Fjölskyldan þarf því
að ganga með þetta í maganum þangað
til. Við erum náttúrulega öll vitni og verð-
um því að rifja upp þennan harmleik,
ganga í gegnum þetta allt aftur." Jón Dav-
íð segir það einnig hafa komið sér á óvart
hversu stutt Loftur sat í gæsluvarhaldi en
hann var leystur úr haldi aðeins fáeinum
dögum eftir hinn hræðilega atburð.
DV ræddi einnig við Jón Davíð
skömmu eftir að faðir hans lét lífið. Þá
hafði hann þetta að segjja við þjóðina: „Ég
legg til að fólk stingi íukunum í vasann og
telji upp á tíu áður en það reiðir til höggs við
aðra manneskju. Það þarf ekki nema eitt
högg til að eyðileggja líf, ekki bara einnar
fjölskyldu, heldur tveggja, eins og í þessu til-
viki."
Keyrir framhjá heimili morðingj-
ans daglega
„Þetta breytir manni," segir Loftur og
tekur undir varnaðarorð Jóns Davíðs. „Ég
verð aldrei samur, það mundi enginn vera.
Það h'ður ekki sá dagur að ég hugsi ekki um
hvað ég gerði." Loftur hefur aldrei litíð fjöl-
skyldu mannsins sem hann banaði augum.
Segist raunar ekki þekkja þau í sjón. Jón
Davíð Ragnarsson þekkir hins vegar morð-
ingja föður síns í sjón og segist ekki vita
hvað hann mundi gera ef hann mundi hitta
hann. „Hann hefur ekki beðið okkur afsök-
unar eða haft nokkuð samband við okkur,
ég veit ekki einu sinni hvað ég mundi gera
ef hann mundi hafa samband," segir Jón
Davíð. Hann býr við þá raun að þurfa að
keyra fram hjá heimili Lofts til að komast til
og frá vinnu. „Þá rifjast þetta allt upp."
andri@dv.is