Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2005, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2005, Síða 11
DV Fréttir LAUGARDAGUR 4. JÚNl2005 11 Með lest á eyranu Kínverjinn Zhang Xinquan hefur unnið það sér til frægðar að geta dreg- ið lestarvagn heila fjörutíu metra á hægra eyranu. Zhang festir klemmu á eyrað á sér og keðju úr henni til að draga lestina. Eftir tvær misheppnaðar tilraunir tókst Zhang loks að draga lestina þessa 40 metra og tók það innan við fjórar mínútur að draga 24 tonna lestarvagn. Hægra eyra Zhang er stærra en það vinstra. „Þetta er ár- angur margra ára æfinga," sagði Zhang. Beygluðu bikarinn Evrópubikarinn, sem enska knattspymuliðið Liverpool vanntil eignar í lok síðasta mánaðar, munhafa skemmst lítið eitt í fagnaðarlátum leikmanna efdr leikinn. Sóknarmaðurinn Milan Baros mun hafa misst hann á píanó með þeim af- leiðingum að annað hand- fangið á bikamum beygl- aðist. Þar sem Liverpool vann bikarinn til eignar verður hann ff amvegis til sýnis á Anfield, heimavelli liðsins, og engar áætlanir um að gera við hann. Safn- stjórinn Steve Done það vegna þess að beyglan sé hluti af þessu ótrúlega kvöldi úrslitaleiks Meist- aradeildariimar. Hæsta brúðkaup í heimi Nepalsk par varð í vik- unni fyrst aÚra para í heiminum til að láta munstra sig saman sem eiginmann og eiginkonu á toppi hæsta fjalls heims, Everest, þar sem Moni Mulepati gekk að eiga unn- ustu sína Pem Dorje Sherpa. Brúðkaupið kom algerlega flatt upp á fjöl- skyldur hjónakornanna, sem vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Faðir brúð- arinnar sagði að þetta hefði komið aftan að þeim þar sem parið hafði ekki minnst einu orði á vænt- anlegt brúðkaup. Stflhreinir kjúklingar Fjölbreyttri línu tísku- fatnaðar fýrir kjúklinga og fullvaxin hænsn hefur verið hleypt af stokk- unum af nokkmm austurrískum og japönskum fatahönn- uðum. Nú þegar hefur nokkur hópm kjúklingaframleið- enda pantað föt sérmerkt með vörumerki sínu og tískusýning er nú á ferð um heiminn til að kynna fötin. Austurrísk lögregla rannsakar ógeðsleg barnamorð Lík myrtra ungbarna lágu í frysti Lögreglan í austurrísku borginni Graz uppgötvaði í gærdag enn eitt lík ungbams nærri fjölbýlishúsi þar í borg. Þetta er fjórða líkið sem lögregl- an fann. Öll hin, sem líka vom af ung- bömum, fundust á svipuðum stað fyrr í vikunni og hefúr par í húsinu verið handtekið vegna málsins. Að sögn lögreglunnar hefm konan játað að vera móðir bamanna, sem og að hafa myrt þau. Ástæðuna sagði hún vera peningaleysi, auk hræðslu um að sambýlismaður hennar til langs tíma myndi fara frá henni. Taiið er að fýrsta LQdð hafi verið grafið fýrir þremm árum. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar fundust tvö lík innvafinn í plast í frysti í fjölbýlishúsin. Eitt l£k- anna, nýfætt stúlkubam, var í stórri málningarfötu sem hafði verið fyllt af sementi til að hylja líkamsleifamar. Það fjórða, sem fannst í gær, lá pakk- að inn í plastpoka undir mslahrúgu í skúrbakvið fjölbýlishúsið. Fyrstalík- ið fannst á mánudaginn. íbúi fjölbýl- ishússins fór þá niður í kjallara húss- ins til að sækja íspinna í frysti fyrir börn sín en rakst þess í stað á lík af ungbami. Hann hringdi skelkaðm á lögregluna, sem skömmu síðar fann tvö lík í viðbót, annað líka í frystin- um. Lögreglan hélt þeim möguleika opnum að um andvana fædd böm væri að ræða en rannsókn leiddi í ljós að þau höfðu verið myrt. Nágrannar parsins bám þeim vel söguna og sögðu konuna snyrtilega í alla staði. Hún mun hafa fætt bömin í baðkerinu heima hjá sér, eftir upplýs- ingum ffá lögreglunni Graz. Sambýl- ismaðurinn sagðist ekki hafa vitað af því að konan hefði verið ólétt í eitt einasta skiptí af þeim fjórum skiptum sem hún ól bam, og að hann hefði ekki komið nálægt morðunum. Kryddleggnir bitar frá Holtakj úklingi Læri í hvítlaukskryddlegi Leggir í texaskryddlegi Þrjár tegundir af kryddleggnum bitum frá Holtakjúklingi* Reykjagarður hf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.