Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2005, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2005, Side 28
28 LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ2005 Helgarblað DV Þótt ekki hafi allt gengið að óskum í Eurovision í ár hefur Selma Björns- dóttir nóg fyrir stafni. Atriði hennar Úkraínu vakti athygli víða og nú er hún á leið til Svíþjóðar, Noregs og Þýskalands til að flytja lagið. Þá fer hún til Kína ásamt Birgittu Haukdal og Jónsa síðar í sumar. Þess á milli ætlar hún með fjölskyldunni í frí til Spánar og ferðast um landið á nýja jeppanum sínum. Selma með Wíg Wam Selma sést hér í Úkraínu í síöasta mán- muöi ásamt söngvara Wig Wam sem tók þátt fyrir hönd Noregs og hefur notiö mikilli vmsælda um alla Evrópu í kiölfariö. ' i ; % Selma í sólskinsskapi ’ Á leiðtil Svlþjóðar, Noregs, n- . Þýskalands og Kína til að syngja.Síðanáaðslappa S'v.. ' afífaðmi fjölskyldunnar uppi á hálendi og f hlýj- Nv unniáSpáni. „Þetta hefur náttúrlega verið mikil törn upp á síðkastið en það verður samt nóg að gera í sumar líka,“ segir dansarinn og söng- og leikkonan Selma Björnsdóttir. Hún kom nýverið heim eftir þátttöku í Eurovision-keppninni margfrægu þar sem ekki gekk alveg sem skyldi. Þrátt fyrir það gaf keppnin Selmu ýmislegt og er þegar búið að bóka hana á nokkrum stöðum erlendis í sumar. Á faraldsfæti í allt sumar „Ég fer til Noregs núna í júní þar sem ég ætla að syngja Eurovision- lögin og kannsld eitthvað fleira. Þetta er á vegum gay pride-hátíðar- innar en þeir settu sig í samband við mig og vildu fá mig til að syngja þar. Það verður eflaust mjög gaman enda er þetta 10 þúsund manna viðburður sem ég mun syngja á," segir Selma en eins og þeir sem til þekkja vita nýtur Eurovision- keppnin af einhverjum ástæðum meiri hylli meðal samkynhneigðra en gagnkynhneigðra. Selmu verður þess vegna væntanlega tekið eins og hverri annarri alþjóðlegri stór- stjörnu þegar hún mun troða upp á Hinsegin dögum frænda okkar Norðmanna. „Svo fer Ávaxtakarfan til Kína á barnaleikritasýningu sem er ein sú stærsta sinnar tegundar í heimin- um. Það er náttúrlega mikill heiður og frábært tækifæri fyrir okkur að heimsækja landið. Kína er land sem fæstir fá að sjá um ævina og þess vegna er bara frábært að kom- ast þangað f tengslum við vinnuna, annars hefði maður kannski aldrei farið," segir Selma og staðfestir að allir sem þátt taka í sýningunni hérna heima fari með til Kína. Þess vegna verða margar af helstu stór- stjömum íslands fjarri góðu gamni um miðjan júlímánuð því auk Selmu taka Birgitta Haukdal og Jón Jósep Snæbjömsson, betur þekktur sem Jónsi í í svörtum fötum, þátt í uppfærslu barna- söngleiksins. Syngur fyrir 20 þúsund Svía „Við sýnum leikritið fjórum sinnum en verð- um þarna í Sjanghæ í eina viku í það heila," segir Selma en spurð að því hvort hún, Jónsi og Birgitta ætli sér að setja saman eitthvert Euro- vision-prógramm þarna úti segist hún ekki búast við því. „Ég efast um að það sé einhver gmndvöllur fyrir því þarna úti. Þeir hafa ör- ugglega ekki hugmynd um hvað þetta er og ég held að við séum ekki fólkið til þess að breyta því,“ segir hún og vonast til að geta skoðað sig |j eitthvað um í Kína á meðan á dvölinni þar stendur. „Svo var fólk að hringja í mig frá Svíþjóð og ég fer þangað seinna í sumar til að syngja á stórri Eurovision-há- tíð sem er haldin þar á hverju ári. Þetta er haldið á risaleik- vangi með 20 þúsund áhorfendum þannig að ég er nokkuð spennt fyrir því. Þarna koma fram gamlir og nýir sænskir Eurovision-söngvarar auk þess sem þeir bjóða oft sigurvegur- um síðustu ára að mæta líka. Svo sögðu þeir mér að þeir reyndu alltaf að fá nokkra sem hefðu verið í uppáhaldi hjá Eurovision-stjörnur síöustu ára Eru allar á leið til Kína með Ávaxtakörfunni. Selma dregur þó íefa að Eurovision-lögin verði flutt fyrir Kín- verjana að þessu sinni. „Þetta er haldið a rísa- leikvangi með 20 þús- und áhorfendum þannig að ég er nokk- uð spennt fyrir því." Svíunum það árið til að troða upp og sögðu að ísland hefði án vafa verið í þeim hópi þetta árið. Lagið hefur verið spilað mikið þarna úti og fólki virðist líka vel við það," segir Selma og viðurkennir að það sé vissulega gaman að finna svona stuðning þótt ekld hafl gengið sem skildi í sjálfri Eurovision-keppninni þetta árið. Frí á fjallabílnum „Annars er stefnan líka að fara svolítið út á land í sumar og reyna að skoða eitt og annað. Loksins get ég nýtt mér nýja bílinn sem ég var að kaupa mér en ég var búin að vera föst á litíum fólksbíl í nokkur ár. Núna keyptí ég mér Ford Escape-jeppa sem við ætlum að nýta sem best í sumar. Við ætíum að reyna að fara Vestfirð- ina og m.a. langar mig að skoða Kvígindis- fjörð en þangað kemst maður ekki nema á vel búnum bH,“ segir Selma sem hefur verið dugleg að ferðast um landið í gegnum árin en langar til að sjá meira. Ég hef farið víða um ísland og séð allt þetta helsta en núna er kominn tími til að skoða nokkra staði sem eru kannski ekki alveg í alfaraleið," segir Selma sem er greinilega mjög ánægð með „Það er náttúrlega mikill heiður og frá- bært tækifæri fyrir okkur að heimsækja landið. Kína er land sem fæstir fá að sjá um ævina og þess vegna er bara frá- bært að komast þangað í tengslum við vinnuna nýja bílinn og möguleikana sem því fylgja að eiga jeppa. „Það er þess vegna nóg um að vera hjá mér og svo ætía ég l£ka í frí til Spánar með fjölskyldunni seinna í sumar. Svo var reyndar verið að hringja í mig frá Þýskalandi núna fyrir stuttu þar sem ég var beðin um að koma fram og syngja Eurovision-lögin þar líka," segir Selma þannig að ljóst má vera að frammistaða hennar hefur vakið athygli margra sem máli skipta í tónlistarbransanum, þótt evrópsk- ur almenningur hafi ekki verið á sama máli. „Síðan er búið að hafa samband við mig út af nokkrum hlutum sem eru að fara að gerast hérna heima í haust en það er eitthvað sem er of snemmt að tala um núna. Það stendur margt til boða en ekkert er niðurneglt enn þá. Að vísu mun ég taka að mér einhverja kennslu í Tónvinnsluskóla Þorvaldar Bjarna, en það er svona það eina sem er al- veg pottþétt. Annað verður bara að koma í ljós síðar," segir Selma að lokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.