Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2005, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ2005
Helgarblað DV
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ2005 33
Ýmsir kostir
við að verða
ung móðir
„Hann er svo skynsamur svo ég
hef ekki haft neinar áhyggjur,"
segir Sólveig Hallsdóttir um Heið-
ar son sinn. Sólveig varð ólétt að
Heiðari þegar hún var 14 ára. (
dag er Heiðar að verða tvítugur
og býr hjá tengdaforeldrum sín-
um. Sólveig segist engar áhyggjur
hafa haft af að hann myndi end-
urtaka leikinn en óskar þó börn-
unum sínum ekki að verða for-
eldrar jafn ung og hún var.
21 árs með þrjú börn
Sólveig og eiginmaður hennar,
Brynjar Zóphoníasson, hafa verið
saman síðan þau voru unglingar.
Þegar Heiðar fæddist var Brynjar
17 ára og litla fjölskyldan bjó
fýrstu tvö árin heima hjá foreldr-
um Sólveigar. Nú eru þau gift og
komin með fjögur börn. Heiðar er
náttúrulega elstur,s(ðan kemur
Börkur,svo An(ta og loksTanja
Ósk.„Ég var 19 ára þegarég eign-
aðist annað barnið mitt," segir
Sólveig og bætir við að það hafi
hvorki verið planað né ekki. Það
hafi einfaldlega gerst. Hún ségist
hafa fundið mun á meðgöngun-
um enda hafi hún verið meira til-
búin (síðara skiptið.„Ef maður
hefurfarið (gegnum þetta einu
sinni þá veit maður að hverju
maður gengur. Þriðja bamið okk-
ar fæddist svo þegar ég var 21 árs
og svo kom eitt í viðbót þegar ég
var 24 ára. Nú er ég samt hætt,"
segir hún brosandi.
„Ég er ung og
er hætt að eiga
börn svo ég hef
það ágætt."
Amma 33 ára
Sólveig segist hafa fengið mikla
hjálp frá foreldrum s(num.„Þetta
var náttúrulega sjokk til að byrja
með en ég fékk góðan stuðning.
Eg reyndi að halda þessu leyndu
til að byrja með en það tókst
náttúrulega ekki til lengdar. Þeir
sem stóðu okkur næst studdu
okkur svo ég fann ekki fýrir for-
dómum annarra þótt ég hafi
kannski vitaö af þeim. Mamma
var ekki nema 33 ára þegar hún
var orðin amma og það hefur
ábyggilega verið erfitt fýrir hana."
Fóstureyðing kom ekki til
greina
Sólveig segir að það hafi aldrei
komið til greina af hennar hálfu
að fara (fóstureyðingu. Hún segir
að þeim möguleika hafi verið velt
upp en að enginn hafi þrýst á
hana.„Ég hugsa að ég hafi verið
þroskuð og sjálfstæð og ég hafði
enga löngun til að fara (fóstur-
eyðingu og er sátt við það (dag. í
rauninni fann ég ekki mikið fýrir
því að vera orðin mamma á þess-
um aldri, ekki eins og fólk heldur.
Foreldrahlutverkið lærðist smám
saman hjá okkur og við áttum
góða að. Það lærist allt ef maður
ætlar sér það. Ég vona samt að
dætur mínar verði skynsamari en
ég þvl þótt það séu ýmsir kostir í
þessu þá vona ég að m(n börn
mennti sig og geri það sem þau
langar til áður en þau fara að
hrúga niður börnum," segir Sól-
veig en kostirnir sem hún talar
um er að nú geti hún farið að
gera það sem hana langartil.„Ég
er ung og er hætt að eiga börn
svo ég hef það ágætt," segir hún
brosandi.
Systurnar Rakel Rós og Katrín Ósk Geirsdætur voru 16 og 15
ára þegar þær voru orðnar mæður. Systurnar segja fóstureyð-
ingu aldrei hafa komið til greina og eru alsælar með börnin
sín í dag. Rakel á þjú börn og Katrín á von á sínu öðru.
Ungar systur
með ung börn
„Ég var búin að leggja grunn-
inn svo þetta var ekki eins mikið
sjokk fyrir fjökskylduna þegar í
ljós kom að litla systir var ófrfsk,"
segir Rakel Rós Geirsdóttir en hún
og systir hennar Katrín Ósk eign-
uðust báðar sín börn mjög ungar.
Rakel Rós eignaðist sitt bam þegar
hún var 16 ára og svo tveimur
árum seinna var litla systir hennar
líka orðin mamma, aðeins 15 ára.
„Þegar Katrín varð ófrísk höfðu
allir trú á henni því ég hafði sann-
að að þetta væri hægt," segir Rakel
sem á þrjú börn. Sigurbjörn Geir
fæddist árið 1998, Saga Ýr 2001 og
Sebastían Dagur ári seinna. Rakel
Rós er enn með sama manninum
sem hún eignaðist fyrsta barnið
með en hann heitir Benedikt Sig-
urbjörnsson. Þau bjuggu fyrsta
árið heima hjá foreldrum hennar
en komu sér svo fyrir í eigin íbúð.
Á von á öðru barni
Katrín Ósk eignaðist soninn
Bjarna Þór árið 2000 þegar hún var
15 ára og hún segir ekki hafa verið
erfitt að hafa orðið móðir svona
ung. „Þetta var ekkert svo mikið
mál enda var svo mikið af fólki sem
hjálpaði manni," segir Katrín Ósk
sem á von á sfnu öðm barni í nóv-
ember. Móðir systranna var einnig
ung þegar hún eignaðist sitt fyrsta
barn, sem var Rakel, eða 18 ára.
„Þegar Katrín varð
ófrísk höfðu allir
trú á henni því ég
hafði sannað að
þetta væri hægt."
„Ég var í 10. bekk þegar Bjarni Þór
fæddist og ég held að skólafélög-
unum mínum hafi fundist þetta
allt voðalega skrítið þótt þeir hafi
tekið þessu vel og ég fann aldrei
fyrir fordómum. Ég hætti í skólan-
um til að hugsa um hann en mætti
svo til að taka samræmdu prófin
auk þess sem ég tók eina önn í
Verkmenntaskólanum áAkureyri,"
segir Katrín en systumar búa báðar
á Akureyri.
Fóstureyðing kom ekki tii
greina
Hún segir það aldrei hafa kom-
ið til greina að fara f fóstureyðingu
enda hafi hún alltaf verið á móti
slíku. Hún hafði líka fylgst með
eldri systur sinni og vissi því út í
hvað hún væri að fara. Rakel tekur
undir orð systur sinnar og segir að
enginn hafi reynt að þrýsta á
hana. „Það kom aldrei til greina
hjá mér og ekki einu sinni þegar
ég varð ófrísk í þriðja skiptið með
4 mánaða barn. Ég kom mér í
þetta sjálf og hefði getað vitað að
þetta myndi gerast. Bæði mamma
og tengdamamma báðu mig um
að íhuga mjög alvarlega hvað ég
ætíaði að gera, sögðu að ég mætti
ekki taka neina ákvörðun í fljót-
færni og þær voru báðar mjög
glaðar þegar ég sagðist ætla að
eiga barnið svo ég hef aldrei feng-
ið neitt annað en stuðning frá
þeim. í rauninni fann ég aldrei
fyrir neinum fordómum, mestu
breytingarnar voru að sumir vin-
anna létu sig hverfa en alvöru vin-
irnir studdu mann."
Rekur eigið fyrirtæki
í dag rekur Katrín Ósk fyrirtæk-
ið Tikk takk ásamt vinkonu sinni
og eldri systir hennar starfar hjá
þeim. „Við vorum að vinna á þess-
um matsölustað og þegar eigand-
inn ákvað að selja ákváðum við að
kaupa," segir Katrín sem er aðeins
21 árs í dag en hefur þegar reynt
ýmislegt. Hún og barnsfaðir henn-
ar eru hætt saman en hann heldur
samt góðu sambandi við soninn.
„Ég á annan kærasta í dag sem er
bamsfaðir ófædda barnsins. Pabbi
Bjarna Þórs er samt duglegur að
hitta hann. Hann tekur hann aðra
hverja helgi og svo einu sinni í
viku." Aðspurð hve mörg börn hún
ætli sér að eignast segir hún að þau
kærastinn hafi verið að spá í að
eignast fjögur. „Maður er ekkert
hættur," segir hún hlæjandi.
Besta amma í heimi
Rakel Rós segir flesta halda að
þær systur séu eldri en þær eru og
hún segir einnig að þegar mamma
þeirra passi fyrir þær telji margir
að hún sé ekki amma barnanna
heldur mamma þeirra. „Mamma
er besta amma í heimi og ef ég bið
hana ekki reglulega um að passa
þá heimtar hún að ég komi með
börnin, sem er stór plús. Ég held
að hún hafi engar áhyggjur af því
haft að verða svona ung amma,
hún hafði meiri áhyggjur af því að
þetta yrði erfitt fyrir okkur," segi
stefnir á að skella sér á listnámsb-
raut í framtíðinni. „Ég ætlaði alltaf
að byrja í skóla um leið og elsti
strákurinn minn byrjaði og ég
stóð við það og fór í fjarnám og
vonandi held ég bara áfram að
læra." indiana@dv.is
„| 2 . ,,nnu aolueig með
Almar Tristan og Rakel með Diljá.
Stelpurnar eru ánægðar með Iffið og eru allar
sammála um aðþærheföu ekki viljaö eignast
bornrn seinna. DV-mynd Páll Bergmann
„Það kom ekki til greina að fara í
fóstureyðingu enda myndi ég aldrei
geraþað."
mömmuklubb Hins hussins
„Lífið er náttúrulega gjörbreytt en í
leiðinni miklu skemmtilegra," segja
þær Rakel Sófusdóttir, Sólveig K. Eng-
ilbertsdóttir og Ingunn Þóra Einars-
dóttir en vinkonumar eiga það sam-
eiginlegt að hafa allar átt böm ungar
að aldri. Rakel eignaðist dótturina
Diljá þegar hún var 22 ára, Sólveig
eignaðist soninn Almar Tristan þegar
hún var 19 ára og Ingunn Þóra eign-
aðist Tinnu Mjöll þegar hún var 19
ára gömul. Stelpumar kynntust í
gegnum Ungt fólk með ungana sína
sem er starf á vegum Hins hússins og
vilja benda öðrum ungum foreldrum
á þetta starf.
„Við mælum hiklaust með því að
ungar mæður og ungir feður líka
mæti með bömin sín á opið hús á
fimmtudögum því það skiptir ótrú-
lega miklu máli að umgangast
krakka sem em að ganga í gegnum
það sama," segir Ingunn sem er að
vinna en stefnir á nám í haust. Ing-
unn er elst í stórum systidnahópi en
pabbi hennar eignaðist dóttur
þremur mánuðum áður en Tinna
Mjöll fæddist. „Við höfum hlegið
mikið að þessu enda skrítið að vera
orðinn afi um leið og hann eignað-
ist bam," segir Ingunn hlæjandi og
bætir við að litía systir hennar og
Tinna Mjöll eigi eflaust eftir að
verða góðar vinkonur. Ingunn og
kærastinn hennar búa í eigin íbúð
og sömu sögu er að segja um Sól-
veigu og hennar bamsföður. Rakel
er hins vegar einstæð en bamsfaðir
hennar hittir Diljá reglulega. Stelp-
umar em sammála um að það sé
ekki svo erfitt að vera ung móðir á
íslandi í dag og þær finna ekki fyrir
miklum fordómum í sinn garð. „Við
erum náttúrulega engin böm og
það hafa flestir sýnt manni stuðn-
ing," segja þær.
Fóstureyðing kom ekki til
greina
„Það kom ekki til greina að fara í
fóstureyðingu enda myndi ég aldrei
gera það," segir Sólveig. Rakel segir
að hún hafi lent í smá þrýstingi en
að hún hafi staðið föst á sínu og
hún sér alls ekkert eftir því í dag.
Hún faldi sína meðgöngu til að
byrja með enda vissi hún að for-
eldrar hennar höfðu hugsað sér að
hún myndi feta aðra slóð í lífinu.
„Þó móðurhlutverkið sé æðislegt þá
er svo margt sem mig langar að gera
og ég verð bara að passa mig á að
leyfa mér eitthvað," segir hún og
hinar taka undir og segja að þær
djammi ef þær langi til þess. Þá
þurfi þær einfaldlega að redda
bamapössun. „Þörfin til að fara út á
lífið er samt svo miklu minni. Ég
hélt að ég myndi sakna þess mun
meira," segir Ingunn.
Stelpumar em í svokölluðum
lokuðum hópi í Hinu húsinu. Þær
em átta stelpur í heildina sem hitt-
ast reglulega með bömin sín og
spjalla. í haust ætía þær á ráðstefnu
fyrir ungar mæður sem haldin verð-
ur í Þýskalandi. „Við erum einmitt
að leita að styrktaraðilum og mun-
um meðal annars halda kökubasar í
Kringlunni á þriðjudaginn. Einnig
ætíum við að halda styrktartónleika
í Hinu húsinu í júlí til að fjármagna
ferðina og hljómsveitin Á móti sól
hefur þegar staðfest að hún ætli að
takaþátt." indiana&dv.is
Ungar
mæður
á íslandi
15ÁRA ÓLÉTT
Helga Kristjánsdóttir var 15 ára þegar
hún varð ólétt að sfnu fyrsta barni. f
samtali við DV 5. febrúar 2005 sagðist
Helga, sem er 22 ára I dag, hafa fljót-
lega hætt með barnsföðurnum og búið
hjá foreldrum sfnum til að byrja með.
„Við barnsfaðir minn hættum fljótlega
saman og ég bjó hjá mömmu og pabba
til að byrja með. Þetta gekk mjög vel
og strákurinn var vær og góður. Seinna
kom f Ijós að hann er ofvirkur og með
athyglisbrest," sagði Helga f vlðtali við
DV. Þegar hún hafi orðið 18 ára var
hún komln f nýtt samband og varð
fljótlega aftur ófrfsk. (dag býr hún ein
með börnunum og stefnir á nám f
snyrtifræði. Strákurinn henntar byrjar f
skóla í haust en litla stelpan hennar er
4ára.
18ÁRA EINSTÆÐ MEÐ
VEIKT BARN
(ris Jóna Gunnarsdóttir eignaðist sinn
frumburð á 17 ára afmælinu sfnu. (við-
tali við DV 5. febrúar 2005 sagði fris
Jóna að hlutirnlr hefðu gengið vel tfl
að byrja með en sfðan hefði farið að
halia undan fæti. Hún hafi gengið á
miili lækna og mætt þar miklum for-
dómum þar sem hún þótti ung. Sonur-
inn var sfðar greindur með „Williams
syndrome" og (ris og foreldrar hennar
rifu sig upp og fluttu f borglna að norð-
an. (dag er (ris Jóna gift og hefur eign-
ast tvö önnur börn. í viðtalinu sagðist
fris Jóna hafa hætt með barnsföður sfn-
um þegar litli sonurinn var hálfs árs,
hún hefði þvf verið einstæð 18 ára
móðir með veikt barn. „Foreldrar mfnir
sem hafa sýnt mér ómetanlegan stuðn-
ing ákváðu þá að flytja suður til að
hjálpa mér. Ég er þeim svo ótrúlega
þakklát þvf án þeirra hefðf mér aldrei
tekist þetta," sagði (ris.
NÁNASTNEYDDf
FÓSTUREYÐINGU
Una Nikulásdóttir varð ófrfsk 16 ára og
sagöist f viðtali vlð DV þann 5. febrúar
sl. ekki hafa notið meðgöngunnar af
sökum æsku. Hún hefði gengið f vfðum
fötum svo það sælst sfður að hún væri
með kúlu. Hún bar heilbrigðlskerfinu
ekki góða söguna og sagðist þar nán-
ast hafa verið neydd til að fara f fóstur-
eyðingu. „Ég fór tfl ráðgjafa á sjúkra-
húslnu þegar ég vissi að ég var ófrfsk
og hann nánast sagði mér að fara f
fóstureyðingu. Sagði að ég væri svo
ung að ég myndi aldrei ráða vlð þetta.
Ég gekk út af skrifstofunni, staðráðin f
þvf að ganga með þetta barn," sagði
Una sem er að vonum ánægð með
ákvörðunina enda gæti hún ekki
fmyndað sér lífið ef hún væri ekki með
dóttur sfna hjá sér.