Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2005, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2005, Page 34
34 LAUGARDAGUR 4. JÚNl2005 Helgarblað DV Ólafur Páll Sigurðsson hefur miklar áhyggjur af þróun lýðræðismála á íslandi. Um helgina ætlar hann að efna til námskeiðs og umræðna um borgaralegt hugrekki og friðsamar beinar aðgerðir. Til að kenna þetta hefur hann fengið reynda breska mótmælendur sem kynna helstu aðferðir og skipulag við mótmælaaðgerðir. Mótmælaaðgerðir Hafa færst i vöxt hér á landi síðustu ár og eru áhrifaríkt verkfæri til að tjá skoðanir sínar. Um helgina ætla breskir sérfræðingar að miðla reynslu sinni af borgaralegu hugrekki til Islendinga. „Þetta er námskeið og umræður um borgaralegt hugrekki og frið- samar beinar aðgerðir. Þekktir breskir friðar- og umhverfisvemd- arsinnar em komnir hingað til lands sérstaklega til að kynna þetta en þeir hafa talsverða reynslu af þessu frá heimalandinu og raunar víðar," segir Ólafur Páll Sigurðsson kvikmyndagerðar- maður og bókmenntafræðingur. Svipað námskeið var haldið hér á landi í fýrra og tóku yfir 100 manns þátt í því. „Að þessu sinni verður farið í sál- fræðina á bak við mótmæli, skipu- lag, aðferðir og hvemig hægt er að vinna úr hugmyndum. Síðan eru auðvitað nokkrar æfingar fram- kvæmdar," segir Ólafur og efast ekki um að námskeiðið muni nýtast þeim sem það sækja vel. „Þetta nýttist þeim sem sóttu námskeiðið í fyrra vel. Það var mest fólk úr friðar- og umhverfisverndar- hreyfingunni og líka fjöldi fólks sem hafði áhyggjur af gangi lýðræðis- mála hér á landi,“ segir Ólafur Páll og tekur fram að ekki sé verið að kenna hryðjuverk heldur friðsam- legar aðgerðir. „Þetta eru engir terroristar sem em að koma heldur friðarsinnar. Þetta er þess vegna ekki námskeið í hryðjuverkum," segir Ólafur og efast ekki um að fólkið fái Iandvistarleyfi. „Þessir aðilar sem hingað koma em ekki að fara að standa fyrir nein- um aðgerðum heldur til að kenna og miðla sinni reynslu. Ég sé enga ástæðu fyrir því að stjórnvöld ættu ekki að hleypa þeim inn í landið enda lærðu þau sína lexíu í Falun Gong-máhnu.“ Aukin áhrif almennings „Það má jafnvel lýsa þessu nám- skeiði sem eins konar „lýðræðis- meðferð". Fólk sem er orðið lang- þreytt á valdníðslu af hálfu stjórn- valda og finnst sem stjórnvöld séu sífellt að brjóta á lýðræði þeirra verður óhjákvæmilega pirrað. Sem einstaklingar finnst því það ekkert geta gert til að hafa áhrif, fýrir utan að kjósa á fjögurra ára fresti. Við Birta er kornin útl 1 Ástarsöguhöfvndurrlre^igíblé Snjólaug Braga i viótah . I ' I m m ’'** m jí'! Andi fortíðar í mióbœ Reykjavíkur Tíska og tfðarandi f * Oflugasta sjónvarpsdagskrá landsins Blaðauki um gjafir rlo Þama verða kennd skipu- k, lögð mót- fe mæli og f annað sem tengist „Fólki, sem er orðið langþreytt á vald- níðslu afhálfu stjórn- valda, finnst það ekk- ert geta gert til að hafa áhrif, fyrir utan að kjósa á fjögurra ára fresti." munum sýna fram á að það er hægt að gera margt til að hafa áhrif fyrir utan að kjósa. Einstakar hreyfingar hafa t.d. náð miklum árangri með borgaralegu hugrekki, s.s. heimshreyfingin sem barðist gegn Víetnamstríð- inu. Þegar tvær milljónir manna komu saman til að mótmæla fyrirhuguðu1 stríði í írak í London á sín- um tíma fóru bresk stjórn- völd að hugsa sinn gang, þótt þau hafi reyndar ekki hætt við stuðningin," segir Ólafur sem tekur við skrán- ingum á námskeiðið í gegnum net- fangið motmaeli@yahoo.co.uk en kennt verður á morgun kl. 14 og aftur á mánudaginn kl. 20. „Ég hvet fólk til að mæta. Það vantar oft svo lítið upp á til að breyta viðhorfum stjórnvalda og smá and- spyrna og mótmæh geta skipt sköp- um í því samhengi. Ólafur Pall Stendur fyrir námskeiði f friðsamlegum mótmælum og borgaralegu hugrekki á morgun og hmn. Tilþess að kenna hefurhann fluttinn tvo reynslubolta úr mótmælabransanum frá Bretlandi. friðsamlegum mótmælum þannig að fólk ætti að geta haft af þessu nokkuð gagn." Menntaskólinn í Kópavogi Kynning og aðstoð við rafræna innritun verður í Smáralind 9. og 10. júní Rafræn innritun nýnema í Menntaskólann í Kópavogi hófst 20. maí og stendur til 14. júní. Einnig gefst nemendum og forráðmönnum þeirra kostur á að nýta tölvukost skólans og fá leiðbeiningu við innritun í skólanum. Skólameistari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.