Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2005, Side 36
36 LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ2005
Helgarblað DV
Kíkt
'S'flUf't{/>({(/(/(t/Hf
Hyljari frá Dior
„Þessi Skin flash-penni fráj
Dior hylur mjög vel. Mamma t
gaf mér hann og ég held aðj
hún hafi keypt hann í flug-
vélinni á leiðinni heim frá k
útlöndum. Þetta er æðis-
leg græja."
Bronspúður frá
MAC
„Ég nota þetta púður með
bursta. Þetta er rosalegai
fi'nt en ég set það meira á|
mig þegar ég er að fara að ^
syngja en hversdags."
No Name Brush on
brown
„Þetta er mjög fínt til að skerpa
augabrúnirnar og sér í lagi þegar
er að fara upp á
að syngja. Þegar ég
þurrkubletti set ég
á mig ólívuolíu því
svínvirkar sama
blettirnir eru.“
Maskari frá Loreal
„Ég var í New York á dögunum
og fann þennan maskara sem
heitir Panoramic curl. Hann krull-
ar upp augnhárin og gefur þeim
sveigju. Ég mæli með þessum,
hann er mjög fínn. Ég mála mig
meira núna en ég gerði þar sem
ég er að syngja eitthvað í hverri
viku því maður verður að vera
snyrtilegur. Svo finnst mér
voðalega gott að vera heima
ómáluð en ég reyni alltaf að
hafa mig aðeins tfl."
Varalitablýantur frá Body
Shop
„Ég hef notað þennan varalita-
blýant í mörg ár. Hann er orðinn
svo lítill að ég sé ekki hvað liturinn
heitir en ég hef notað þennan
síðan hann kom fyrst til ís-
lands. Þetta er mjög náttúruleg-
ur litur sem hægt er að nota
undir hvaða varalit sem er til að
skerpa varirnar."
Kristjana Stefánsdóttir söngkona er að fara að mixa nýja plötu sem kemur út
um mánaðamótin ágúst/september. Hún er nýkomin frá New York þar sem
platan var tekin upp f samvinnu við Agnar Má Magnússon og tvo erlenda lista-
menn. Á plötunni eru gömul '80s lög og popplög í djassútsetningum, allt frá
Police, Yes og Duran Duran. Kristjana er einnig á leiðinni til Japans að syngja á
Heimssýningunni auk þess sem gamla platan hennar mun koma þar út í júlf. í
sumar verður hún löggiltur listamaður á listamannalaunum svo það er nóg að
gera hjá henni. „Timabilið framundan er mjög skemmtilegt og skapandi og
það er nóg að gera."
Matilda Gregersdotter rekur fyrirtækið Leiðtogi ehf. þar sem
hún þjálfar meðal annars stjórnendur fyrirtækja sem vilja ná
auknum árangri í starfi sínu. Matilda segir þessa tegund leið-
togaþjálfunar ekki hafa þekkst hér á landi fyrir um ári en
vera afar vinsæla í Evrópu og Bandaríkjunum.
Vellnan starlsmanna
skipOr fyrirtækiö mali
Matilda Gregersdotter
Fyrirtækið Leiðtogi hefur
verið starfrækt sfðan í
mars 2004 en Matilda
flutti hingað frá Svfþjóð
árið 1998.
„Starf okkar snýst um að þjálfa
leiðtoga og við sérhæfum okkur í
„coaching" sem er nýtt hér á landi,"
segir Matilda Gregersdotter sem rekur
fyrirtækið Leiðtogi ehf. ásamt Berg-
steini R. ísleifssyni. Fyrirtækið hefur
verið starfrækt síðan í mars 2004 en
Matilda flutti hingað frá Svíþjóð árið
1998. Hún hefur ýmsa menntun
tengda leiðtogaþjálfun sem hún öðl-
aðist bæði hér á landi og í Svíþjóð.
Rekstrarumhverfið ekki allt
„Stjómendur gera sér í vaxandi
mæli grein fyrir því að sambönd og
samskipti innan fyrirtækisins eru
mjög verðmæt, þetta snýst ekki
bara um rekstrarumhverfið heldur
einkalífið líka þar sem manneskjan
er heil,“ segir Matilda og bætir við
að vellíðan í starfi skiptir miklu
máli.
Mathilda og Bergsteinn bjóða
upp á leiðtogaþjálfun fyrir stjórn-
endur fyrirtækja, framkvæmda-
stjóra og einstaklinga sem vilja ná
auknum árangri í starfi. „Það eru
mismunandi ástæður fyrir því að
fólk kemur í coaching. Sumir vilja
búa til framtíðarsýn á meðan aðrir
þurfa að bæta sig eða annan sem
stjórnanda svo fyrirtækið geti feng-
ið sem mest út úr viðkomandi.
Árangursríkasta leiðin til að
taka á vandamálum
Þessi hugsun var ekki til hér á
landi fyrir rétt um ári en starfsgreinin
fer sívaxandi í Evrópu og Bandaríkj-
unum og er að mfnu mati árangursrí-
kasta leiðin til að taka á vandamál-
um. Með coaching er hægt að snúa
við viðhorfum og hegðun á stuttum
tíma.“ Hægt er að lesa meira um leið-
togaþjálfunina á leidtogi.is og ná
sambandi við Matildi í gegnum
tölvupóstinn matilda@leidtogi.is.
indiana@dv.is
Valentína
Björnsdóttir
ætlaöi sér
alltaf aö veröa
eigin herra
Byrjuðum smátt
enhug
„Ég hafði alltaf haft áhuga á eig-
in atvinnurekstri og það var aldrei
spurning hvort heldur hvenær,"
segir Valentína Björnsdóttir sem
rekur fyrirtækið Móðir náttúra
ásamt eiginmanni sínum. Valentína
segir hugmyndina hafa kviknað
þegar hún vann við að elda á leik-
skóla. „Ég var alltaf með augun opin
fyrir skemmtilegum viðskiptatæki-
færum og á meðan ég hrærði í súp-
unni handa krökkunum mótaði ég
þessa hugmynd," segir Valentína en
fyrirtækið býður upp á hollan og
góðan mat. „Mér fannst mjög mikið
framboð af tilbúnum matvælum en
alls ekki af hollustuvörum og þarna
fannst mér tækifærið liggja. Við fór-
um strax að vinna að hugmyndinni
og bauðst fljótlega gott húsnæði svo
það var bara að hrökkva eða
stökkva."
Valentína og eiginmaður henn-
ar, Karl Eiríksson, eru með 11
manns í vinnu og selja í margar af
stærstu matvöruverslunum lands-
ins. „Við byrjuðum smátt en hugs-
uðum stórt og erum alveg á því að
það sé komið út fyrir að bara þeir
sem aðhyllast grænmetisfæði borði
réttina okkar. Þeir eru frekar orðnir
viðbót við annað."
Valentína Björnsdóttir
„Við byrjuðum smátten
hugsuðum stórt og við
erum atveg áþv/aðþaðsé