Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2005, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ2005
Fréttir XXV
Kannabis í
munnúða
Fyrsta lyfið í heiminum,
sem er byggt á kannabis, er
komið í almenna sölu í
Kanada. Lyfið heitir Sativex
og er munnúði fyrir MS-
sjúklinga. Lyíjaíýrirtækið
sem framleiðir það er breskt
og er beðið eftir því að lyfið
fari á markað f Bretlandi.
Breska ríkisstjómin gaf því
reyndar grænt ljós árið 2003
og leyfði fyrirtækinu að
rækta kannabis á leyniakri í
Bretlandi. Svo dró það
markaðsleyfið til baka og
vill frekari sannanir um
ágæti lyfsins.
Besta net
íheimi
Yfirvöld í Suður-Kóreu
hafa hrundið af stað metn-
aðarfullri áætlun. Stefiit er
að því að landið verði það
fyrsta í heiminum þar sem
hægt mun að komast í tölv-
ur og á internet hvar sem er
í landinu, hvenær sem er.
Eins og stendur hefur Suð-
ur-Kórea hæsta hlutfall há-
hraðatenginga í heiminum
en rúmlega helmingur
heimila landsins er tengdur
þannig.
Vígggirt
fyrir G8
Búið er að víggirða
svæðið í kringum húsnæði
skoska þingsins í Edinborg
í Skotlandi. íbúar höfuð-
borgarinnar og yfirvöld eru
að undirbúa komu valda-
mestu manna heims, leið-
toga G8, sjö ríkustu þjóða
heims og Rússlands. Fund-
urinn verður haldinn milli
2. og 8. júh' og búist er við
flóði af mótmælendum og
mótmælagöngum gegn fá-
tækt í heiminum.
Lögregluyfirvöld fimmtán landa leita eins snjallasta þjófs
vorra tíma. Hann slapp úr fangelsi í Bretlandi í byrjun mán-
aðarins og nú um helgina rændi hann á ný á fimm stjörnu
hóteli í Dublin.
Gonzalo Zapater Vives fæddist í
Kólumbíu árið 1976. Síðustu ár hefur
hann flakkað um heiminn og stolið
skartgripum og öðrum gersemum
með því að blekkja hundruði manna.
Haim talar að minnsta kosti tíu
tungumál reiprennandi, notaryfir tíu
gervi við iðju sína og er einkar slægur.
Vitað er að ránsfengur Zapaters
síðustu ár nemur tugum milljóna
króna, en grunur leikur á að um
hærri upphæðir sé að ræða. Bretar
náðu honum fyrst árið 1998, en þá
flúði hann eftir að hafa verið sleppt
gegn tryggingu.
Fæðinqarblettur varð honum
aðfalli
Zapater hefúr einnig verið kallaður
Juan Carlos Guzman-Betancourt í
heimspressunni. Hann notar enda
fjölda nafna á flakká sfnu milli landa.
Frést hefúr af ránum hans í Bretlandi,
Frakklandi, Bandaríkjunum, Japan,
Tælandi, Kanada, Rússlandi, Venesú-
ela, Mexíkó og heimalandi hans, Kól-
umbíu. Hann er eftirlýstur í öilum
þessum ríkjum og fleirum.
Zapater var handtekinn í London í
desember. Glöggur rannsóknarlög-
reglumaður, seni var að kaupa í mat-
inn, bar kennsl á hann og kallaði á
liðsauka. Það sem varð Zapater að
falli er auðkennandi fæðingablettur
sem hann er með á milli augabrún-
anna.
Blekkir með sjarmanum
Hann fór fyrir rétt í London í apr-
íl. Þar játaði hann að hafa rænt á
Mandarin Oriental og Dorchester-
hótelunum í London árin 2001 og
2004. Breska lögreglan tengdi hann
að auki við önnur rán, en ekki tókst
að sakfella hann fyrir þau.
í réttarhöldunum kom fram að
hann stundar þá iðju að blekkja fólk
Rænir skartinu Þegar Zapater er komin inn
I hóteiherbergi miiljónamæringa fer hann
beintíöryggishólfið og tæmirþað afverð-
mætum.
til að hleypa sér inn á hótelherbergi
og í öryggishólf. Hans helstu vopn
eru prúðmannleg ffamkoma, sjarmi,
dýr fatnaður efdr þekkta hönnuði og
auðvitað tungumálakunnáttan. Eitt
sinn tókst honum í lengri tíma að
þykjast vera þekktur arabískur
olíufursti.
Þóttist fara til tannlæknis
Zapater var dæmdur í þrjú og
hálft ár og stungið í fangelsi í Kent-
sýslu með lágmarks öryggisgæslu.
Tveimur mánuðum seinna, mánu-
daginn sjötta júm', fékk hann að yfir-
gefa fangelsið til að fara til tannlækn-
is. Síðan hefur hann ekki sést. Breska
lögreglan hefur gert víðtæka leit að
honum, flugvellir og aðrar milli-
landastöðvar eru á varðbergi, en ekk-
ert hefúr spurst til hans þar til nú um
helgina. Þá dúkkaði Zapater upp á
fimm stjömu hóteli í Dublin og tókst
að ræna úr öryggishólfi ríkra gesta
hótelsins.
Vandræðalegt fyrir Breta
Sagt er að Zapater byggi ímynd
sína og aðferðir á tveimur mönnum.
Annars vegar hinum fágaða meist-
araþjófi Raffles, sem var söguhetja
vinsælla sagna um miðja síðustu öld.
Einnig ku hann horfa til Frank
sAbagnale yngri, hins prúða blekk-
ingameistara sem Leonardo
DiCaprio lék í myndinni Catch
me if you can. Abagnale tókst að
nota fjölda mismunandi nafria í
mismunandi störfúm, ræna fúlg-
um fjár og blekkja bandarísku al-
ríkislögregluna í mörg ár.
Atvikið um helgina þykir mjög
vandræðalegt fyrir bresku lögregl-
una. Fyrst missir hún þjófinn úr
höndum sér og svo tekur hann upp
fyrri iðju fyrir framan nefið á henni.
Víðtæk leit hefur því verið fyrirskip-
uð. Zapater hefur hinsvegar áður tek-
ist að sleppa úr þröngu neti og er því
aldrei að vita nema íslenskir hótel-
starfsmenn ættu að hafa augun opin.
"VRl.....
•
Með milljarðafrúrn-
ar í sigtinu Rfkarkon-
ur með mikið skarteru
helstu fórnardýr eins
snjaiiasta þjófs vorra
tíma, Zapaters.
Svindlar á hótelum
Zapater flakkar umhe
heim
inn og ræmr hótelherberg
rlka fólksins.
Karlinn fór í frí og konan giftist öðrum
Kosningar í Búlgaríu á laugardag
Kærasta Villa
prins
Bretar
samfögnuðu
óskadrengn-
um sínum,
Vilhjálmi
prins, þegar
hann útskrif-
aðist með
mastersgráðu
f landafræði
fráSt.
Andrews-
skóla í Skotlandi í gær.
Kærasta hans, Kate Midd-
leton, útskrifaðist einnig frá
skólanum í gær. Nýgiftu
hjónin Karl og Camilla
mættu í athöfnina. Vil-
hjálmur mun nú heíja op-
inber störf en árin fjögur í
skólanum hefur hann feng-
ið frí frá þeim og vernd fyrir
fjölmiðlum.
„Gleymdi" að hún var gift
Kona hefur verið ákærð fyrir fjöl-
kvæni í Noregi. Hún ber því fyrir sig
að hún hafi gleymt því að hún var
gift.
Konan flutti til Noregs frá Affíku
árið 1990. Þá giftist hún norskum
manni en nokkrum árum seinna
skildu þau. Árið 2002 giftist hún Afr-
íkumanni, en það hjónaband entist
ekki lengi. f byrjun árs 2004 giftist
hún síðan öðrum Afríkumanni og er
það hjónaband í góðu gildi. Þegar
nýi eiginmaðurinn fór hins-
vegar í ffí í ágúst í fyrra tók
hún sig til og giftist fjórða eig-
inmanninum, aftur Afríku-
manni.
Þegar sá fór að sækja um
dvalarleyfi í Noregi komst vit-
leysan hinsvegar upp. Fjölkvænis-
mál eru fátíð í Noregi og hafa aðeins
sjö farið fyrir rétt. Þar hafa karlar
hinsvegar alltaf verið ákærðir.
Kærð fyri
kvæni He
giftsigfjói
sinnum á I
árum.
Playboy-stúlka fer á þing
Búist er við því að formaður
búlgarska stjómmálaflokksins Eur-
oroma, búlgarska sígaunaflokksins,
fljúgi inn á þing í þingkosningum á
laugardag. Yuliana Kancheva
formaður er þekktust fyrir fyrirsætu-
störf og hefúr prýtt forsíðu búlgarska
Playboy-tímaritsins tvisvar. Kosning-
amar em þær sfðustu áður en landið
gengur í Evrópusambandið 2007.
Kannanir segja búlgarska sósíalista-
flokkinn fara með sigur.