Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2005, Blaðsíða 19
DV Sport
Haukar ætla ekki aö gefa eftir
Sá efnilegasti fór
í Hafnarflörðinn
í gær skrifaði handknattleiks-
maðurinn Ami Þór Sigtryggsson
undir tveggja ára samning við
Hauka. Ami er örvhent skytta og
var valinn efnilegasti leikmaður
DHL-deildarinnar í vor þar sem
hann lék frábærlega með Þór Akur-
eyri.
Þorgeir Haraldsson, formaður
handknattleiksdeildar Hauka, sagði
í samtali við DV í gær að það væri
frábært að fá Ama en aðdragandinn
hefur verið langur. Hann var með
tilboð frá Flensburg og Göppingen
en tók þá ákvörðun að koma suður
og byrja háskólanám. „Ég tel það
skynsamlega ákvörðun hjá ungum
mönnum í dag að fara í skóla í stað
þess að koma heim úr atvinnu-
mennsku þrítugir og hafa ekki neitt.
Hann fær örugglega enn betri tilboð
eftir eitt til tvö ár. Við stefnum á að
veija íslandsmeistaratitilinn og leik-
um f Evrópukeppninni næsta ár.
Það hafa verið góð terígsl við hans
íjölskyldu síðan Rúnar bróðir hans
var hjá okkur," sagði Þorgeir.
Ætla að berjast um titla
Haukar ætla að manna liðið
þannig að það verði í baráttu um
alla titla sem í boði eru hér heima.
Birkir ívar markvörðm hefm fram-
lengt samningi sínum við félagið og
þá eru í gangi í viðræðm við Arnar
Pétmsson sem lék með FH en Fram
og Valur eru einnig að reyna að
krækja í hann.
Þungur dómur yfir þjálfara
Aðstoðarþjálfari Afríku í
tveggja mánaða bann
Aðstoðarþjálfari 3. deildar liðs
Afríku var á dögunum úrskmðaðm
í tveggja mánaða keppnisbann fyrir
að hafa skráð rangt nafn á leik-
skýrslu fyrir viðmeign Afríku og
Augnabliks. Zakaria Elías Anbari,
sem oftast er nefndm Zico, er þjálf-
ari liðsins, en hann kom ekki í um-
ræddan leik fyrir en aðeins of seint.
„Dejan Bilic, nýr leikmaðm í lið-
inu okkar, var ekki kominn með leik-
heimild en við notuðum hann án
þess að hann hefði verið skráður á
leikskýrsluna. Það voru bara mistök
hjá okkur. Við höfum rætt þetta við
Khattspymusamband íslands og
þeir fóm vandlega yfir málin með
okkm. Við látum þetta ekki koma
fyrir aftm."
Abdel Hamid Oulad Idriss var
skráðm á leikskýrsluna, en eftir leik-
inn kom í ljós að hann tók ekki þátt í
leiknum. Dejan Bilic var hins vegar
látinn leika án þess að vera komin
með heimild. Þetta komst upp og
fékk aðstoðarþjálfarinn leikbann í
kjölfarið, auk þess sem Afríka þurfti
að greiða tólf þúsund krónur í sekt.
-mh