Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2005, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2005, Blaðsíða 31
I DV Fréttir FÖSTUDAGUR 24. JÚNl2005 31 r “ Kristni lögtekin á Þingvöllum Lesendur »• ■. ; '• 4." v Ur bloggheimum Dýrt piss Nú er hvolpurinn kom- inn. Fyrsta nóttin varí nótt og greyið svaffrá tvö tii sjö. Hann er auð- vitað búinn að pissa og kúka inni eins og honum sé greitt fyrir það. Þetta er bara gaman og börnin eru sériega dugleg að passa hann. Ylfa Mist Helgadóttir - Húsmóðir gegn kerfinu - ylfa.is Góð spurning Hvernig verður maður þjóðþekktur rithöfund- ur? Það er mjög ein- falt. Maður segir fólki að maður sé þjóðþekkt- ur rithöfundur. Öllu flóknara erþaðekki. Hermann Stefánsson nordanattin.blogspot.com búbúbú! Fór á ættarmót og það var gaman... fór samt snemma heim vegna þess að ég ermeð eitt- hvað ofnæmi fyrir of langri samveru með ætt- inni... fattaði samt í gær að ofnæmið var eiginlega vegna veikinda.er sátt. hélt að hjarta mitt hefði minnk- að um einhver númer og ég gæti ekki elskað lengur. en ég get það víst! er ekkert að deyja úr veikindum en ég er ekki söm... sem þýðir að ég er ekki eins dugleg og venjulega... tek samt tvöfalda vakt í dag.... Brynja Magnúsdóttir - brynjusulta.blogspot.com At My Most Beauti- ful Er að taka til þessa dagana, tekstuttar tarnir í einu.Þarf nefnilega alltafað skoða svo mikið í leið- inni, rifja upp. Núna eru það minnis- bækurnar. Þær eru eitthvað tak- markað skipulagðar þannig að maður veit aldrei hvaða ár er fyrr en eftir að hafa lesið eitthvað smáræði. Ásgeir H. Ingólfsson - asgeirhi.blogspot.com Kristin trú (kaþólsk) var lögtekin á Alþingi á Þingvöllum við Öxará á þessum degi árið 1000. Dagsetning- in virðist ekki umdeild en ártalið er frekar á reiki. Skorist hafði í odda með kristnum mönnum og heiðn- um og var upplausn yfirvofandi. Þingheimur hafði skipst í tvær fylk- ingar, heiðna og kristna. Fylkingarn- ar höfðu hvor sinn lögsögumann og sögðu sig úr lögum hvor við aðra. Lögsögumaður kristinna manna var Síðu-Hallur, en Þorgeir Þorkels- son Ljósvetningagoði var lögsögu- maður heiðinna manna. Lögsögu- I Kristni lögtekin Á . I Þingvöllum úrskurðaði J Þorgeir Ljósvetninga- isj goði að allir ísiending- marskyldu vera kristnir. mennirnir tveir sammæltust um að Þorgeir skyldi ákveða hvora trúna fs- lendingar allir skyldu hafa. Þorgeir lagðist undir feld og hafðist þar við nóttina og næsta dag. Eftir það gekk hann að Lögbergi og kvað upp þann úrskurð að íslendingar skyldu taka kristna trú en heiðnir fengju áfram I dacf Þennan dag, árið 1988 var vatnsrennibrautin í Laugardalslaug sett í gang. Fyrstu ferðina fóru tvö reykvísk börn, Júlíus og Hafrún. Laugin var síðan opin fram eftir kvöldi i tilefni Jónsmessunnar. að stunda sína trú þótt leynt skyldi fara. Kaþólsk trú var ríkjkandi á ís- landi allt fram til 1550 þegar Jón Ara- son, síðasti kaþólski biskupinn, var hálshöggvinn í Skálholti ásamt tveimur sonum síntim. Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. lkm srsw >iM I AIIMA I,1-7^ I t iHki .. ru áminntaðar WRlAsrbrÍR* Jón Einarsson spáir i komu Clints ' A Lögfræðingurinn segir Guðbjörg hringdi Ég velti því fyrir mér hvers vegna í ósköpunum konur taka sig ekki saman og stofna sinn eigin líf- eyrissjóð. Konur hafa ekki jafnrétti og þær vantar lífeyrissjóð. Hann yrði mjög stór og efnaður ef teknar yrðu prósentur af launum kvenna sem þær myndu leggja í lífeyris- sjóð. Það myndi kannski ekki líta vel út í byrjun en þetta þarf að komast í umræðuna. Konur fengju jafnrétti í kaupi og væru ekki að fara í aðra lífeyris- sjóði eins og þær gera nú. Þær ættu að reikna þetta saman og sjá hve mikill sjóðurinn yrði og ættu að hugleiða það vandlega. Þær mega samt ekki fara úr sínum sjóðum. Þetta yrði gjörbreyting fyrir réttlæti kvenna. Þær ættu að vita af því að þarna er stór grunnur fyrir jafn- réttið. Auðvitað á samt ekkert að verða úr þessu, vegna þess að þetta yrði erfitt fyrir lífeyrissjóðina og þjóðfélagið í heild sinni. Þetta er ekkert nema ógnun og á ekki að komast til framkvæmda. Þær verða bara að vita af þessari hugmynd. Mannréttindi ófæddra barna Einar Ingvi Magnússon skrifar: Mannréttindamál eru mörg í deiglunni um þessar mundir. Um daginn vann kona mál til að fá að ættleiða böm. Flún hafði verið álitin of þybbin til að taka að sér kjörbam. Á síðasta ári söfnuðust samkvæmt fréttum 40 þúsund manns í miðbæ Lesendur Reykjavíkur til að styðja mannrétt- indabaráttu homma og lesbía. En hvað um mannréttindi verð- andi fólks, sem er enn ófætt, en hefur samt byrjað að vaxa og vera til? Hvað um mannréttindi ófæddra bama? Þau em minna metin, jafnvel þótt líf þeirra sé í húfi. Það er skelfilegt til þess að vita að fjöldi ófæddra bama skuli vera í bráðri hfshættu á meðan línur þessar em færðar í letur. Ófædd böm em fóstur, afleggjarar ætta sinna í föður-og móðurlegg. Þau hafa byrjað að vera til og eru í mótun og hröðum vexti, þótt þau séu enn í móðurlífi. Hátt í þúsund böm em borin út úr móðurlífi á ári á íslandi, í aðgerðum sem kallast fóstureyðingar; em tekin af lífi í lögvemduðum læknisverkum. Stór hluti fóstureyðinga er ffarn- kvæmdur að tilstuðlan félagsverk- fræðinga, sem hafa komist að þeirri niðurstöðu að verðandi móðir sé of ung til að ala upp bam. Félagsverk- fræðingar ráðleggja því viðkomandi verðandi móður í fóstureyðingu. Réttur hins ófædda einstaklings er því ekki tryggður. Ófætt fólk er því í miklum hfsháska gagnvart félags- verkfræðingum, sem hafa lítinn skilning á siðfræði og virðingu gagn- vaiit lífi og limum ófædda fólksins. Það er í lögum að deyða megi ein- stakling í móðurlifi 'á félagslegum grundvelli og það er óhikað gert. En hver kom þeirri hugsun inn hjá fag- lærðum útrýmingarforingjum að í lagi væri að eyða mannslífum í móð- urlífi? Er ekki eitthvað öfugsnúið við framkvæmd og réttlætingu slíkra voðaverka? Sjálfur á ég fjögur yndisleg böm. Ég þakka mínum sæla fyrir að þau sluppu úr bráðri lífshættu vegna út- rýmingarstefhu og afskiptasemi ís- lenskra félagsmálayfirvalda. Ifeel likealucky punk Töffarinn Clint Eastwood er óumdeilanlega einn mesti meistari kvikmyndasögunnar. Nýverið bár- ust þær fréttir að hann hefði valið að taka upp senur í nýjustu mynd sfna hér á landi. Það er ánægjulegt út frá fjárhagslegu sjónarmiði sem auknar tekjur inn í hagkerfið og heiður fyrir land og þjóð. Því miður sjá sumir ógnir í öllum framkvæmdum. Talað er eins og að- standendur myndarinnar muni eyðileggja fsland með sprengingum. En getur það staðist? Tilgangur sprenginga í kvikmyndum er oftast tii að eyðileggja tiltekinn hluta leik- myndarinnar. Til tilfærslu eða nið- urbrots jarðefrta þarf sérhæfðar sprengjur sem settar eru upp í bor- holum í jörð. Fyrir holunum er mælt samkvæmt lögmálum bygginga- verkfræðinnar. Það þarf mun meiri sprengikraft til að brjóta blágrýtis- ldöpp en til að eyðileggja leikmynd. Jafnframt þarf enginn að halda það að leikstjórar og framleiðendur kvikmynda nú á dögum tald áhættu í umhverfisvemdarmálum. Þeir þurfa að selja myndimar á alþjóð- legum markaði, markaði sem er mjög meðvitaður um umhverfis- vemd. Loks veit ég ekki betur en að Suð- umesin' séu nú þegar sprengju- svæði. Umhverfissinnar ættu ff emur að snúa sér að því sem og hreinsun á þrávirkum efnum og málmum bandaríska vamarliðsins á Suður- nesjum og víðar. Því segi ég: Vertu velkominn til íslands Clint, sem og kvikmyndagerðarmenn allir! C ‘O . f5 »2 gð ■o - Maöur dagsins r.iW Eins og annað líf „Ég byrjaði að fitna um sjö ára aldur. Ég byrjaði að fara í megranir um 10 ára aldur og prófaði í raun allt sem hægt var til að losna út úr þessu. Það gera sér samt ekki allir grein fýrir því að ofát er fíkn Sem gífurlega erfitt er að ráða við. Eftir því sem maður fitnar meira þeim mun erfiðara verður þetta. Það er svo yfirþyrm- andi tilfinning sem hellist yfir mann þegar maður hefur varla tölu á öllum þeim kíló- um sem maður þarf að losna við, að á endanum hefur maður sig ekki í að gera neitt og gefst upp. Það er ofsalega erfitt að hreyfa sig þegar maður er svona feitur, en lang erfiðast er að ganga inn í ræktina. Hér á landi er útlits- dýrkunin svo mikil að það virðist vera leyfilegt að hreyta hvaða skítakomment- um sem er í mann, auk þess sem augnagoturnar og svip- brigðin geta sagt meira en þúsund orð. Þetta verður í raun fangelsi þegar lengra líður. Ég heyrði til að mynda einu sinni að læknirinn sem framkvæmir þessar aðgerðir hér á landi hafi verið spurður hvar hann hefði fundið allt þetta ofsalega feita fólk sem er á biðlista hjá honum. Mál- ið er nefnilega það að við erum svo mikið í felum þegar þetta er komið á þetta stig. Maður vill ekki fara út og finna endalaust fyrir sting- andi augnaráði og láta fylgj- ast með því sem maður borðar og kaupir inn. Hvað kemur fólki þetta við? Ég hafði haft svo mikið Það kemur stundum fyrir aö míg langar að rjúka upp á manneskju og biðja hana taka á þessu. ógeð á sjálfri mér að ég gat ekki einu sinni hugsað um að stofna til sambands við ein- hvern, núna loksins hef ég öðlast sjálfstraust. Hugurinn er samt lengi að taka við sér hvað þetta varðar. Eftir að ég grenntist eru lífsgæði mín svo allt önnur að það er varla hægt að líkja því saman. Heilsan. er til dæmis allt önnur bæði and- lega og líkamlega, í raun er þetta bara eins og að fá nýtt líf. Það kemur stundum fyrir að mig langar að ijúka upp að manneskju og biðja hana Jóna Hlín Guðjónsdóttir fór f offituaðgerð fyrir Þremur árum^ Síðan þá hefur hún hefur lést um 85 kg og segir hun aðgerðina hafa gefið sér nýtt lif og nýja lifnaðarhættil taka á þessu. Ég veit samt að það er til fólk sem er svona feitt og líður ekki illa yfir því og það er auðvitað allt í lagi ef þetta er ekki að eyðileggja í þeim stoðkerfið og svo fram- vegis. Oft er það nú samt að maður sér vanh'ðan skína úr andliti þess og þá langar mann svo til að segja eitt- hvað, jafnvel þótt ég muni hvað mér þótti leiðinlegt að heyra sífelldar ráðleggingar annarra aftur og aftur. Engu að síður þá er þetta leið til nýs h'fs og nýrra lifnaðar- hátta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.