Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2005, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ2005
Sport DV
Trefjar í
lungum Satos
Hinn 38 ára gamli Mika Sato,
fyrrverandi ökumaöur í Formúlu
í, hefur þurft að gangast undir
aögerö vegna þess að trefjaryk úr
bremsubúnaði formúlubfla fannst
í lungum hans. Finninn ók f For-
múlunni á áninum 1994-2002 og
vill nú rœöa við forráðamenn FIA
um að gerðar verði rann-
sóknir á fleiri ökumöim-
um. „Við
■iU-,.7 T " rannsókn
" kom í ljós
7" . T aðrnjög
i V'tíS mikið
var af
þessum
I ffllLLljy treijuni í lungunum
f****®*Í ogþaðgeturað
sjálfsögöu verið
mjög hættuiegt.
Maður leiöir því
hugannaðþví
hvernig
ástandiðer
þáílung-
urn kappa
eins og
Michaels
Schumacher,
, \ semhafaverið
tíu árum leng-
ur en ég í bransanum," sagði sá
finnski. Forráðamenn FIA segjast
vera með máliö í athugun, en
benda á að þetta sé í fyrsta skipti
sem eitthvað þessu líkt hafi kom-
ið upp á borðið til þeirra.
Fá frest til
föstudags
Forráðamenn Tottenham
Ifotspurs hafa gefið Chelsea frest
til hádegis í dag til að ieysa mál
Danans Franks Arnesen, ella fari
málið fyrir dómstóla. Tottenham
sakaði grannafélag sitt í London
um að hafa ólöglega rætt við
Arnesen mn að ganga til liðs við
félagið og hafa heimtað háar
skaðabætur eftir að þeir neyddust
til að segja honum upp störfum
þegar hann sagðist vilja fara til
Chelsea. Viðræður milli liðanna
hafa staðið yfir nokkuð lengi, en
upp úr þeim slimaði fyrir stuttu. f
fyrradag birtust svo myndir af
þeim danska í breskum blöðum á
snekkju Romans Abramovich og
það virðist hafa fyllt mælinn hjá
forráðamönnum Tottenham, sem
nú vilja fá skjóta lausn á málinu,
væntanlega í formi peninga eða
leikmanna. Chelsea er líklega ekki
sérlega hrifið af að fara fyrir rétt
enn eina ferðina, svo forvitnilegt
verður að sjá hvort málið ieysist
ekki fljótlega.
Mosley
svarar
gagnryni
Max Mosley, yfmnaður For-
múlu 1, hefur svarað gagnrýni
sem hami hefur fengið eftir sögu-
legt klúður sem varð í síðustu
keppni í Indianapolis, þegar að-
eins sex bflar keppfu á brautinni
eftir að ágreiningur mn öryggis-
inál setti allt í háaloft. Mosley var
gagnrýndur fyrir að hafa ekki
samþykkt að breytingar yrðu
gerðar á brautinni til að draga úr
liraða, en liðin voru búin að sam-
þykkja að keyra brautina ef það
yrði gert. „Það er ekki hægt að
gera svona stórar grundvallar-
breytingar á íþróttinni. Formúlan
er íþrótt með skemmtanagildi,
ekki skemmtun dulbúin sem
íþrótt," sagði hann. „Þetta er jafh-
framt hættuleg íþótt og mér finnst
fárániegt að ætla að gera jafn
miklar breytingar á brautinni með
litlum sem engum fyrirvara án
þess að prófa það fyrst. Það sem
gerðist um síðustu helgi var mjög
óheppilegt, en það er alls ekkert
stórslys."
Enn syrtir í álinn hjá karlaliði ÍBV í Landsbankadeildinni en framherjinn Magn-
ús Már Lúðvíksson hefur yfirgefið herbúðir félagsins þar sem hann var ekki sáttur
við vinnuna sem félagið útvegaði honum.
Kom ekki hingaö til
að moka skurði
ástæðunni fyrir því af hverju Magn-
ús væri farinn frá Eyjum. „Hann er
örugglega með heimþrá," sagði
Viðar en blaðamaður tjáði honum
þá að Magnús hefði verið ósáttur við
að hafa verið látinn moka sktnði.
Neyði engan í vinnu
„Ég veit það ekki. Hann treysti sér
ekki í vinnuna sem honum var boð-
in og ég get ekki neytt menn til þess
að vinna. Ég vorkenni engum að
vinna og æfa fótbolta enda er ég
alinn upp við það sjálfur og hef átt
marga félaga í boltanum sem hafa
unnið mikið og staðið sig þar að auki
vel í boltanum. Mín reynsla er sú að
þeir sem nenna að vinna nenna að
vinna vinnuna sína á vellinum,"
sagði Viðar Elíasson, formaður
knattspyrnudeildar ÍBV sem segir
sitt lið geta unnið öll lið deildarinnar
á góðum degi.
henry@dv.is
ÍBV er spáð falli, félagið berst í bökkum og leikmenn hverfa frá
félaginu hver á fætur öðrum. Sá síðasti er vesturbæingurinn
Magnús Már Lúðviksson sem var ekki sáttur við vinnuna sem
ÍBV bjargaði honum um en hann var látinn moka skurði fyrir
hitaveituna í Vestmannaeyjum og það líkaði Magnúsi ekki og
þess vegna er hann kominn í bæinn á nýjan leik. Hann segist
ekki vera hættur í boltanum og leitar sér að nýju félagi.
„Þetta var ekki vinnan sem talað
var um að ég myndi vinna. Ég kom
ekki hingað til þess að moka skurði í
níu klukkutíma á dag. Það stóð
aldrei til að ég væri í einhverri erfið-
isvinnu," sagði Magnús Már frekar
fúll en hann tók greinilega á því £
vinnunni engu að síður. „Ég var
kominn með blöðrur á hendurnar
eftir þrjá tíma."
Leiðinlegur endir
Magnús, sem gárungarn-
ir eru byrjaðir að kalla
moksturs-Magga, var
aðeins í moksturvinn-
unni í nokkra daga
Ég vor-
kenni
engum
að vinna
og æfa fótbolta enda
er ég alinn upp við
það sjálfur og hefátt
marga félaga í bolt-
anum sem hafa unn-
ið mikið og staðið
sig þar að auki vel í
boltanum.
enda fékk hann enga vinnu í upphafi
sumars. Þegar hann kvartaði síðan
yfir vinnunni sem honum var
útveguð var honum
einfaldlega tjáð að
enga aðra vinnu
væri að hafa.
„Ég er kominn
bæinn
nuna
Ekki fyrir Magnus Má
Knattspyrnukappinn
Magnús Már Lúðvíksson
hafði ekki áhuga á að
moka skurði iEyjum og er
því kominn aftur upp á
fastalandið. Einstakling-
urinn á myndinni tengist
fréttinni ekki á nokkurn
hátt.
„Moksturs-Maggi"
Magnús Már Lúðvíksson
hefur ieikið sinn síöasta
leik fyrir /BV. Hann sætti
sig ekki við aö moka
skurðií níu tima.
Formaður knattspyrnu-
deildar segist ekki vorkenna
nemum sem þarfað vinna
og æfa fátbolta.
fer ekki aftur til Eyja. Þetta
er leiðinlegur endir á
ágætu samstarfi mínu
við ÍBV þar sem mér leið
vel og ég get ekki sagt
annað en að ég yfirgefi félagið
með söknuði. Því miður gengu
hlutirnir ekki upp," sagði Magn-
ús Már sem var ekki með samn-
ing við ÍBV og honum er því
frjálst að ganga til liðs við það
félag sem hann kýs.
„Það er ekki spurning að ég
ætla að spila fótbolta í sumar.
Með hverjum á eftir að
koma í ljós. Ég hef ekki
heyrt frá neinu félagi
ennþá enda er ég ný-
kominn í bæinn."
DV Sport hafði sam-
band við Viðar Elíasson,
formann knattspyrnu-
deildar ÍBV, en hann
virtist ekki vita af
Titill að verja Eiður Smári og féiagar i Chelsea sækja nýliöa Wigan heim I fyrstu umferð Ensku
úrvalsdeildarinnar.
Búið að draga í töfluröð enska boltans
Stórleikur í annarri umferð
Leikjataflan í Ensku úrvalsdeild-
inni á komandi tímabili var gefin út
í gær og nokkrir athyglisverðir leik-
ir eru á dagskrá strax í fyrstu um-
ferðunum. Nýliðar Wigan hljóta
sannkaliaða eldskírn í deildinni,
því þeir taka á móti Englandsmeist-
urunum á fyrsta leikdegi þann 13.
ágúst.
Ljóst er að liðið fær fljótlega að
vita hvar það stendur í keppni með-
al þeirra bestu, því eftir að þeir
sækja Charlton heim í annarri um-
ferðinni þann 20. ágúst fara þeir á
Old Trafford aðeins fjórum dögum
síðar og leika við Manchester
United.
Ekki er langt síðan Wigan lék í
utandeild en liðið hefur klifið hratt á
toppinn. Ruðningur hefur fram að
þessu verið heitasta íþróttin í
bænum og því segja gárungarnir að
Chelsea eigi ekki von á að vera tekið
neinum vettlingatökum þegar það
hefur titilvörn sína þar í fyrsta leik.
Á meðal annarra áhugaverðra
leikja í fyrstu umferðinni má nefna
að Everton og Manchester United
mætast á Goodison Park, Arsenal
mætir Newcastle á Highbury og
Evrópumeistarar Liverpool sækja
Middlesbrough heim.
Nýliðar Sunderland munu leika
fyrsta leik sinn við Charlton á
heimavelli og þriðja nýja liðið í úr-
valsdeildinni, West Ham, fær einnig
heimaleik fyrst þar sem þeir fá
Blackburn í heimsókn. í annarri um-
ferðinni verður svo strax á dagskrá
fyrsti stórleikur leiktíðarinnar, þegar
Englandsmeistarar Chelsea taka á
móti bikarmeisturum Arsenal á
Stamford Bridge.