Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2005, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2005, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ2005 DV Þrjár nýjar myndir eru á leið í tökur á Islandi og eru þær í listrænni kantinum. Fókus náði tali af Christian Leigh, leikstjóra myndarinnar American widow sem verður tekin hér í haust, ífellt fleiri i erlend Cll r. Jteknar lomvnairj >d a Islanai upp Mikiö hefur heyrst af erlendum stórmyndum sem teknar eru upp á íslandi. Nýlega heyrðist frá fýrir- huguðum tökum á kvikmynd sem byggð er á bók Ólafs Jóhann Ólafs- son, Slóð fiðrildanna. Nú hafa heil- ar þrjár nýjar bíómyndir bæst í þennan hóp. Þær mætti flokka sem listrænar „költ“-myndir. DV náði tali af leikstjóra einnar þeirra. American widow er eftir breska leikstjórann Christian S. Leigh sem hefur verið að gera mjög góða hluti í kvikmyndagerð undanfarið. Þegar Fókus náði tali af leikstjóranum var hann staddur í Evrópu við tökur á myndinni. „Við erum að plana að taka eitt stærsta atriði American widow á íslandi. Tökur á atriðinu hefjast líklega snemma í haust. í augnablikinu er ég staddur í Evrópu ásamt samstarfsfólki mínu. Við erum við tökur héma og erum að leggja á ráðin fyrir næstu töku- staði sem verða í Japan." Spurður hvers vegna ísland varð fyrir valinu svaraði Leigh: „Þeirri spumingu er auðsvarað: ísland er mjög fallegur staður og skemmtilegur. Landið á heljarinnar magn af ís og það er einmitt það sem okkur vantar fyrir atriðið." Leikstjóri Gummo til íslands Kvikmyndin er um bandaríska ekkju sem ákveður að reyna að hagnast á fjöldamorðunum þann 11. septemher 2001. Leigh hefur unnið mikið með tónskáldinu John Cale og var síðasta samstarfsverkeflii þeirra, kvikmyndin The Process, kölluð „ævintýralegasta verkið sem frumsýnt var í fyrra“ af hinu virta tímariti Variety. Önnur myndin heitir Mister Lon- ely eftir sérvitra kvikmyndagerðar- manninn Harmony Korine. Korine er þekktastur fýrir mynd sína Gummo (1997), sem er ein þekktasta „költmynd" síðasta áratugs. Hann skrifaði handritið að hinni gífur- lega umdeildu mynd Larry Clark, kids (1995), þegar hann var aðeins' 19 ára gamall. Korine hefur einnig unnið með töframanninum David Blane og stórleikaranum Johnny Meistarinn bak við linsuna Christian Leigh minnir ögn á leikstjórann sáluga Stanley Kubrick. I Kolthetjan Harmony L I Korine er gífurlega vin- wsæll í neöanjarðarkvik- ^ 1 myndaheiminum. Rahan hinn franski Teiknimyndahetja André Chéret verð- ur leikstýrt af Christoph Gans. Depp. Þess má til gam- ans geta að hann skrifaði hluta textans að laginu „Harm of wiil“ með Björk. Björk og Korine hafa verið vin- ir í lengri tíma og mættu sam- an, hönd í hönd, á kvik- myndahátíð- ina í Rotter- dam árið 1998. Korine er þekktur fyrir að brjóta upp hið ameríska sagnarform í kvikmyndum með mjög lausum frá- sagnarstíl sínum. Heyrst hefur að mynd hans Mister Lonely fjalii um mann sem fastur er í risavaxinni plastflösku í fjallshlíð. Myndin mun einnig verða tekin upp í París og Brasilíu en meirihlutann á að taka hér á landi. Bestu tökustaðirnir á íslandi Þriðja myndin, Rahan, er frönsk og leikstýrt af Christopher Gans. Myndin er byggð á teiknimyndasög- um André Chéret og er sögusviðið forsögulegt. Söguheljan, Rahan, er gerður munaðarlaus af villidýrum og elst upp hjá hópi af cro-magnon veiðimönnum og söfhurum. Ekkert tal mun verða í myndinni fyrir utan forsögulegt uml sem leikararnir semja á staðnum. Öll sagan verður sögð á sjónrænan hátt. Heyrst hefur að mögulega verði myndin tekin í Kanada í stað íslands, en leikstjór- inn hefur margoft lýst því yfir að bestu tökustaðirnir fyrir myndina séu hér á landi. If SP* ' v. júCP Quiznos eisiu- og fundabakk Tilboð á nýjum stað í Lækjargötu Frftt gos úr vél fýlgir mat til 10 júlí. á,:;:., r ; ~ ■i Heitar samlokur í i erðum. * S JH '&Á'-il' witííw

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.