Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2005, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2005, Blaðsíða 17
DV Sport FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ2005 17 Löng ferð hjá Guðjóni í fyrsta leik Guöjón Þórðarson mun mæta Torquay á útivelli í íyrsta leik tímabiisins sem hefst þann 6. ágúst kl. 15. Ferðalagið sem Guð- jón og hans menn þurfa að leggja í er langt en Nottingham er stað- sett miðsvæðis á norðanverðu Englandi en Torquay er bær á suðvesturströnd Englands. Tor- quay féll úr 2. deild í fyrra og ætti því að reynast verðugur andstæð- ingur fyrir Guðjón en mikil eftir- vænting ríkir fyrir fyrsta leik Notts County. Miklar vonir eru bundnar við Guðjón og vonast menn til að hann muni strax sýna góðan ár- angur. í fyrradag nældi hann í fyrsta leikmanninn er hann samdi við markvörðinn Kevin Pilkington sem hafði spilað með nágrannalið- ■É| inu Mansfield sem '■ einnig leikur f f ‘’fL: JmÍ ensku 3. deildinni. Guðmundur tekur vtð Gróttu GuðmundurÁmi Sigfússon hefur skrifað undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild Gróttu um að taka við þjálfun liðsins. Grótta mun ekki tefla fram liöi í fyrstu deildinni á næsta ári, en Guðmundur mun sjá um þjálfun annars og þriðja flokks fé- lagsins í vetur og félagið stefnir að því að vera með í aimarri deild- inni veturinn 2006-7. Liðið verður með svokallaðan meistarallokks- hóp í vetur sem mun taka þátt í bikarkeppnum og öðrum mótum. Guðmundur er öllum hnútum kunnugur hjá liðinu, enda upp- alinn (iróttumaöur og er endur- komu hans fagnað á Nesinu þar sem fjöldi ungra og efnilegra leik- manna er við æfingar og ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Newcastle á eftir Emre Belozoglu Emre, ieikmaóur Inter Milano á Ítalíu, er undir smásjánni hjá Newcastle United. Emre, sem er tuttugu og fjögurra ára gamall, er duglegur miðju- maður sem myndi nýtast New- castle vel. Umboðsmaður leik- mannsins staðfesti áhuga frá lið- um á Englandi við enska fjölmiðla í gær. „Við ætlum að reyna að ganga frá því með hvaða liði Emre leikur á næsta tímabili fyrir lok vikunnar." Graeme Souness, knattspyrnustjórí Newcastle United, er mikiii aðdáandi leik- mannsins en hann fylgdist með hon- / um stíga sín fýrstu ^ skref í Tyrklandi -l þegar Souness í Wjjmmmt þjáifaði í þar. !^P»- ¥> Latmakröfur leik- | . i mannsins eru áar, en hann er meðum sextfuþús- und pund á viku. . ^ l£’ Nú eru allar líkur á því að íslenski landsliðsframherjinn Heiðar Helguson muni spila i Ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Fulham, West Ham, Sunderland og Wigan vilja öll fá Heiðar i sinar raðir en tvö fyrstnefndu liðin eru mun liklegri til að hreppa Heiðar þar sem þau lið eru staðsett i London rétt eins og Watford. Heiðar í viðræðum við Fulham í allan gærdau næsta vetur. Heiðar hafði upphaflega áætlað að koma heim til íslands í frí síðastliðinn miðvikudag en nú hefur fengist staðfest að þeirri heimferð var frestað með tiltölulega skömmum fyrirvara. Enskir fjölmiðlar greina frá því að Fulham sé líklegast til að tryggja sér þjónustu Heiðars og samkvæmt heimildum DV var Heiðar í við- ræðum við stjórnarmenn félagsins fram eftir degi í gær. Ekki náðist í Heiðar til að staðfesta það þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Talið er að Heiðar hafi ekki hug á að yfirgefa núverandi heimkynni sín í höfuðborg Englands, en þar hefur hann búið síðan hann kom til Wat- ford sumarið 2000. Með hliðsjón af því hafa Fulham og West Ham ákveð- ið forskot á Sunderland og Wigan í viðræðunum við Heiðar þar sem þau eru staðsett í London og þyrfti Heið- ar þannig ekki að færa sig um set. Forráðamenn Watford höfðu áður samþykkt tilboð frá Sunderland sem hljóðaði upp á 1,1 miiljón punda auk 250 þúsund til viðbótar næði Sunderland að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni á næsta ári. í gær gengust stjórnarmenn Watford síðan við sambæriiegu tilboði frá Ful- ham svo ljóst er að þeir hafa gefið upp vonina um að halda í Heiðar fyr- ir næsta ár. Heiðar, sem er 27 ára gamall og hefur skorað 67 mörk fýrir Watford á tæpum fimm ára ferli sínum hjá fé- laginu, hafnaði nýjum samningi sem félagið bauð honum undir lok síðasta tímabils. Heiðar skoraði 20 mörk fyr- ir Watford í öllum keppnum á síðustu leiktíð. Coleman hefur áhuga Talið er að Heiðar hafi mestan áhuga á að fara til Fulham og að tvær ástæður ráði þar mestu. Annars veg- ar myndu félagsskipti þangað ekki fela í sér búferlaflutn- inga fyrir Heiðar og fjölskyldu hans Hins vegar er Ful- ham, öfugt við hin liðin, fyrir löngu búið að festa sig í sessi sem úrvalsdeild- arlið á Englandi. Hin liðin,] Sunderland, West Ham og Wigan, eru öll nýliðar í efstu deild og er það viðtekin venja á Englandi að nýliðar eigi erfitt uppdráttar á sínu fyrsta ári í deildinni. Auk þess hefur Chris Coleman, stjóri Fulham, lýst því opinberlega yfir að hann leiti logandi ljósi að arf- taka hins gamalreynda Andys Cole, sem er að öllum lfldndum á leið frá félaginu í sumar. Það myndi þýða að Heiðar yrði sjáifkrafa einn af fyrstu kostum Colemans í framlfnu Fulham ásamt ekki ómerk- Það myndi þýða að Heiðar yrði sjálfkrafa einn affyrstu kostum Colemansí framiínu Fulham. Stuðningsmenniniir vilja ólmir fá Heiðar Stuðningsmenn Fuiham hafa míinð rætt um Heiðar á hinum ýmsu spjallsíðum félagsins og virðast flestir vera á því að hann geti orðið hinn besti liðsstyrkur. Eftirfarandi eru dæmi um þau orð sem voru látin falla um Heiðar: „Ég hefséö hann spila og hann er eins og blóðhundur. Hann mun koma með ákveðnina og baráttuna sem vantaði iliðið í fyrra." „Hann gerði varnarmönnum Chelsea lífiö leitt í bikarkeppninni fyrir tveim- ur árum og yrði styrkur fyrir flest lið í úrvalsdeildinni." an monnum en Brian McBride og Tomasz Radzinski. Baráttujaxl Heiðar Helguson sést hér í baráttu við Chris Powell, leikmann VJest Ham, i leik liðanna I ensku !. deildinni í vetur.Svogætifariðaðþeir mættust á ný I úrvalsdeildinni „Slðasta tlmabil gerði hann 20 mörk fyrir liðiö sem h'afnaði i 18. sæti 11. deild. Þar að auki var hann meiddur I tvo mánuði. Þarfað segja meira um getu þessa manns?“ „Hann er mjög góður leikmaður, með fínan hraða, sterkur, öflugur I loftinu, leggur hart að sér og klárar sln færi vel. En hann er ekki stórkostlegur framherji. Hann er sannarlega leik- maður sem á heima I úrvalsdeildinni og ég er viss um að hann á eftir aö verða markahæsti leikmaður Fulham fari svo að hann komi til okkar. Chelsea flaggar veskinu framan í keppinautana eins og ótt væri Bauð 6,8 milljarða í Shevchenko Chelsea hefur lengi verið á hött- unum eftir framherjanum Andriy Shevchenko hjá AC Milan og enska blaðið Mirror greindi frá því í gær að ítalska liðið hefði á dögunum neitað boði Chelsea í leikmanninn að upphæð 48,9 miiljón pund og þá átti argentínski framherjinn Hem- an Crespo að fylgja með í kaupun- um. Crespo er sjálfur metinn á um átta milljónir punda og því hefðu þessi tímamótaviðskipti þýtt að Shevchenko yrði langdýrasti knatt- spyrnumaður sögunnar, en sá dýr- asti hingað til er Zinedine Zidane hjá Real Madrid, sem kostaði félagið 46,5 milljónir punda á sínum tíma. Ef af kaupunum á Shevchenko hefði orðið, segir sagan að Chelsea hefði verið tilbúið að greiða honum 150.000 pund í laun á viku fyrir fjög- urra ára samning. Svörin sem feng- ust frá Milan þegar fyrirspurnir bámst um Shevchenko voru þó mjög afdráttarlaus: „Nei, Sheva er ekki til sölu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.