Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1948, Blaðsíða 4

Freyr - 15.06.1948, Blaðsíða 4
184 FfclÝft aö hann taldi hraðmjaltaaðferð sína svo sannprófaða, að hann þyrði að mæla með henni til almennra nota. Prófessor Peter- sen vissi það vel, að júgursjúkdómar voru mjög algengir í þeim kúm, sem mjaltaðar voru með vélum, en um 70 af hundraði bænda í U.S.A. nota nú mjaltavélar. Rann- sóknir hans og tilraunir beindust því á meðal annars að þessum atriðum, og vegna vélmjaltanna var gerð sérstök rannsókn- arstofa, kúm var slátrað, 'júgrin tekin af þeim strax, og þeim haldið lifandi og starf- andi tímum saman með viðeigandi nær- ingarefnum og svo með flóknum vélknúð- um útbúnaði. Júgrin voru mjöltuð með vél- um, mjólk hélt áfram að myndast þótt eigi væru þau í tengslum við neina kú, þrýst- ingur og sog var mælt í þeim nákvæmlega og öll lífeðlisstarfsemi rannsökuð mjög gaumgæfilega. Við rannsóknirnar fengust sannanir fyrir því, að þegar mjaltavélarnar eru lengur á spenunum, en nauðsyn krefur, geta alvar- leg mein af hlotizt í spenum og júgri. Júgurkvillar byrja venjulega með eymsl- um eða einhverjum göllum í spenum, en bæði spenagallar og júgurkvillar valda vandkvæðum við mjaltir. Við endurteknar rannsóknir sýndi það sig, að þegar mjalta- tíminn var styttur svo sem mögulegt var, eða niður í 3—4 mínútur, voru júgurkvill- arnir miklu sjaldgæfari en þegar mjalta- vélarnar héngu á spenunum og sugu þá nokkru lengur. Athugaði prófessor Peter- sen því gaumgæfilega hvort það hefði nokkur áhrif á kúna til hins lakara á öðr- um sviðum, að mjólkin væri tæmd úr júgrinu á sem styttstum tíma og komst hann að raun um að svo var ekki. Allt virtist staðfesta að bezt sé að hraða mjölt- unum meira en venja hefir verið og búa skilyrði þannig, að öll mjólk sé tæmt úr öllum fjórum spenum á fám mínútum og helst ekki á lengri tíma en að ofan er greint. Aðferð þessi er það sem kallast „hraðmjaltir" af því að þær ganga virki- lega hratt. í Ameríku hafa bændur tekið hrað- mjaltaaðferð prófessors Petersens mjög vel. Kvikmyndir þær, sem gerðar hafa verið af hraðmjöltum og notaðar eru við kynningu þessarar mjaltaaðferðar, hafa reynzt öfl- ugt fræðslumeðal. Reynslan hefir þegar sýnt, að dregið hefir úr júgurkvillum að miklum mun síð- an hraðmjaltaaðferðin varð almenn vest- anhafs. Við vélmjaltir var það fyrr talið óhjá- kvæmilegt og óumflýjanlegt að hreyta kýrnar með handafli á eftir. Þegar hrað- mjaltað er, eru eftirmjaltir með höndum taldar með öllu óþarfar. í stórum dráttum frá greint eru það ráð og fyrirmæli prófessor Petersens, að þegar hraðmjaltað er samkvæmt hans aðferð, beri að haga sér svo sem hér segir: 1. Verið vingjarnlegir við skepnurnar. Góðar kýr hafa einatt fínbyggt tauga- kerfi. Þær eru viðkvæmar fyrir því hvort látið er vel að þeim eða að þeim er farið með kæruleysi eða jafnvel fólsku. Það skiptir talsverðu máli hver mjaltar. Al- gengt er, að kýr „selur ekki“ öðrum en þeim ,sem vanur er að mjalta og hún þekkir. Fyrsta hlutverk góðs hirðis og mjalta- manns er að sýna kúnum nákvæmni og láta vel að þeim áður en mjaltir byrja. Hróp og köll, skellir og hrindingar, eða högg með mj altavélahlutum við byrjun mjalta, eru fávíslegar aðfarir. Kýr verða aldrei barðar til þess að gefa góðar nytjar.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.