Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1948, Blaðsíða 14

Freyr - 15.06.1948, Blaðsíða 14
194 FREYR sonar á Grafarbakka. Hún er 11 vetra, undan Blakk frá Árnanesi, 55 tommur, reist, þrekleg með hnitmiðaða byggingu og sterka fætur. Hún er hinn mesti gæð- ingur. Það yrði of langt mál að lýsa hverri ein- stakri hryssu, enda má í töflunni fá nokkrar upplýsingar um þær. C. Keppnin um Sleipnisbikarinn. Búnaðarfélag íslands efndi til verð- launasamkeppni um veglegan silfurbikar, Sleipnisbikarinn. Þetta er farandgripur og skal keppt um hann á landssýningum. Aðeins stóðhestar geta hlotið hann. Skal sá stóðhestur fá hann, sem ber af að feg- urð, byggingu, fjöri, ganghæfni og tamn- ingu. Aðeins 5 stóðhestar tóku þátt í þessari keppni, en það voru þeir: 1. Skuggi frá Bjarnanesi, eig. Hesta- mannafélagið „Faxi“, Borgarfirði. 2. Kópur frá Túni, eig. Júlíus Jónsson, Hítarnesi, Hnappadalssýslu. 3. Logi í Dalsseli, eig. Leifur Auðunsson, Dalsseli, Vestur-Eyjafjallahr. 4. Háleggur frá Auðsholti, eig. Stefán Þorláksson, Reykjahlíð, Mosfellssveit. 5. Nökkvi frá Hólmi, eig. Kynbótabúið á Hólum í Hjaltadal. Keppnin fór fram á skeiðvellinum í Reykjavík, og voru ekki aðrir áhorfendur en dómnefndin. Sleipnisbikarinn hlaut að þessu sinni Skuggi frá Bjarnarnesi. Við afhendingu bikarsins, sem fór fram á sýningarsvæð- inu, komst Runólfur Sveinsson þannig að orði, að Skuggi væri vel að þessum heið- ursverðlaunum kominn, „því hér er um ó- venjulegan gæðing að ræða og auk þess afburða fallegan hest“. Skuggi er nú 10 vetra. Hann er 57 tommur að hæð, allvel reistur með reiðhestslegum bol, nokkuð stutta og afturdregna lend. Hann hefir nokkurnveginn rétta fætur, allgóðan fóta- burð og mikla fjölbreytni í gangi. Hestur- inn er viljugur og skapgerðin ljúf. Hann var notaður lítið eitt í Hornafirði áður en hann var seldur Hrossaræktarfélagi Gnúp- verja, en þar var hann notaður mikið til undaneldis í 5 ár. Nú er hann í eigu Hesta- mannafélagsins Faxa í Borgarfirði, og ber það vonandi gæfu til að njóta hans Skuggi frá Bjamanesi, ættbók nr. 201. Eigandi: HestamannafélagiS „Faxi“,

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.