Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.06.1948, Qupperneq 20

Freyr - 15.06.1948, Qupperneq 20
200 FREYR Húsmæðrakennaraskólanum slitið Húsmæðrakennaraskóli íslands hóf starfsemi sína árið 1942. Námsfyrirkomu- lagið við skólann er þannig, að nemendur eru teknir annaðhvert ár en námið varir í tvö ár. Miðvikudaginn 2. júní var skólanum slit- ið að þessu sinni og brottskráðir 12 nem- endur, sem húsmæðrakennarar. Samtals hafa nú 35 stúlkur lokið prófi við stofnun þessa. Skólaslit fóru fram í þetta sinn í hátíða- sala Háskóla íslands, að viðstöddu fjöl- menni. Skólastj órinn, ungfrú Helga Sigurð- ardóttir, flutti glögga og greinargóða ræðu. Gerði hún fyrst grein fyrir námsfyrir- komulaginu, en því er þannig háttað, að bókleg og verkleg fræði eru veitt í Reykja- vík tvo vetur en sumarið á milli eru nem- endur og kennarar í sveit; dvalið er að Laugarvatni og þar lögð stund á hirðingu búfjár, ræktun matjurta og meðferð og hagnýtingu þeirra, farið er á grasafjall og unnin hlutverk af öðru tagi er tilheyra sveitalífi. — í þeim hluta ræðunar, sem skólastjóri beindi til nemendanna, hinna nýútskrifuðu kennara í húsmæðrafræðum, Fremri röð: Þórunn Pálsdóttir, Sauðanesi, Hún., Elín Friðriksdóttir, Úlfsstaðakoti, Skag., Sigurl. Jónasdóttir, kennari, Helga Sigurðardóttir, skólastjóri, Anna Jónsdóttir, Birningsstöðum, S.- Þing., Þorbjörg Finnbogadóttir, Harðbak, N.-Þing., Stefanía Arna- dóttir, Hjalteyri. Ajtari röð: Bryndís Steinþórsdóttir, Akranesi, Þorgerður Þorgeirsdóttir, Reykjavík, Jóna Kristjánsdóttir, Dalvík, Guðrún Sigurðardóttir, Reykjahlíð, Mýv.sv., Dómhildur Jónsdóttir, Akureyri, Sig- rún Arnadóttir, Vopnafirði, Rósa Þor- geirsdóttir, Reykjavík. lagði hún áherzlu á að rækja bæri híbýla- menningu og háttvísi með sérstakri alúð. Það hlutverk væri mikilsvert starf á vett- vangi íslenzkra húsmæðra. Er skólastjóri hafði lokið máli sínu og afhent prófskírteini, kvaddi menntamála- ráðherra, Eysteinn Jónsson, sér hljóðs og talaði meðal annars um hlutverk húsmæðr- anna og þýðingu heimilanna sem upp- eldisstofnana í þjóðfélaginu. Þá tók til máls frú Guðrún Pétursdóttir, er minntist frú Elínar Briem, brautryðj- andans í húsmæðrafræðslu hér á landi, er stofnaði fyrstu húsmæðraskóla landsins, í Skagafirði, Húnavatnssýslu og Reykjavík. Afhenti hún þvínæst Húsmæðrakennara- skólanum málverk af frú Elínu, sem gjöf frá Kvenfélagasambandi íslands. Fyrir hönd Húsmæðrakennaraskólans þakkaði skólastjóri gjöf þessa og fór viður- kenningarorðum um hin mikilsverðu störf brautryðjandans í hérlendri húsmæðra- fræðslu. Athöfnin öll fór fram með miklum virðu- leik og menningarsniði. Hljómsveit lék íslenzk lög í byrjun, milli

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.