Freyr

Volume

Freyr - 15.06.1948, Page 8

Freyr - 15.06.1948, Page 8
FRIÝÍ 188 mun vera því aS kenna hvernig þær voru valdar á sýninguna. Þessi hrossahópur sýndi það glöggt, að Hrunamenn eru á leið með að eignast mjög lýtalítil, þrekmikil hross. Þau virt- ust bera með sér flesta þá kosti, sem góð hross má prýða. Þó sýníst mér höfuðlagið ekki sýna nóga göfgi, og háls og makki varla bera nægileg reiðhestseinkenni. Öll voru þau ótamin, en litu út fyrir að hafa góðan vilja. Roði og dætur hans hlutu I. verðlaun sem ættstofn og þótti það réttdæmi. 2. ættstofn: Börn Skugga frá Bjarnar- nesi. Sýnandi Hrossaræktarfélag Gnúp- verja. Sýndur var Gáski frá Hrafnkels- stöðum, eign Sveins Sveinssonar bónda á Hrafnkelsstöðum og 4 systur Gáska. Gáski er þriggja vetra, brúnn, fullar 55 tommur, reistur, þrekmikill, velborinn bolur, þrek- leg lend. Fæturnir réttir, hreyfingar létt- ar og fjaðurmagnaðar. Hálsinn er til lýta stuttur en höfuðið fíngert og augun snör og vakandi. Allt virðist benda til þess, að Gáski geti orðið gæðingur, fái hann tamn- ingu. Hann er kynstór í bezta lagi. Faðir hans er Skuggi frá Bjarnarnesi en móðir Stjarna á Hrafnkelsstöðum. Skuggi er sjálfur mikill gæðingur og er kominn af gæðingum (sonarsonur Blakks frá Árna- nesi), en Stjarna er sonardóttir Skarðs- Nasa og undan henni eru til mörg ágæt reiðhross. Skuggadæturnar 4 voru allar 5 vetra, allar jarpar og báru mjög sterk sameig- inleg einkenni. Þær eru líka mjög skyld- ar, eiga allar Skarðs-Nasa að afa. Þær eru stórar (54 tommur), reistar, með nokkuð fíngeröan bol og velborinn kvið, með þrek- lega, fremur stutta lend og sterka, rétta fætur. Skapgerðin er ljúf. Öll báru þessi afkvæmi Skugga einkenni reiðhestsins, enda sennilega þannig valin á sýninguna. Gnúpverjar eru komnir mjög langt á- leiðis í hrossarækt eins og þessi hópur bar með sér, enda er það ekki að undra, þar sem þeir hafa haft höfuðsnillinga eins og Skarðs-Nasa og Skugga frá Bjarnarnesi hvorn á eftir öðrum. Börn Skugga frá Bjarnarnesi hlutu ’l. verðlaun sem ættstofn. 3. ættstofn: Afkvæmi Nasa frá Skarði. Sýnandi Þorgeir Jónsson bóndi í Gufunesi. Sýndur var stóðhesturinn Háleggur frá Auðsholti, skyldleikaræktaður Nasasonur, undan Stássu frá Sandlækjarkoti, en hún var dóttir Nasa. Eigandi er Stefán Þor- láksson, Reykjahlíð, Mosfellssveit. Hálegg- ur er 8 vetra, rauðskjóttur, 54y2 tomma. Hann er mikill skeiðhestur með góðan vilja. Höfuðið er nokkuð gróft, makkinn full lágur, hryggurinn réttur og sterkur og lendin þrekleg. Heldur lýtti það hestinn á sýningunni, að hann mun hafa verið nokk- uð mikið notaður til reiðar fyrir sýning- una. Háleggur er nokkuð grófbyggður og vantar lipurð í hreyfingar, en hann er traustur og vel taminn. Með Hálegg var sýnd Drottning í Gufu- nesi, undan Skarðs-Nasa og Bleik í Skaft- holti, 2 dætur hennar, önnur undan Bleik frá Varmadal og hin undan Skugga frá Bjarnarnesi, og 1 dótturdóttir Drottning- ar undan Mósa á Helgafelli. Drottning er 16 vetra, fönguleg, tæpar 55 tommur, með sterka lýtalitla byggingu. Hún mun eiga ennþá íslandsmet á 350 m stökki. Dætr- um hennar og dóttur-dóttur svipaði um margt til Drottningar, en voru nokkuð ó- iíkar hver annarri, og sérstaklega þótti

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.