Freyr - 15.06.1948, Blaðsíða 9
ÍREYR
189
mér lítill ættarsvipur með þeim og Há-
legg. Aldursmismunur hryssanna jók á
þennan útlitsmun.
Hópur Drottningar í Gufunesi hlaut II.
verðlaun sem ættstofn á sýningunni.
4. ættstofn: Kári frá Grímstungu og 4
dætur hans. Sýnandi Hrossaræktarfélag
Hraungerðishrepps. Kári er 13 vetra gam-
all, vindrauður, tápmikill hestur. Hann er
tæpar 57 tommur á hæð, óvenju reistur,
þreklegur hestur. Höfuðsvipurinn bendir
á þol og ákveðinn vilja. Fætur eru sterk-
legir, annar afturfótur þó lítið eitt kjúku-
snúinn. Fótaburður góður að framan en
of náinn á afturfótum.
Dætur Kára voru á aldrinum 4—9 vetra.
Þær eru óvenju fönguleg hross, 55 y2
tomma á hæð, með glæsilega frambygg-
ingu, þreklegan vöxt og mikinn og góðan
vilja. Þær hafa þó flestar lýti sem særir
auga áhorfandans. Það er sami galli og
getið et um hjá föður þeirra, ekki nógu
réttir afturfætur og of náinn fótaburður
á afturfótum.
Það er erfitt að meta og skipa í verð-
laun hrossum eins og Kára og dætrum
hans. Dómnefndin tók þá afstöðu að meta
þau hvert fyrir sig hátt sem einstaklinga
en skipa þeim sem nr. 2 í II. verðlaunum
sem ættstofni. Þar fyrir býzt ég við, að
dómnefndin og undirritaður séum sam-
mála um, að Kára eigi að nota sem kyn-
bótahest eins lengi og unnt er, en þó
varla mjög lengi á sama stað. Ég hygg, að
hann mundi bæta hrossastofninn í flestum
sveitum landsins, en sérstaklega þar sem
ekki er nógu létt yfir hrossunum, og þar
sem gætir tuskuskapar í meira eða minna
mæli.
í Hraungerðishreppi eru nú flest hross
undan Berghyls-Brún og Kára frá Grims-
tungu. Þetta voru hvort tveggja ágætir
stóðhestar, enda er þar nú mikið af úr-
vals hrossum. Hraungerðismenn þurfa því
að vanda sig, er þeir velja stóðhest á eftir
Kára.
5. ættstofn: Börn Blakks frá Árnanesi. —
Sýnandi Hrossaræktarfélag Hrunamanna-
hrepps. Sýndur var stóðhesturinn Roði og
systur hans 4, á aldrinum 11 og 12 vetra.
Roða er lýst hér að framan og vísast til
þess. Blakksdæturnar eru stórar, tæpar 55
tommur, vel reistar, þreklegar, fætur ekki
nógu réttir á sumum þeirra. Þær virðast
hafa fjör meira en í meðallagi og mikla
reiðhestshæfileika. Heldur lýtti það af-
kvæmi Blakks, að þau voru ólík mjög að
lit. Blakkur hefir ekki haft nema einn
ríkjandi eiginleika af fjórum, sem ráða
um háralit. Aftur á móti mun Skuggi hafa
3 ríkjandi eiginleika af 4. Þetta hefir litla
þýðingu fyrir notagildi hrossanna, en ó-
neitanlega er áferðarfallegra á hópsýningu
visst samræmi í lit. Annars var sterkt ætt-
armót með þessum afkvæmum Blakks og
báru þau vitni um það hvílíkur öndvegis-
hestur Blakkur var.
Börn Blakks frá Árnariesi hlutu II. verð-
laun sem ættstofn. Ég tel það mjög mikið
álitamál hvernig réttlátast hefði verið að
raða ættstofnum þeim, sem hlutu II. verð-
laun. En ég hygg, að dómnefndin hafi
sett afkvæmi Nasa fremst vegna þess, að
þau hafi haft bezta fótabyggingu.
6. ættstofn: Afkvæmi Þokka frá Brún.
Sýnandi Hrossaræktarfélag Mýrdæla. —
Sýndur var stóðhc:turinn Þytur, 3 vetra,
undan Pílu á Felli (dóttur Þokka) og
Skugga frá Bjarnarnesi. Eigandi Björgvin
Eiríksson, Felli, Mýrdal. Þytur er vænn
þrevetlingur, 54 tommur á hæð. Hann er