Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1948, Blaðsíða 17

Freyr - 15.06.1948, Blaðsíða 17
FREYR 197 Vélunámskeið á Hvanneyri vorið 19h8. (Ljósm.: Guðni Þórðarson). eyri í vor, undir handarjaðri formanns nefndarinnar, en Guðmundur skólastjóri er formaður hennar. Hófst námskeiðið um hiiðjan apríl og stóð til hvítasunnu. Var þar kennd meðferð og hirðing hinna helztu aflvéla og annarra búvéla, sem nú eru not- aðar, en á Hvanneyri er góður vélakostur og fjölbreyttur. Þar eru ný tæki og þar er gamalt að finna, og væri vel til fallið að hefja þar nú tilraun til þess að koma upp safni verkfæra og véla, sem sýnt gæti þró- un þessa þáttar í íslenzkum búskap. Þar er einn þeirra „þúfnabana" sem um eitt skeið voru notaöir hér, svo að ekki er þess forngrips að sakna. í námskeiðinu tóku 22 þátt að þessu sinni. Framkvœmdir á staðnum. Bændaskólinn á Hvanneyri hefir nú fengið raforku frá Andakílsvirkjuninni til hiikilla þæginda, og eflast þau ennþá bet- úr þegar lokið verður byggingu og útbún- aði þeim, sem nú er í framkvæmd, til þess að hita staðinn með vatni rafhituðu, með orku Andakílsfossanna, um nætur. Þá stendur yfir breyting á fjósinu á þann veg, að loftræstikerfið, sem áður var ófull- komið, er endurbætt, byggt er ofan á fjós- ið svo að öll fær byggingin annan svip en áður hafði og aðgerð við fjóshlöðu er fyrir- huguð á næstunni á þann veg að efla skil- yrði til aukinnar votheysgerðar. Súgþurrk- unarkerfi var sett í hlöðuna í fyrra, en blásarinn reyndist ófullnægjandi, enda er vegghæð mikil. Aðrar og merkar athafnir eru fyrirhug- aðar á Hvanneyri og má að þeim víkja er af framkvæmdum verður, en aðeins skal hér nefnt, að ákveðið er að setja þar á stofn sæðingarstöð, er starfi á vegum nautgripa- ræktarfélaganna í Borgarfirði. Það er staðarlegt á Hvanneyri svo sem löngum hefir verið. Útsýnið er þar óbreytt til fjalla og til hafs, en umhverfið breytist

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.