Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1948, Blaðsíða 10

Freyr - 15.06.1948, Blaðsíða 10
190 FREYR þreklega vaxinn, en hefir heldur klunna- legar hreyfingar og grófa byggingu. Hann virðist hafa takmarkaðan vilja og að öllu samanlögðu vera hæpið stóðhestsefni. Sýndar voru 4 dætur Þokka frá Brún, á aldrinum 6—11 vetra. Þær voru 2 jarpar, 1 grá og 1 bleikálótt. Þær eru í meðallagi stórar, fullar 53 y2 tomma, en þreklega vaxnar. Lundin er gæf og góður vinnuvilji. Af byggingarlýtum má helzt nefna, að þær eru fremur lausholda, höfuðið nokkuð gróft og of lágur makki. Ég sá Þokka frá Brún aðeins einu sinni, en það var á hér- aðssýningunni við Þjórsárbrú 1938. Af þeirri viðkynningu varð ég fyrir nokkrum vonbrigðum yfir að sjá afkvæmi hans á landssýningunni í Reykjavík. Nú veit ég að þau voru ekki í sínu fegursta skarti þarna. Öll voru þau þó í góðum holdum, en líklega hefir ekkert þeirra verið á járn- um um veturinn. Ég hygg, að þetta skýri nokkuð, að ekki var glaðara yfir þessum hrossum undan Þokka en raun bar vitni. Afkvæmi Þokka frá Brún hlutu III. verð- laun sem ættstofn. 7. ættstofn: Blakkur frá Skipholti og 4 dætur hans. Sýnandi Hrossaræktarfélag Leirár- og Melasveitar. Blakkur er 8 vetra, undan Brúnku Stefáns í Skipholti og son- arsonur Blakks frá Árnanesi. Blakkur er tæpar 55 tommur, með fremur stuttan, sveran háls,' ákaflega þreklegan bol og lend, og sterka, rétta fætur. Hann mun vera fremur þungur og hefir sterklegar og dugnaðarlegar hreyfingar. Hesturinn hefir engin reiðhestseinkenni og óttast ég, að hann hafi ekki nægilega g ða lund til þess að vera góður dráttarhestui. Dætur hans, sem sýndar voru með hon- um, voru 3 fjögurra vetra og 1 fimm vetra. Ein þeirra var með stærstu hryssunum á sýningunni en hinar voru fremur smáar (52 tommur). Ég hygg, að þessar hryssur hafi verið heldur illa tilhafðar á sýning- unni og hafi því átt erfiða aðstöðu í sam- anburði við gefnar hryssur. Þær eru yfir- leitt réttar að beinabyggingu en heldur dauft yfir þeim. Ég óttast að það verði ekki aðrar kynbætur að Skipholtsblakk en bætt kjötframleiðsla. Skipholts-Blakkur og dætur hans fengu III. verðlaun sem ættstofn. ★ Hér hefir verið rakin niðurstaða ætt- flokkakeppninnar. Því miður komu ekki til keppninnar margir frægir kynstofnar. Um það þýðir ekki að sakast. En óneitan- léga ber það hrossaræktaráhuganum ekki lofsamlegt vitni. Annars má vænta, að þarna hafi verið nokkrar af beztu hrossa- ættum landsins. Það mun ekki heldur vera nein tilviljun hvernig þeir voru ættaðir ættflokkarnir, sem báru sigur af hólmi. Þannig er Nasi frá Skarði ættfaðir allra hrossanna í þremur fremstu ættflokkun- um, og Blakkur frá Árnanesi að tveimur fyrstu ættflokkunum. í ættflokk Roða er 20% Skarðs-Nasablóð og 30% Blakksblóð, en í Skuggaættflokknum 22.5% Nasablóð og 12.5% Blakksblóð. Þegar blandast sam- an hin hnitmiðaða líkamsbygging Nasa frá Skarði og orkan og vöxturinn frá Blakk frá Árnanesi, er útlit fyrir, að komi fram einstaklingar meiri kostum búnir en hjá flestum öðrum hrossastofn- um á landinu. B. Einstaklingskeppnin. 1. Stóðhestar: Hér fer á eftir skrá yfir þá stóðhesta sem kepptu um einstaklings- verðlaun. Röðuri dómnefndarinnar er haldið:

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.