Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1948, Blaðsíða 16

Freyr - 15.06.1948, Blaðsíða 16
196 FREYR Framhaldsdeild á Hvanneyri. Kennarar: Stefán Jónsson, Guðmundur Jóns- son, skólasljóri, Haukur Jörund- arson (Gunnar Bjarnason, kenn- ari, var fjarrverandi). Nemendur: Fremsta röð: Sigurjón Steinsson, Skafti Benediktsson. — Miðröð: Egill Bjarnason. Grímur Jónsson, Hjálmar Jónsson. — Aftasta röð: Þorsteinn Valgeirsson, Bjarni Arason, Aðalbjörn Benediktsson. (Ljósm.: Guðni Þórðarson). ust auðvitað hér, og greinilegri og meira áberandi, af því að við sama tækifæri var hafin þar nýr liður í starfseminni á sviði búnaðarfræðslunnar, er tekið var upp framhaldsnám í búfræði fyrir búfræðinga. Á Hvanneyri er stórbúskapur rekinn, á ís- lenzkan mælikvarða, þar eru fjölþætt verkefni til meðferðar og skal hér vikið að þeim helztu. Bœndaskólinn. í hinum eiginlega gamla bændaskóla, sem skiptist í tvær deildir eins og verið hefir, voru 28 námsmenn í vetur, 18 í efri deild og 10 í yngri deild. Er námi og störf- um hagað þar samkvæmt reglugerð þeirri, er nú gildir fyrir bændaskólana, tveggja vetra bóklegt nám en verklegt nám að sumri milli þeirra. í vor útskrifuðust 16 búfræðingar og birt- ast nöfn þeirra á öðrum stað í blaðinu. Framhaldsnám í búfrœði. Að tilhlutan landbúnaðarráðuneytisins, en að undangengnum umræðum um nauð- syn þess að mennta búfræðinga til leið- beiningastarfsemi, var á síðastliðnu hausti hafizt handa um framhaldsnám á Hvann- eyri. Skyldi þar veitt fræðsla í tvo vetur, miðuð við það, að þeir er hennar nytu yrðu að loknu námi hæfir til þess að veita leið- beiningar um búfræðiefni og gerast ráðu- nautar í héruðum eftir því sem þörf og ástæður gæfu tilefni til. Vegna þess var kennaralið skólans aukið, en starfsskilyrði framhaldsnemanna eru lítið breytt frá því sem annars er við skól- ann, enda engar sérstakar ráðstafanir gerðar frá hálfu hins opinbera til þess að skapa þau vinnuskilyrði, sem réttilega þyrftu að vera í sambandi við framhalds- nám. Nám þetta stunda nú 8 piltar. Vélanámsskeið. Á hinni miklu vélaöld, sem nú er að renna upp yfir sjóndeildarhring bændanna, er þeim brýn nauðsyn á því að afla sér þekkingar á þeim sviðum, er varða vélar og tækni yfirleitt. Þess vegna efnir Verkfæranefnd ríkisins nú árlega til náms- skeiða og var eitt slíkt haldið á Hvann-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.