Freyr - 15.06.1948, Blaðsíða 26
206
FREYR
*
Meindýr.
Ríkisráðunautur Dana, A. P. Jacobsen, gaf fyrir
skömmu síðan, á fundi í FAO, skýrslu yfir skaða þann
sem meindýr valda á uppskeru eftir að henni er bjargað
af ökrum. Itrekaðar og gaumgæfilegar athuganir hafa
leitt i ljós, að rottur og önnur meindýr eta meira korn
en það sem flutt er milli landa. Svo telst til, að skordýr
og svampar eyðileggi um 10% af allri kornuppskeru í
heiminum á ári hverju. Gert er ráð 'fyrir, að FAO muni
hlutast til um að bændur vítt um lönd njóti upplýs-
inga er megi stuðla að því, að menn geti að verulegu
leyti spornað við missi verðmætra lífsnauðsynja af
völdum meindýra.
FAO starfar.
Enda þótt alþjóðastofnunin FAO (matvæla- og land-
búnaðarstofnun sameinuðu þjóðanna) sé langtum veiga-
minni en til var ætlazt í upphafi, hefir hún þó til með-
ferðar ýmiss umfangsmikil mál til úrlausnar. I vor hefir
verið unnið að því að athuga hvernig hægt væri að
auka framleiðslu matarolíu á þann hátt að vinna hana
úr ræktuðum og villtum pálmum í Venezuela og í Síam
hefir nefnd starfað að því að rannsaka hve mikið hrís-
grjónaframleiðslan þar í landi geti aukist með því að
nytja skóglendur og önnur svæði í því skyni. Þá er
og unnið að því að efla framleiðslu á matvælum í Aust-
urálfu til þess ef verða mætti að skapa þjóðum henn-
ar bætt næringarskilyrði.
Samvinna í vélanotkun.
Það eru nú aðeins þrjú ár síðan stofnuð var í Svíþjóð
fyrsta „vélamiðstöðin“, sem vinnur fyrir bændur að
jarðyrkju eða uppskerustörfum. I fyrra voru stöðvar
þessar um 30. I ár eru þær taldar vera um 300 í landinu,
og mundu vera fleiri ef vélakostur fengizt.
I Noregi er mjög erfitt um útvegun dréttarvéla, en
áhuginn fyrir stofnun vélamiðstöðva er mikill. Til þess
að vera við því búinn að grípa þær er tækifæri gefst,
hefir byggðum sums staðar verið skipt í hverfi, með
FRE YR
— búnaðarblað — gefið út af Búnaðarfélagi
íslands og Stéttarsambandi bænda.
Ritstjórn, afgreiðsla og innheimta:
Lækjargötu 14, Reykjavík. Pósthólf 1023
Sími 3110.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Kristjánsson.
Ritnefnd: Einar Ólafsson, Pálmi Einarsson,
Steingrímur Steinþórsson.
F R E Y R er blað landbúnaðarins.
Verð kr. 25.00 á ári. Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Prentsmiðjan Edda h.f.
tilliti til þessa, og er þá miðað við áætluð afköst vél-
ana á ákveðnum tímum.
I Danmörku hafa vélastöðvarnar starfað í eitt ár, og
nú, á öðru starfsári, fjölgar þeim mjög ört og hefir ver-
ið stofnað landssamband, til þess að skapa öflugan
ramma um örýggi í starfi og útvegun þeirra hluta er
með þurfa, svo að rekstur þeirra verði sem hagkvæm-
astur.
Samvinna í þessum efnum er talin til ótvíræðra hags-
bóta fyrir landbúnaðinn. Fyrr voru ýmsir áhyggjufullir
vegna þunga þeirra útgjaldabyrða, sem fylgdu miklum
vélakosti. Nú hyggja menn að létta þennan bagga á búi
hverju og hefir byrjunin þegar lofað mjög góðu í þessu
efni. Vélastöðvarnar eru ýmist samvinnufyrirtæki eða
einkastöðvar.
Smjörumbúðir úr alúminium.
Því er spáð, að aluminiumumbúðir um smjörið mum
innan skamms verða einráðar og með þeim batm
geymsluskilyrði að stórum mun. Aluminiumverksmiðja
nokkur í Mið-Ameríku hefir gert samning við umbúða-
verksmiðju í Kaupmannahöfn um framleiðslu alumim-
umpappírs, er nota skal sem smjörumbúðir, aðallega um
það smjör, sem flytja skal á erlendan markað, en við
notkun þess er talið, að komið verði í veg fvrir rýrn-
un á smjöri, sem numið hefir 8 milljónum króna að
verðgildi árlega. Verksmiðjan í Kaupmannahöfn á að
framleiða aluminiumpappír handa Svíþjóð, Noregi,
Finnlandi, Hollandi, Belgíu og Þýzkalandi.