Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1948, Blaðsíða 12

Freyr - 15.06.1948, Blaðsíða 12
192 FREYR Aldur ár Faðir Móðir ö ð XI ro i w <3 I PQ Fótleggur Verð'aun á sýningunni í cm 22. Móra í Eystra-Súlanesi 5 Blakkur, Leir. og Msv. Freyja á Melum 144 169 17.5 II. 23. Fluga í Pétursey 10 Þokki, Mýrdal Róða frá Hvoli 139 163 17.5 II. 24. Harpa í Eyjarhólum 7 Þokki, Mýrdal Freyja, Eyjarhólum 141 170 17.5 II. 25. Jörp í Eystra-Sulunesi 4 Blakkur, Leir. og Msv. Grána frá Arkalæk 136 157 17.0 III. 26. Blesa á Melum 4 Blakkur, Leir. og Msv. Bleikblesa frá Aðalb. 137 158 17.0 III. 27. Stjarna á Melum 5 Blakkur, Leir. og Msv. Skola á Melum 135 166 17.0 III. 28. Píla á Felli 11 Þokki, Mýrdal Bleik frá Vatnsk.h. 140 163 17.0 III. Töflurnar hér að framan og dómsniður- Nökkvi er 6 vetra, jarpur, 57 tommur, stöður skýra sig sjálfar. Þó skal þess getið, að dómnefndin taldi röðun hryssanna nokkuð af handahófi innan hvers verð- launaflokks, vegna þess, að dómnefndinni hafi ekki gefizt tími til að raða þeim af nákvæmni. Það er meiri vandi en margur hyggur að raða hrossum eftir gæðum, þegar reið- hestar og dráttarhestar eru hafðir í sömu röðinni. Ef litið er t. d. á jafnaldrana: Skipholts Blakk og Loga frá Dalsseli, þá kemur í ljós, að Blakkur hefir sáralitlar líkur til að gefa afkvæmi, sem eru betri til reiða en mæður þeirra, en hefir á hinn bóginn miklar líkur til þess að auka afl og þunga hrossanna. Logi, aftur á móti, virðist ekki álitlegur til þess að gefa væna dráttarhesta, en hann hefir ljúfa lund, góðan gang og vilja, og benda allar líkur til þess, að þessir eiginleikar muni erfast frá honum í ríkum mæli. Ekkert spor hefir verið stigið í þá átt að hreinrækta annars vegar dráttarhesta og hins vegar reiðhesta. Ef við eigum að fara út á þá braut, þurfum við alveg að endurskipu- leggja kynbótastarfsemina í landinu. Á meðan það er ekki gert, tel ég Blakk og Loga báða annars flokks hesta, en Nökkva á Hólum og hans líka fyrsta flokks hesta. reistur, þreklegur, með rétta sterka fætur, en of smáa hófa. Höfuðið táplegt, augun hvöss, fótaburður þróttmikill og gangur fjölbreyttur. Hér virðist allt standa til boða: Nóg þrek ,gangfimi, mikið fjör og ljúf lund. Af hverju stóð þessi hestur ekki á toppinum, spyr nú einhver, sem les þess- ar línur? Og svarið verður: Ef til vill hefir það verið álitamál hver hinna þriggja: Roði, Nökkvi eða Skuggi hefði átt að standa efstur. Dómnefndin dæmdi eftir því, sem lá í augum uppi, en það var að Roði hafði fullkomnasta byggingu þessara hesta. Aftur á móti hygg ég, að dómnefnd- in hafi ekki lagt á metaskálarnar eigin- leika eins og fjör, gangfimi o. fl. Sómi frá Kiðabergi (eigandi Gunnar Þorsteinsson, Ketilsstöðum, Mýrdal) stóð 5. í röðinni. Það er glæsilegur hestur og vel ættaður, (undan Sörla frá Kalkoti og út af Skarðs Nasa í móðurætt). Hann hefir verið of lítið notaður til undaneldis og of lítið taminn. Kópur frá Túni, eign Júlíusar í Hítar- nesi, stóð næstur Sóma. Það er mikill hestur og sterkur, viljugur og gangmikill en vantar fríðleika. Freyr í Gufunesi er aðeins 3 vetur. Hann er stór, frekar grannbyggður, fagur foli.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.