Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1948, Blaðsíða 3

Freyr - 15.06.1948, Blaðsíða 3
Maður er nefndur W. E. Petersen. Hann er prófessor í lífeðlisfræði við háskól- ann í St. Paul, Minnesota, í Bandaríkjum Ameríku, en heimsfrægð hefir hann hlotið fyrir rannsóknr sínar og mikilsverðar upp- götvanir viðvíkjandi myndun mjólkurinn- ar í júgrum kúnna, og í sambandi við þær uppgötvanir hefir hann — með langvinn- um tilraunum — sannað, hvaða aðferðir ber að nota við mjaltir, til þess að fá sem mesta mjólk og losna að verulegu leyti við galla þá og skaða, sem kýrnar hafa til þessa fengið vegna einhverra misgripa, eða misnotkunar véla, við mjaltir. Nefndur prófessor hefir verið á ferðalagi um Evrópu í vetur til þess að veita fræðslu um þessi efni. Dvaldi hann fyrst 6 vikur í Englandi, í boði búnaðarfélaganna og búnaðarblaðanna þar og flutti erindi á á mörgum stöðum, sýndi kvikmyndir og kenndi hraðmjaltaaðferð sína. Svíar og Danir buðu honum og heim til þess að fræðast af honum, enda þótt prófessorar og aðrir fræöimenn þessara landa væru þegar búnir að heimsækja hann vestan hafs, og sjá og skoða rannsóknarstofur hans og læra hraðmjaltir og allt sem þeim heyrir til. Flutti prófessor Petersen erindi og sýndi kvikmyndir við landbúnaðarháskólana í Kaupmannahöfn og Ultúna og víðar. Um 25 ára skeið hefir prófessor Petersen stundað rannsóknir á sviði þeirrar greinar lífeðlisfræðinnar, er snertir myndun mjólk- urinnar í júgrinu, og um margra ára skeið hefir hann framkvæmt tilraunir varðandí mjaltir. Það var þó ekki fyrr en árið 1939

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.