Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1948, Blaðsíða 5

Freyr - 15.06.1948, Blaðsíða 5
FRBYR 185 2. Lokka skal kúna til þess að láta mjólkina renna. Þetta er hægt að gera með því að nudda júgur og spena með klút, sem vættur hefir verið í 50 stiga heitu vatni. Um leið eru mjólkaðir svo sem 2 bogar úr hverjum spena í prófhylkið. Þegar votum hlýjum klút er nuddað um júgrið, vakna hjá kúnni svipaðar kenndir eins og þegar kálfur tekur spenann í munn sér. Tilfinningataugar í spenum og júgri flytja áhrifin til heilans en þar verða til fyrirskipanir til kirtlanna í júgrinu, sem þegar taka til starfa. Milliliður sá, sem ræður í þessu efni, er heiladingullinn, en í honum myndast hormónar, sem stýra mjólkurmynduninni og rennslinu í kirtlum júgursins. Það er mikilvægt, að mjaltamaðurinn skilji það og muni, að hormón-myndunin fer því aðeins fram ótrufluð, að farið sé að öllu með kyrrð og engum hranaskap. 3. Mjaltavélin verður að vera í lagi og hana ber að nota eins og mœlt er fyrir. Það er sjálfsögð skylda að halda mjalta- vélinni vandlega hreinni, til þess hún geti unnið svo vel sem kostur er á og verið í fullkomnu lagi. Sogið í pípunum verður að vera ná- kvæmlega eins og fyrir er mælt frá verk- smiðjunni, sem framleiðir vélarnar. Aukið sog skapar að vísu skilyrði til hraðari mjalta, en um leið vex hættan á þvi að spenar og júgur sé ofreynt. Það er algengt, að mjaltamenn greinir á um hvaða mjaltavélar eru beztar, og að sjálfsögðu eru þær mismunandi. Sumar er auðveldara að hreinsa en aðrar og sumar tolla betur á kúnum en aðrar. Hinar al- gengustu mjaltavélar, sem notaðar eru, bæði austan hafs og vestan, eru góðar vél- ar, er leysa vel það hlutverk, sem þeim er ætlað, og það er sá sem vélina notar og ekki verksmiðjan, er bjó vélina til, sem ber mesta ábyrgðina á því hvort vélin vinnur vel eða illa. 4. Hreytið ekki með höndunum eftir vélmjaltir. Það skal viðurkennt, að ekki tekur þaö jafnlangan tíma að mjalta allar kýr, en þegar vélin hefir verið á kúnni 2 y2—4 y2 mínútu er mjólkurstraumurinn venjulega orðinn mjög hægur. Spenahylkið seilist þá gjarnan lengra upp á júgrið. Þegar svo er komið ber að taka vélina af kúnni. Hreytur skulu ekki framkvæmd- ar með höndunum, heldur með vélinni. Þetta skal gert þannig, að sá sem mjaltar togar ofurlítið í spenahylkin og nuddar júgrið jafnframt. Á þennan hátt er auð- velt að tæma júgrið, en að það er gert með vélinni og ekki með höndunum, hefir 3 kosti: a. Það sparar tíma. b. Minni óhreinindi verða í mjólk- inni. c. Þegar hreytt er með höndunum kemur það ekki ósjaldan fyrir, að kýrnar verða kenjóttar á einn eða annan hátt. Sumar selja ekki þegar hand-hreytt er og ekki er óalgengt að kýr haldi vaxandi mjólkurmagni eftir til handhreytinganna. Því ber að tæma júgrið með vélinni, en auð- vitað verður að gera það á rétt- an hátt og fullkomlega. Það lær- ist eins og annað. 5. Vélin má ekki vera of lengi á kúnni. í reyndinni er það því miður alltof al- gengt, að ekki sé um þetta skeytt og mjalta-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.