Freyr - 01.02.1951, Qupperneq 5
XLVI. ARGANGUR NR. 3-4
REYKJAVIK, FEBRUAR 1951
Eínlembur — Tvílembur
Eftirfarandi greinar eru svör við spurningunni:
Hvort er betra að ærnar séu einlembdar
eða tvílembdar?
Töluleg dæmi óskast með svarinu.
Spurningin var ein á meðal þeirra, sem Freyr beindi
til lesendanna vorið 1950 og var nr. 3 i samkeppn-
inni.
Þess ber að minnast, að svörin voru skrifuð í fyrra
vor. Ritstj.
I.
Ef bóndinn er öruggur með að hafa
nægan fóðurforða handa búfénu, er það
augljóst, að hann hefir hag af því að fá
sem flestar ær tvílembdar.
Hitt er erfiðara að finna, hvaða hlutfall
sé á milli arðs tvílembunnar og arðs ein-
lembunnar.
í skýrslum Búnaðarritsins, um sauðfjár-
ræktarbúin, er tilgreind þyngd þyngstu
tvílembinganna og þyngsta einlembingsins
á hverju búi og hverju ári.
Ef gert er ráð fyrir, að hlutfallið milli
meðalþyngdar allra tvílembinganna og
allra einlembinganna sé til jafnaðar það
sama á hverju búi fyrir sig eins og meðal-
hlutfallið milli þyngstu einlembinganna og
þyngstu tvílembinganna, má fá nokkra
hugmynd um hlutfallið milli tvílembinga
og einlembinga á hverju búi fyrir sig.
Hér er tekið meðaltal af þessum tölum
um átta ára bil (1938—46) á þeim búum,
sem eru á skýrslu öll árin, og auk þess á
Grænavatni, sem er á skýrslu fimm ár af
þessum átta.
Þessar tölur sýna, að tvílemban virð-
ist gefa 50—60% meiri afurðir (brúttó) en
einlemban og fá þær þó báðar sama fóður.
Til þess að finna nettóarðinn eftir á
þarf að meta bæði fóður og hirðingu. Er þá
rétt að gera ráð fyrir, að tvílemban fái
meira fóður en einlemban.