Freyr - 01.02.1951, Blaðsíða 9
FREYR
33
J'JL’arÁi
Maðurinn er: Jón G. Guðmann og bújörð-
in, sem hann hefir skapað, heitir Skarð.
★
Á svæðinu neðan Glerár, þar sem hún
fellur til norðurs neðan við Rangárvelli,
en sunnan rafstöðvarinnar, sem fyrir all-
mörgum árum var byggð, þegar Glerá
var virkjuð, eru hamraborgir allstórar,
heflaðar af skriðjöklum, sem endur
fyrir löngu hafa markað för sín í stein-
harðar klappirnar. Á milli borganna
voru mýrasund fyrr og umhverfis þær, í
brekkum, vallgresi vaxnar þúfur — ágæt-
is haglendi. Þarna voru hestahagar Akur-
eyringa fyrrum og svo þeirra, sem erindi
áttu til Akureyrar með lestir, haust og vor,
úr nærsveitum eða um langvegu. Þarna var
frjáls hestahagi eða hægt að hafa þar
hesta í vörzlu eftir vild allt fram undir
1930, og sagt er mér, að þarna hafi fé ver-
ið haldið til beitar á haustin þegar það
kom til Akureyrar, þreytt af langri eða
skammri för frá markaðsrétt til síðasta
áfangastaðar.
Það mun hafa verið laust fyrir 1930, að
ég hafði þarna hesta í haga, eins og fleiri
ferðamenn, á meðan dvalið var á Akur-
eyri, og þar missti ég eitt sinn fola úr
girðingu og varð að leita hans lengi. Ráf-
aði ég þá um þessar slóðir, skyggndist um
af klöppunum og horfði yfir umhverfið,
hljóp yfir mýrasundin og óð votar lendur
eða hoppaði frá þúfu til þúfu. Þessi hesta-
geymsla og folaleit rifjaðist upp fyrir mér
þegar ég kom á sömu slóð síðastliðið haust
og stiklaði þar dagstund á þessum sömu
lendum.
í þá daga hljóp ég einn um þetta sund-
urleita land, en nú var ég í fylgd með eig-
anda þessara klappa og sunda. í þá daga
var hann kaupmaður á Akureyri, seldi allt
það, sem fólk fýsti að eignast, eins og góð-
um kaupmanni sæmir, en nú hefir hann
skilið við kaupmennskuna og valið sér það
hlutskipti að brjóta land og yrkja, rækta
jurtir og búfé og byggja heilt sveitabýli.
Jón G. Guðmann.
Jón G. Guðmann er Skagfirðingur að
ætt og uppruna, fæddur að Breiðsstöðum
í Gönguskörðum, en fluttizt þaðan barn til
Sauðárkróks.. Þar ólzt hann upp, hóf und-
irbúning undir æfistarf sitt, sem verzlun-
armaður, en strax í æsku stóð þó hugur
hans til annars frekar, sem sé til þess að
yrkja jörð.
Hið fyrsta framtak hans á því sviði var
að fá sér landspildu til ræktunar, rétt inn-
an við Krókinn, í nánd þar sem nú er að
rísa hið nýja mjólkurbú Skagfirðinga, en
þeirri spildu fékk hann ekki að halda nema
skamma stund; með aðstoð yfirvalda var
nún af honum tekin og ræktunarstarf Jóns
féll svo niður um alllangt skeið.
Árið 1921 flutti Jón búferlum til Akur-
eyrar, hóf sjálfstætt starf, og var þar kaup-
maður þegar ég hefti hesta á því landsvæði,
sem á er minnst. Hér var hann kaupmaður
í 20 ár, en árið 1940 lét hann af kaup-
mennsku til þess að helga búskapnum alla
krafta sína og umhýggju. Og hérna á
hæstu borginni stöndum við nú báðir tveir
og lítum yfir þetta landnám Jóns J. Guð-
manns, bónda að Skarði, en ríki hans eru
hin áminnstu sund og brekkur, ásamt hin-
um miklu borgum, sem eflaust hafa verið