Freyr - 01.02.1951, Síða 12
36
FRE YR
verið upp skorið á annað hundrað tunnur
árlega, — „og svo hefi ég stundum haft
geysilegt magn af rabarbara", bætir Jón
við. Þar að auki er sitt af hverju matjurta
í laukagarði, en hvað fjölskyldan ræktar í
glerhúsinu láðist mér að spyrja um. Aftur
á móti leit ég inn í hænsnahúsið og sá þar
falleg og vel hirt hænsni 2—300 að tölu.
„Þau voru nú einu sinni 5—6 hundruð, en
það borgar sig ekki að hafa hænsni nú, svo
að ég hefi fækkað þeim. En þau hafa alltaf
gefið góðar afurðir greyin, enda hefi ég
haft afurðatalningu og aðeins valið til und-
aneldis þær hænur, sem mestar afurðir
hafa gefið“, tjáir bóndi, þegar við göng-
um frá hænsnahúsinu.
★
Sá sem kemur að Skarði hlýtur að veita
því eftirtekt, að umgengni þar er önnur en
almennt gerist í sveitum og gildir það bæði
utan húss og innan. Ég hygg, að ýmsir
hefðu gagn og gaman af því að hitta Jón
bónda á Skarði og sjá búskap hans og um-
gengni alla.
Ekki vil ég með orðum þessum hvetja
þorra manna til þess að tefja fyrir Jóni
við bústörfin, því hann hefir langan starfs-
dag og í mörgu að snúast. En bændur hafa
gott af að hittast og spjalla um hlutina og
allt of lítið er gert að því, að bændur heim-
sæki hvorir aðra, fámennir hópar úr næstu
sveit, sem hittast dagstundir til þess að
skoða hver annars búskap og kynnast að-
ferðum við dagleg störf, og svo til þess að
ræða dægurmálin. Búskapurinn á Skarði
er í ýmsu eftirtektarverður, en þó tel ég
hitt sérstæðast, að kaupmaður, sem alla
tíð hefir átt láni að fagna í því starfi sír.u,
hverfur frá kaupmennsku og gerist „bcira
bóndi“, eins og það er svo oft orðað í lítils-
virðandi merkingu. En Jón G. Guðmann
hefir fundið hið mikilvæga í því að vera
bóndi. Hin skapandi hugsjón og hið eflandi
starf hefir hrifið hug hans allan og hann
hefir megnað að gera hugsjónina að veru-
leika, sem sannarlega er svo mikils um
vert, að aðrir mega og skulu líta.
Það mun næsta fátítt á landi voru, að
maður, sem aldrei hefir lært að plægja,
hverfur frá kaupmennsku, beitir þrem hest-
um fyrir plóg, brýtur landið og vinnur,
ræktar það og fær góða uppskeru á hverju
ári, en búfé hans breytir jarðargróanda í
ýmsar nytjar.
Til eru kaupmenn, sem eiga bú og láta
aðra stunda þau. Það gerir Jón Guðmann
ekki. Hann er sjálfur með í öllum störfum.
Hitt er algengt, að bændur flytja frá mold
til malar, og ekki er dæmalaust, að þeir
gerist kaupmenn. Jón hefir farið öfugt að.
Máttur moldarinnar hefir dregið hann frá
mölinni og við moldina neytir hann ávaxta
erfiðis síns og hyggst að gera það fram-
vegis. Á hverju vori sáir hann frækornum
í mold, sér nýgræðing af þeim vaxa og
ávöxtu þeirra uppsker hann að hausti.
Launin fyrir starfið eru eitt, og nokkurs
virði, en gleðin og gæfan, sem sannur
ræktunarmaður finnur og er þátttakandi í,
við sólrás og við aftanroða, sem vefur land
hans og gróanda í faðm sinn, það eru þætt-
ir, sem færa hinn fædda ræktunarmann
frá möl til moldar og veita styrk í hverju
starfi, svo að erfiðleikar eru að engu hafðir.
Bóndinn, Jón G. Guðmann, á Skarði, er
í hópi þeirra, er efla virðingu fyrir starfi
því, sem bændur inna af hendi.
★
I framhaldi af ofanskráðu spinnur Arnór Sigurjóns-
son þráð í eftirfarandi grein. Út frá nánum kynnum
af búskap Jóns notar Arnór tækifærið til þess að kveða
sér hljóðs viðvíkjandi ákveðnu viðhorfi, sem snert er í
niðurlagi greinar hans. Ber því að skoða hana sem
forspjall að efni, er reifað mun betur síðar og verður
vonandi til þess að ýnrsir biðja um rúm til þess að
koma skoðunum sínum á framfæri.