Freyr - 01.02.1951, Síða 17
FRE YR
41
Mámikeið
fyrir triiiiadarmcnn
Itúnaðnrfélagi Islamls
Með gildistöku jarðræktarlaganna 1923
og framkvæmd þeirra, var stórt spor mark-
að í ræktunarmálum og ræktunarmenn-
ingu íslenzkra bænda. Áður hafði að vísu
verið veitt viðurkenning og lítilsháttar að-
stoð vegna framkvæmda á sviði jarðyrkju,
en með jarðræktarlögunum var fjölþætt-
ari starfsemi tryggð aðstoð, enda um leið
gert ráð fyrir að framkvæmdirnar væru
þannig af hendi leystar, að til frambúðar
yrðu. Um sömu mundir og umrædd lög voru
í smíðum, fluttust til landsins mikilvirk
ræktunartæki og tækni, sem einnig var
fyrsta sporið á þeirri braut tækninnar, sem
rudd hefir verið síðar og nú er orðin bæði
breið og löng. Með vélknúðum tækjum
vannst miklu meira en fyrr, þegar hand-
verkfæri ein voru notuð, og með vélknúð-
um tækjum voru skilyrði búin til þess að
inna verkin af hendi miklu betur en áður.
En jafnframt gat sú hætta vofað yfir, að
undirbúningur fyrir sjálfa ræktunina yrði
ekki svo mikill né góður, sem vera þyrfti.
Þetta hefir mönnum eflaust verið Ijóst,
sumum hverjum að minnsta kosti, og
reynslan leiddi það í ljós og sannfærði þá,
sem ef til vill höfðu ekki trúað fyrirfram.
Þúfnabanarnir unnu sín verk sómasamlega
eða vel, en þúfnabanavinnslan varð ekki
alltaf að jafngóðu gagni af því að vanrækt
hafði verið að ræsa landið fram áður en
unnið var eða þegar unnið hafði verið.
En hvað um það. Á nýsmíðum eru oft
einhverjir gallar eða annmarkar og end-
urbætur eru eðlilegar. Svo fór og hér.
Áður en umrædd lög komu til fram-
kvæmda þurfti að gera ráðstöfun til þess,
að árangur þeirra yrði svo sem til var ætl-
ast. Framkvæmdir þær, sem styrkja skyldi,
varð að mæla og meta. Til þess skyldi velja
hæfa aðila og til þess að gera þá enn hæf-
ari var efnt til námskeiðs í Reykjavík.
Námskeið þetta mun hafa verið haldið ár-
ið 1924.
★
Minni háttar breytingar á jaröræktar-
lögunum hafa verið gerðar á því tímabili,
sem að baki er, en stórfelldustu breyting-
arnar voru gerðar eftir gagngerða endur-
skoðun laganna á árunum 1947—49, með
staðfestingu þeirra í nýrri mynd árið 1950.
Frá því hefir Pálmi Einarsson, landnáms-
framtakssamur og snjall ungur maður hef-
ir viljandi leitað viðnáms krafta sinna í
íslenzkum landbúnaði.
Fyrir síðustu aldamót fór framtakssam-
asta fólkið vestur um haf, eftir aldamót
hvarf það að sjávarútvegi, verzlun, iðnaði
eða flutningum á sjó og landi, en bezta
námsfólkiö settist við skrifborð eða í kenn-
arastól, meðan landbúnaðinum blæddi út
vegna skorts á snjöllu fólki. Fram að þessu
hefi ég aðeins séð eina bót á þessu böli:
Við íslendingar erum svo ,,demokratiskir“
í blóðblöndun okkar sem í annarri um-
gengni, að hér er enginn hæfileikamun-
ur ætta, heldur aðeins einstaklinga, og má
af þessum ástæðum vænta afreksfólks
nýrrar kynslóðar í öllum atvinnustéttum
jafnt, ef uppeldisskilyrðin ieyfa. En ef ís-
lenzk bændastétt á þess kost að fá úr öðr-
um atvinnustéttum marga menn á borð
við Jón Guðmann, hillir þar undir nýja
von. Þá mundi hún, þrátt fyrir þá blóð-
töku, er hún hefir orðið að þola, rísa eins
og kirkjugarður á nýársnótt, undir eins og
á hana er kallað til dáða.