Freyr - 01.02.1951, Qupperneq 18
42
FREYR
stjóri, greint í grein sinni í Frey nr. 22,
1950.
í tilefni af breytingum þeim, sem nú
hafa á orðið og svo af því, að megin þorri
hinna eldri trúnaðarmanna hefir nú lát-
ið af störfum eða er i þann veginn að hætta,
og nýir menn koma í staðinn, þótti tíma-
bært að efna til námskeiðs fyrir trúnaðar-
mennina. Búnaðarfélag íslands hefir frá
upphafi haft umsjón með framkvæmd þess-
ara laga og var því eðlilegt, að það hefði
einnig á hendi framkvæmd og fyrirkomu-
lag námskeiðs þess, sem efnt var til, fyrir
trúnaðarmennina, seint á árinu 1950.
Til þátttöku í þessu námskeiði var boðið
þeim 28 trúnaðarmönnum, sem starfandi
voru á árinu 1950.
Námskeiðið var haldið dagana 27. nóv-
ember til 7. desember 1950. Var fyrirkomu-
lagið það, að erindi voru flutt um hin ein-
stöku efni en síðar voru umræður. Tóku
umræðurnar jafnan miklu meiri tíma en
erindin, enda höfðu trúnaðarmennirnar
sitt af hverju að segja um reynslu sína frá
vettvangi starfsins á liðnum árum.
Erindin voru ekki aðeins bundin við þau
verkefni, sem beinlínis snerta framkvæmd
jarðræktarlaganna og mat framkvæmd-
anna, heldur og um almenn efni búfræði
Þessir fimm-menningar hafa verii') trúnaðarmenn frá upp-
hafi. Þeir eru: Kristófer Grímsson, Rcykjavík; PáU Páls-
son, Þúfum; Jón Jónsson, Volaseli, og að balci þeim
standa: Jóhannes Davíðsson, Hjarðardal, og Benedikt
Grímsson, Kirkjubóli.
og búskapar, eins og sjá má af eftirfarandi
lista yfir þau erindi, er flutt voru:
Efni:
Framræsla.
Nýrækt.
Áburður.
Dreifðar áburðartilraunir.
Fóður og fóðurverkun.
Athuganir viðvíkjandi súgþurrkun.
Sauðfjárrækt.
Jarðabótaskýrslur.
Belgjurtir, grænfóður og fræblöndun.
Þróun landbúnaðarins.
Nautgriparækt.
Byggingar í sveitum (2 erindi).
Erindi fiuttu:
Ásgeir L. Jónsson, ráðunautur:
Björn Bjarnarson, ráðunautur:
Dr. Björn Jóhannesson:
Gísli Kristjánsson, ritstjóri:
Hjalti Gestsson, ráðunautur:
Halldór Pálsson, ráðunautur:
Hannes Pálssson, fulltrúi:
Ólafur Jónsson, ráðunautur:
Steingr. Steinþórsson, forsætisráðherra:
Páll Zóphóníassoon, búnaðarmálastjóri:
Þórir Baldvinsson, húsameistari:
Þá 10 daga, sem námskeiðið stóð, var
starfsdagurinn langur. Byrjað var kl. 9 á
morgnana og fundum að jafnaði lokið um
kl. 7 að kvöldi, en hlé var jafnan haft
nokkurt í sambandi við matartíma. Hins-
vegar voru kvöldfundir haldnir suma dag-
ana.
Þátttakendur í námskeiðinu voru:
Trúna&armenn:
1. Hjálmar Jónsson, Hvanneyri, Borgarf.
2. Gunnar Jónatansson, Stykkishólmi.
3. Elías Melsted, Grund, V.-Barð.
4. Jóhannes Davíðsson, Hjarðardal.
5. Hjörtur Sturlaugsson, Fagrahv., ísaf.
6. Páll Pálsson, Þúfum, N.-ísafjarðars.
7. Benedikt Grímsson, Kirkjubóli, Strand.
8. Guðm. Jósafatsson, Austurhlíð, Hún.
9. Egill Bjarnason, Sauðárkróki.
10. Ólafur Jónsson, Akureyri.