Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1951, Síða 23

Freyr - 01.02.1951, Síða 23
FRE YR 47 var örugglega staðfest hér á landi hafa verið framleidd til varnar gegn henni tvennskonar lyf. Fyrst voru lyf þessi fram- leidd á Rannsóknarstofu Háskólans, Reykjavik, en eru nú framleidd á Tilrauna- stöð Háskólans í meinafræði, að Keldum. Bóluefni (vaccine) er notað til þess að bólusetja ærnar með. Við bólusetninguna myndast mótefni gegn lambablóðsóttar- sýklunum í blóði kindarinnar, og fá lömb- in mótefnið aðallega með broddmjólkinni. Ærnar eru bólusettar fyrst ca. 4 vikum fyrir sauðburð, en bólusetningin endur- tekin ca. 2 vikum síðar. Við bólusetningu skal ávallt fylgt þeim leiðbeiningum, sem sendar eru með bóluefninu. Á sumum bú- um, einkum þar sem ær bera ár eftir ár í húsi eða þröngum girðingum, viröist bólu- setning ánna eigi alltaf koma að fullum notum. Er þá bezt að dæla lömbin nýfædd með blóðvatni (serum). Er þýðingarmikið að dæla lömbin sem yngst og áður en þau verða sólarhrings gömul. í blóðvatninu, sem framleitt er úr blóði hesta, er hvað eftir annað hafa verið dæld- ir meö lambablóðsóttarsýklum, er mjög mikið af mótefnum gegn blóðsóttinni. Mótefni blóðvatnsins eru oftast nægileg til þess að verja lambið gegn blóðsótt fyrstu tvær vikurnar, en þá er því hættast við veikinni. Veikist lömb af blóðsótt, má oft lækna þau með því að dæla stórum skömmtum af blóðvatni undir húð þeirra, séu þau eigi mjög langt leidd. Þar sem framleiðsla blóðvatnsins er mjög dýr, er notkun þess kostnaðarsamari en bóluefnisins. Flestir bændur velja því þann kost, að bólusetja ærnar fyrir burð, en eiga auk þess til vara nokkur glös af blóðvatni, ef bólussetning kemur eigi að fullu gagni og nokkur lömb veikjast, eða ef sauðburður fer fram undir þeim skilyrðum, að sýkingarhætta sé ó- venju mikii. Hin síðari ár virðist lambablóðsótt hafa breiðst nokkuð út. Munu fjárskiptin senni- lega eiga nokkurn þátt í því. Þess vegna er full ástæða til þess að vekja athygli bænda enn á ný á þeim lyfjum, sem að beztu haldi koma gegn þessum alvarlega sjúkdómi. Ef einhver veruleg brögð kynnu að verða af því, að bóluefni og blóðvatn komi eigi að fullum notum, eru bændur vinsamleg- ast beðnir að tilkynna það Tilraunastöð Háskólans í meinafræði, á Keldum. Til þess að fyrirbyggja misskilning, skal að lokum tekið fram, aö í hverju glasi af bóluefni er nægilegt magn til að bólusetja 20 ær einu sinni, og í hverju glasi af blóð- vatni eru varnarskammtar í 20 iömb. Spurningar og svör. Sp. 1 : Hvað er bezt að gefa hænuungum fyrst eft- ir að þeir koma úr egginu? S. Þ. Svar: Fyrrum var venjan að ráðleggja að gefa þeim valsaða hafra á pajrpírsblaði. Réttast er að gefa þeim strax þá ungafóðurblöndu, sem viðeigandi er talin og seld er á almennum markaði í þessu skyni, en viðhafa engar sérstakar ráðstafanir ánnars. Erlendar blöndur af þessu tagi ganga einatt undir nafninu „starter" hjá verzlunarmönnum. Auðvitað má búa þessar blöndur til hér á landi. Svo þarf að sjá fyrir því að ungarnir hafi greiðan aðgang að hreinu vatni og gott er að það sé ylvolgt fyrstu dagana ef unnt er. Þá er nauðsynlegt að gefa ungunum mjólk (undan- rennu) sé þess nokkur kostur og bezt er að hún sé sýrð, en eigi skyldi byrja á mjólkurgjöf fyrr en ung- arnir eru um það bil vikugamlir. Nota má þurrmjólk, og blanda í fóðrið, í -stað undanrennu. Þá er að minnast vitamína og lyfja, sem varna á- kveðnum kvillum, en of langt mál væri að rekja það hér. Sp. 2: Hver er meðalþungi lamba um nýár? S. Þ. Svar: Lömb eru mjög misþung að hausti, en telja má það sæmilegar gimbrar, sem eru 35 kg. að þyngd. Telja má þær vel fóðraðar, ef þær halda þessari þyngd er vegnar eru um nýár. Gimbrar, sem eru léttari en 35 kg. að meðaltali, þarf lielzt að fóðra svo vel framan af vetri, að þær hafi aðeins bætt við þyngd sína um

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.