Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1951, Síða 12

Freyr - 01.10.1951, Síða 12
298 FREYR „Aðalfundur Stéttarsambands bænda, Hólum, Hjaltadal. Þykir mjög leitt geta ekki mætt á aðalfundinum. Oska störfum aðalfundarins megi fylgja gagn og heiður fyrir bændastéttina og þjóðina. Hermann Jónasson." Fundarmenn risu úr sætum til að votta ráðherranum þakkir sínar. Formaður flutti fundinum orðsendingu frá bæjarstjóra Siglufjarðar, þar sem hann bauð fundarmönnum til Siglufjarðar til að skoða bæinn og þiggja kaffiboð hjá bæj- arstjórn. Var fundarmönnum gefinn frestur til um- hugsunar og síðan gengið til dagskrár. 6. Álit fjárhags- og reikninganefndar. Stefán Diðriksson var framsögumaður og sagði að nefndin heíði athugað reikninga sambandsins og legði til að þeir yrðu sam- þykktir. Síðan ræddi hann um fjárhagsáætlun sambandsins fyrir árið 1952 og skýrði frá þeim breytingum, sem nefndin gerði á henni. Út af fjárhagsáætluninni spunnust nokkrar umræður og tóku margir til máls. Á meðal annars kom fram álit þess efnis, að Stéttarsambandið gerðist hluthafi í hinni fyrirhuguðu áburðarverksmiðju. Frá reikninganefnd kom síðan fram eft- irfarandi tillaga: „Aðalfundur Stéttarsambands bænda, haldinn að Hólum í Hjalladal dagana 27. og 28. ágúst, telur að lánsfjárskortur til landbúnaðarins standi veru- lega í vegi fyrir eðlilegum og bráðnauðsynlegum framkvæmdum í sveitum landsins. Skorar fundur- inn þvi á stjórn sambandsins að vinna af fremsta megni að því við löggjafarvald þjóðarinnar og rík- isstjórn, að fjármagn Búnaðarbankans verði aukið, svo að hann geti að fullu sinnt eðlilegri lánsfjár- þörf landbúnaðarins, bæði hvað snertir lögboðin lán til jarðakaupa, jarðræktar og byggingarfram- kvæmda, svo og til bústofnunar og aukningar. Til viðbótar erlendu lánsfé, sem nauðsynlegt væri að útvega, vill fundurinn í þessu sambandi benda á að réttmætt og æskilegt væri að ríkis- stjórnin sæi um að Búnaðarbankanum væri falin geymsla þess fjár, sem runnið er úr sveitum lands- ins og safnast fyrir hjá Tryggingastofnuuum rík- isins og Brunabótafélagi íslands." Tillagan var samþykkt með samhljóða at- kvæðum. 7. Álit allsherjarnefndar. Bjarni Halldórsson flutti framsögu og gerði grein fyrir tillögum allsherjarnefndar og talaði fyrir þeim. Tillögurnar voru þessar: Rafmagns- og símamál. „Aðalfundur Stéttarsambands bænda skorar á stjórn sína að vinna að því, að dreifbýlið fái sem fyrst rafmagn með sömu kjörum og þéttbýlið. Enn- fremur felur fundurinn stjórn sambandsins að vinna að því, að símalagningu í dreifbýlinu verði hraðað meira en verið hefur hingað til." Samþykkt með samhljóða atkvæðum. Almannatryggingar. „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1951 beinir því til stjórnar sambandsins að vinna að því, að tryggingalögin verði endurskoðuð og breytt f það horf, að hver slysatryggður einstaklingur greiði sjálfur slysatryggingargjald sitt." Samþykkt með samhljóða atkvæðum. Bifreiðar og dráttarvélar. „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1951 skor- ar á stjórn sína að vinna ötullega að því í sam- ráði við ríkisstjórn og fjárhagsráð að fullnægt verði nú á næstunni eftirspurn bænda eftir hent- ugum bifreiðum og dráttarvélum. Ennfremur æskir fundurinn þess, að stjórn sam- bandsins beiti sér fyrirr því að fylgt verði sett- um reglum og lögum um innflutning og úthlutun landbúnaðarvéla og heimilisdráttarvéla." Samþykkt samhljóða. Fóðurhœtir. „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1951 felur stjórn sinni að vinna ötullega að því í samráði við ríkisstjórn og fjárhagsráð að nægjanlegt af fjöl- breyttum fóðurbæti verði til í landinu á næsta vetri, þar sem heyfengur er nú almennt með minna móti. Ennfremur felur fundurinn stjórn sambandsins að aLhuga sem bezt, hvort ekki sé hægt að finna

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.