Freyr - 01.10.1951, Page 13
FREYR
299
leiðir til að lækka verð á erlendum fóðurbæti t. d.
með hagkvæmara fyrirkomulagi um innflutning o.fl.
og sé þá um framtíðar fyrirkomulag að ræða, enda
sé unnið að þessum málum í samráði við S.Í.S."
Samþykkt samhljóða.
8. Fjárhagsmál.
Sverrir Gíslason, formaður sambandsins,
gerði grein fyrir því, að stjórnin hefði fall-
izt á þá tillögu fjárhags- og reikninga-
nefndar, að Stéttarsambandið verji 50 þús-
und krónum til kaupa á hlutafé áburðar-
verksmiðju.
Þá komu tillögur nefndarinnar til at-
kvæða.
1. „Fjárhags- og reikninganefnd leggur til að
þóknun til fulltrúa á aðalfundi Stéttarsambandsins
1951 verði kr. 75.00 á dag í 4 daga og kr. 100.00 á
dag fyrir þá daga, sem þar eru fram yfir.“
Samþykkt samhljóða.
2. „Fundurinn samþ)kkir að verja allt að kr.
50.000.00 til kaupa á stofnhlutabréfum í væntan-
legri áburðarverksmiðju og heimilar stjórn Stétt-
arsambandsins að taka lán til þess til jöfnunar á
fjárhagsáætlun fyrir árið 1952."
Síðan var fjárhagsáætlunin borin undir
atkvæði, lið fyrir lið, og var hver einstakur
liður samþykktur með samhljóða atkvæð-
um, nema 8. gjaldaliður með 23:2 atkvæð-
um. Var þá áætlunin á þessa leið:
Fjárhagsáœtlun Stéttarsambands bœnda
jyrir árið 1952.
Tekjur:
1. í sjóði frá fyrra ára ......... kr. 20.000.00
2. Tekjur úr Búnaðarmálasjóði .... — 260.000.00
3. Vaxtatekjur .................... — 2.500.00
4. Lán tekið á árinu ............... — 37.500.00
Samtals kr. 320.000.00
Gjöld:
1. Laun og ferðakostnaður stjórnar kr. 15.000.00
2. Laun og ferðakostnaður fram-
kvæmdarstj. og sendimanna og
erindreka á fundi ............... — 25.000.00
3. Aðalfundur .................. - 70.000.00
4. Útgáfukostnaður Freys og rekst-
urshalli ......................... — 30.000.00
5. Kostnaður við skýrslusöfnun .... — 3.000.00
6. Þátttaka í Í.F.A.P.................. - 10.000.00
7. Þátttaka í N.B.C.................... - 10.000.00
8. Úthlutun dráttarvéla og jeppabif-
reiða ................................ - 7.000.00
9. Skrifstofukostn. (húsnæði, ljós, hiti
o. fl.) .............................. - 10.000.00
10. Framlag til Tryggingasjóðs .... — 50.000.00
11. Framlag til Húsbyggingasjóðs.. .. — 30.000.00
12. Til hlutafjárkaupa í áburðar-
verksmiðju ............................ — 50.000.00
13. Óviss gjöld ........................ — 10.000.00
kr. 320.000.00
Áætlunin í heild var samþykkt með sam-
hljóða atkvæðum.
9. Aðalfundur N.B.C.:
Formaður lagði fram þessa tillögu frá
stjórninni og talaði fyrir henni:
„Aðalfundur Stéttarsambands bænda, haldinn að
Hólum 28. ágúst 1951, heimilar stjórn Stéttarsam-
bandsins að bjóða Bændasambandi Norðurlanda
(N.B.C.) að halda aðalfund sinn hér á landi næsta
ár og að verja til þess fé á svipaðan hátt og bænda-
félög liinna Norðurlandanna hafa gert undir sömu
kringumstæðum."
Samþykkt með samhljóða atkvæðum.
10. Álit framleiðslunefndar.
A) Einkasala á eggjum og garðávöxtum.
Garðar Halldórsson flutti tillögu nefnd-
arinnar í því efni og mælti fyrir henni.
Hún var svo:
„Fundurinn felur stjórn Stéttarsambands bænda
og Framleiðsluráði að vinna af alefli að því, að lög-
um um framleiðsluráð verði breytt á þann veg, að
framleiðendum garðávaxta, gróðurhúsaafurða og
eggja verði gert mögulegt að fá í sínar hendur
einkasölu og innflutning þessara vara.
Á meðan framanskráð ákvæði koma ekki til fram-
. kvæmda, beinir fundurinn því til Framleiðsluráðs
að gæta eftirtalinna atriða:
1. Að tekið sé nægilegt tillit til geymslukostnaðar
kartaflna með hækkandi verði.
2. Að meiri verðmunur verði gerður á úrvals og
1. flokki kartaflna en verið hefur eða að ekki verði
gerðar jafnstrangar matskröfur til úrvals flokks og
s.l. haust.