Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1951, Síða 18

Freyr - 01.10.1951, Síða 18
304 FRE YR yfir hnjúka, sem gyltir eru af skini síð- degissólar og yfir sendna suðurströnd landsins, þar sem bára brotnar við sand, og þar sem erlendir veiðiþjófar liggja rétt úti fyrir að veiðum. í 200 metra hæð ber fuglinn okkur yfir Þykkvabæinn, þar sem fólk er úti að hauststörfum, og fram hjá Vík í Mýrdal er flogið rétt framan við drangana, en í þorpinu eru bílar og fólk á fartinni. Svo taka við sandar og ósar, og sandar aftur og grynningar langt fram í sæ. Tæpum klukkutíma eftir að létt var á Reykjavíkur-flugvelli er lent á sandinum sunnan við Fagurhólsmýri. Hvílík hrað- ferð! Forðum var þessi för margar dag- leiðir, hvort sem farið var fótgangandi eða á hestbaki, en leiðin er ófær nútíma sam- göngutækjum öðrum en flugvélunum Vötn- in eru að vísu brúuð, nema Skeiðará, en verður hún nokkurntíma brúuð, svo að þessi leið verði fær bifreiðum? Þetta var áður torfærasta leið þessa lands og ekki fær öðrum en vönum vatnahestum og þaul- æfðum ferðamönnum. Það mátti fyrr til tíð- inda telja, ef menn úr öðrum landshlutum voguðu sér út á þær torfærur, sem um allar aldir hafa verið á leiðinni til Öræfa. í dag er það engin nýlunda, því að nú er farið á einni stund það, sem áður þurfti viku til að komast. En gestrisnin er sýnilega í blóð borin fólkinu hér, því að móttökurnar eru eins og vegfarandinn hefði lagt á sig viku för og mikið erfiði til þess að ná áfanga- stað — en það er bara ein stund síðan mað- ur drakk kaffið heima hjá sér í Reykjavík og nú er kaffi til reiðu hér á Fagurhóls- mýri. ★ í septemberbyrjun 1950, þegar aðalfund- ur Stéttarsambands bænda var haldinn að Kirkjubæjarklaustri, gistu 14 manns á svefnsal yfir sláturhúsinu. Var þá rætt um landsins gagn og nauðsynjar langt fram á nótt og bar margt á góma, og meðal ann- ars möguleikar á því að flytja líflömb úr Öræfum og Suðursveit á fjárskiptasvæðin. Á þessi mál hafði að vísu verið drepið áður, en þá þóttu þau fjarstæða. Nú sýndist ýms- um að prófa mætti þó þessa leið og var málið fært á almennan umræðugrundvöll. Um mánaðamótin september og október var það orðið að veruleika, því að flugvél frá Flugfélagi íslands var útbúin til þess að flytja líflömb úr Öræfum — um 600 samtals — að Stóra-Kroppi í Borgarfirði, en þaðan voru þau flutt á bílum heim til bænda vestan Hvítár í Borgarfirði. Og hér er ég í för þessari sem áhorfandi, er hyggst að geta þess síðar á prenti, hverj - ar aðfarir eru notaðar við að koma lömb- um Öræfinga áleiðis til Mýramanna — lif- b'lulningurinn frá Reykjavík er sildarmjöl sem Orœfabœndur nota að vetrinum. Ljósm.: G. K.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.