Freyr - 01.10.1951, Síða 19
FREYR
305
andi lömbum heilum á húfi. Um undan-
farin haust hefir fénu í Öræfum verið
slátrað og afurðirnar síðan fluttar loftleið-
is til höfuðstaðarins, en nú — nú er það
lifandi peningur, gangandi fé, sem um er
að ræða.
Áður en flutningar hófust voru tveir
sendimenn gerðir út frá Mýramönnum til
þess að annast fjárkaupin, vega lömbin og
skrásetja þau. Voru það Gunnar bóndi á
Ölvaldsstöðum í Borgarhreppi og Ólafur
bóndi á Litla-Skarði í Stafholtstungum.
Átti ég eftir að mæta þeim að starfi þar
í Öræfum næsta dag.
Nú er ég lentur hér á Fagurhólsmýri, hefi
drukkið kaffi og er kominn þar að, sem
lömbin eru í haldi, því nú skal lesta.
Undir Blesakletti, neðan við Mýrina, hef-
ir fjárrétt verið gerð. Lóðréttur stapavegg-
urinn er hér á tvær hliðar, en grjótveggur
á hinar tvær, en í réttinni eru lömbin, sem
bíða farsins um loftin blá. Drengir tveir
eru á réttarveggnum og aðstoða við að ná
lömbunum þegar starfið byrjar, en frá rétt-
inni eru lömbin borin í fanginu að flug-
vélinni, um 30 metra vegalengd. Á meðan
við drukkum kaffið hafði síldarmjölið ver-
ið tekið, svo nú eru stíurnar tómar innan-
borðs. En það tekur ekki langan tíma að
fylla þær á ný. Röskar hendur grípa lömb-
in í réttinni. Þau eru ekki þung, enda fara
bændurnir léttilega með þau og í vélinni
er þeim raðað í stíurnar. Þungi hvers
lambs er þekktur, svo leggja má saman og
sjá hve þungur farmurinn er. Fyrstu ferð-
irnar voru allt að 100 lömb í ferð, en lömb-
in virðast vænni því vestar sem kemur á
fjárkaupasvæðið og bændurnir á Fagur-
hólsmýri gera ráð fyrir að færri lömb verði
í næstu ferðum, því að fjárkaupamennirn-
ir hafa gefið í skyn að lömbin séu þyngri
í Svínafelli og Skaftafelli en raun var á í
Austur-Öræfum. Þessar aðfarir við flutn-
ing lambanna þykja í frásögur færandi.
Dönsk blaðakona hefir verið með í einni
ferð og blað það, er gerði hana út í leið-
angurinn, hefir birt myndir og frásögn um
atburði þessa, og hér er nú Hollendingur
— þó ekki hinn fljúgandi — sem ljósmynd-
ar og hyggst segja frá þessum atburðum í
heimalandi sínu: hvernig íslenzkir bændur
flytja lömb sín landshluta í milli.
Hér stendur flugvélin nú á sandinum neð-
an við stapann, sem endur fyrir löngu hefir
verið sæbrattur sjávarhamar. Undir klett-
inum brotnar nú engin alda, því margir
kílómetrar eru til sjávar, en hér getur þó
að líta vogrek af ýmsu tagi, sem venjuleg-
Lömbin standa i réttinni undir
Blesakletti og biða farsins til Borg-
arfjarðar. Þetta eru spennandi
riagar fyrir krakkana.
Ljósm.: G. K.