Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.1951, Side 24

Freyr - 01.10.1951, Side 24
Kvisker er austasti bcer i Örœfum. Ljósm.: G. K. okt. 1951. Sigurður Björnsson flytur mig á jeppan- um frá þessum vestari enda sveitarinnar alla leið til hins eystri, að Kvískerjum. Eftir að hafa farið þessa leið verður gestkomandi manni á að hugsa með sjálfum sér, að varla er þess að vænta að hér séu holdmiklir dilk- ar á haustnóttum, því landþröngt er, en sandar og urðir, eyrar og leirur í ríkum mæli. Hér vorar snemma, en hér haustar líka snemma. Hér mundi búsæld eflaust aukast ef hægt væri að auka hið gróna land, því gróðurlönd eru alltof takmörkuð. Þetta mundi hægt að gera með því að sá til grænfóðurs á vorin og láta lömbin ganga á grænfóðurlendum frá septemberbyrjun, þegar beitilöndin visna og grösin tréna. Með þessu móti ætti að vera hægt að fá hold- meiri lömb og auka fallþunga þeirra um 2—3 kg á 3—4 vikum, síðustu vikurnar áð- ur en þeim er slátrað. Ég efast ekki um að þetta mundi gera betur en borga sig, — að vísu ekki vegna fjárskipta og til þess að geta selt Mýramönnum vænni dilka — nei, því ekki er víst, að líflömb verði flutt héðan loftleiðis oftar til annarra landshluta. En aukinn fallþungi getur samt gefið Öræfing- um meiri arð. Og þegar lömbin hafa verið sótt í Breiðamerkurfjall og Skaftafellsjökul eða aðra hnjúka eða drög undir jöklinum, væri gott að hafa góð beitilönd heima. Eftir að hafa gist að Kviskerjum og séð hið sérkennilega landslag þar, rætt við hina fjölfróðu bræður og notið hinnar mestu gestrisni, eru þessi efni efst í huga mér á leiðinni til Fagurhólsmýrar, en með Gló- faxa fer ég til baka eftir tveggja daga dvöl í Öræfum. Og ég lofa sjálfum mér því að heimsækja öðru sinni hið ötula fólk, sem hér byggir áður afskekkta sveit, sem nú er fjölfarin og í ágætu sambandi við umheim- inn, síðan flugferðirnar voru upp teknar.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.