Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.1951, Side 25

Freyr - 01.10.1951, Side 25
FRE YR 311 Verðl agsgrundvöl 1 ur- inn 1951 1. sept. 1951 — til 31. ágúst 1952.. Eins og kunnugt er á 6 manna nefnd að finna verðgrundvöll landbúnaðaraf- urða. Eru þrír nefndarmanna tilnefndir af stjórn Stéttarsambands bænda, en hinir þrír af eftirtöldum aðilum: einn frá Sjómannafélagi Reykjavíkur, einn af Alþýðusambandi íslands og einn af Landssambandi iðnaðarmanna. Verði allir aðilar sammála um verðlagsgrund- völlinn öðlast hann gildi, ella sker yfir- dómur úr, þar sem hagstofustjóri er oddamaður. Hvor aðili fyrir sig getur sagt verðlagsgrundvellinum upp fyrir febrúarmánaðarlok ár hvert. Tvö undan- farin ár hefir verðgrundvellinum ekki verið sagt upp. Þegar ekki er sagt upp reiknar hagstofustjóri út verðlagsgrund- völlinn eftir þeim verðbreytingum, sem orðið hafa og eftir gerðu samkomulagi þar um. Þær breytingar, sem orðið hafa á verð- grundvellinum frá fyrra ári, eru þessar: Innlent fóðurmjöl, þ. e. síldarmjöl, fiski- mjöl og karfamjöl, hefir minnkað að magni úr 1250 kg í 650 kg og verðið lækkað úr kr. 2.64 á kg í kr. 2.26 á kg. Útlendur fóðurbætir, maís o. fl., hefir aukist úr 1500 kg í 1770 kg og verðið hækk- að úr 1740 kr. í 3929.00 kr. Tilbúinn áburður má heita að standi í stað að magni, en verðið hefir hækkað úr kr. 2.574.00 í kr. 3.074.00. Viðhald fasteigna hefir hækkað úr kr. 1212.00 í kr. 1454.00. Kostnaður við vélar hefir hækkað úr kr. 2.022.00 í kr. 2.245.00. Flutningskostnaður hefir hækkað úr kr. 828.00 í kr. 1104.00. Kaup bóndans hefir hækkað úr kr. 29.020.00 í kr. 33.306.00. Aðkeypt vinna hefir hækkað úr kr. 10.820.00 í kr. 12.418.00. Aðrir liðir gjalda og tekjumegin standa óbreyttir, svo og frádráttarliðirnir. Alls hef- ir útgjaldahlið grundvallarins hækkað úr kr. 51.323.00 í kr. 58.806.00. Það verð, sem áætlað er að bændur fái fyrir helztu framleiðsluvörurnar, er: kr. 2.47 fyrir mjólkurlítra, kr. 11.00 fyrir kg af dilka- og geldfjárkjöti, kr. 12.00 fyrir kg af gærum, kr. 10.00 fyrir kg af ull og kr. 1.88 fyrir kg af I. fl. kartöflum. Mjólk á þá að hækka til bóndans frá f. á. um 32 aura á lítra og kjötið um kr. 1.25 á kg. Það at- hugist, að hið áætlaða verð til bóndans er meðalverð. Hinir einstö.ku liðir grundvallarins eru fundnir þannig: Innlendi fóðurbætirinn er það magn, sem selt er frá 1. júlí til 31. júní ár hvert .Útlendi fóðurbætirinn það magn, sem inn er flutt frá 1. júlí til 31. júní. Hvort tveggja deilt með tölunni 6000 (þ. e. tölu bænda). Innfluttur áburður er tekinn á sama hátt. Verðið er fundið eftir því verði, sem hefir verið á þessum vörum hjá fjór- um stærstu kaupfélögunum: Kaupf. Árnes- inga, Borgfirðinga, Eyfirðinga og Héraðs- búa. Viðhald fasteigna eftir þeim breyting- um, sem orðið hafa á árinu á timbri, þak- járni og málningu. Kostnaður við vélar, eftir verðbreytingum, sem orðið hafa á við- gerðum, varahlutum, benzíni og smurolíu. Flutningar, eftir þeim breytingum, sem orð- ið hafa á flutningatöxtum á mjólk og vör- um hjá fyrrnefndum kaupfélögum. Vinna bóndans er reiknuð, samkvæmt kaupi Dagsbrúnarverkamanns í ágúst og aðkeypt

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.