Freyr - 01.10.1951, Síða 28
314
PREYR
Til þess að fyrirbyggja misskilning skal
þess getið, að ýmsum mundi hafa sýnzt þar
flest vera í röð og reglu og þess lítið gæta,
að byggingaframkvæmdir stæðu yfir.
Ég kem í fjós og mjólkurhús. Ég lít á flest
það, sem notað er við hirðingu, mjaltir og
mjólkurmeðferð og ég verð að segja frá
hlutunum eins og þeir komu mér fyrir sjón-
ir. Þarna er ekkert það í útbúnaði, er full-
komnara geti talizt en hjá ýmsum þeirra,
sem nú eiga ný fjós með tilheyrandi útbún-
aði. En það sem þarna er eftirtektarvert —
og eftirbreytnisvert — er umgengnin. Fjós-
ið er nýtt. Það er byggt úr steinsteypu, klætt
innan með asbesti, en stoppað með torfi.
Suðurveggur er úr timbri og asbesti, en út-
búinn er hann þannig, að gert er ráð fyrir
að fjósið verði stækkað þá leið síðar, ef vill.
Básar i fjósi eru 12, með timburklæddum
pöllum. Flór er 75 cm breiður, stétt 100—
110 cm breið.
Alfa-Laval mjaltavél er í fjósinu. í klefa
við fjósið fer fram kæling, en í kæliþró
rennur vatn úr bæjarlæknum, sem kemur
ofan af há-fjalli.
— Hitinn í honum leikur á þetta frá fjór-
um upp í 13 stig á Celcius, segir Halldór, og
spurningu minni um hve fljótt mjólkin
komist í kælinn, svarar hann: ■— Við hell-
um mjólkinni strax í brúsana og setjum þá
í kælinn, en hann rúmar tvo 40 lítra brúsa
og fjóra 25 lítra brúsa. Ég sendi nú aldrei
mjólk til samlagsins oftan en annan hvern
dag og fer þá oftast þriggja mála mjólk,
stundum ögn meira, en annars er ekki flutt
mjólk að vetrinum nema tvisvar í viku.
Héðan eru 3 kílómetrar út á veg, þar sem
mjólkurbílarnir koma og taka mjólkina.
Þessvegna verður hún stundum að standa
um óákveðinn tíma, þvi ekki koma mjólk-
urbílarnir alltaf á sömu mínútunni.
— En þar standa brúsarnir náttúrlega á
palli, varðir fyrir sól og vindi — skýt ég
inn í.
— Ónei, ekki er það nú, en það virðist
nú ekki koma að sök.
— En ekki eru kvillar í kúnum þínum,
þess mundi fljótt verða vart og mjólkin
flokkast eftir því.
— Jú, það hefir nú komið fyrir að kýrn-
ar hafa fengið júgurbólgu, en þegar það
hefir skeð erum við vön að mjalta þær kýr
sér og mjólkinni úr þeim er þá ekki bland-
að saman við aðra mjólk. Kálfarnir fá
hana. Aðeins einu sinni hefir borið á
bráðri júgurbólgu, en hún var strax lækn-
uð með penicillin-stílum.
— En ég sé ekkert sérstakt, sem geti gef-
ið tilefni til þess, að mjólk þín flokkast bet-
ur en annarra.
— Ég veit heldur ekki til þess, að hér séu
aðrar aðferðir notaðar en almennt gerist.
Við hreinsum mjaltavélarnar á þann hátt
sem mælt er fyrir og notum klóramín í
dauðhreinsarann.
— Og mjaltirnar?
— Þær eru framkvæmdar eins og hjá
öðrum. Við þurrkum júgur kúnna með vot-
um klút, en hann er bara vættur í vatni,
og svo er mjaltað eins og gengur.
— En mjólkurílátin?
— Þau eru æfinlega þvegin úr sjóðandi
sódavatni, síðan skoluð með köldu vatni og
þar næst með sjóðandi vatni, bæði dunk-
ar og fötur, en aldrei þurrkað. Þegar heita
skolvatninu hefir verið hellt burt setjum
við lokin strax á, svo ílátin standa aldrei
opin. Þegar mjólkurílátin koma frá sam-
laginu er stundum súr mj ólkurseytill í
lögg. Stundum fáum við skyr heim i dunk.
Þegar þetta kemur fyrir eru hlutaðeigandi
dunkar æfinlega þvegnir úr tvennum sóda-
vötnum. Og áður en mjaltir byrja skolum
við öll ílát.
— Svo þetta eru þá þær aðferðir, sem
daglega eru um hönd hafðar og árangur-
inn er: alltaf fyrsta flokks mjólk.
— O — ekki er það nú. Það kemur fyrir
að hún fer í annan flokk, en það er ekki oft.
— Nei, það er varla hægt að segja, þegar
það hendir ekki einu sinni á ári að með-
altali.
— Það skeði þó tvisvar á síðasta sumri.
En í eitt skipti lenti mjólkin í öðrum
flokki og það er mér alveg óskiljanlegt. Það
var seinni part vetrar, ég held í febrúar,
í stórhríð og frostum. Fyrir mörgum árum
kom hún einu sinni í annan flokk, en þá