Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1951, Síða 32

Freyr - 01.10.1951, Síða 32
318 PRE YR Davíð Jónsson, hreppstjórl, frá Kroppi Fyrir tilmæli Freys hefir Hólmgeir Þorsteinsson rit- að um látinn heiðursmann og ágætan bónda, hin sönnu og fögru orð, sein hér fara á eftir. Þegar mér barst dánarfregn Davíðs Jóns- sonar frá Kroppi komu mér í hug þessar ljóðlínur Jónasar Hallgrímssonar, er hann kvað við andlát Bjarna Thorarensen: „Skjótt hefir sól brugðið sumri, því séð hef ég fljúga fannhvítan svaninn úr sveitum til sóllanda fegri.“ Að vísu kom mér andlátsfregnin ekki svo mjög á óvart, en hitt var heldur, að við burtför hans fann ég að skyggði að og hljóðnuðu glaðværar raddir í umhverfi hans, sem við samferðamennirnir höfðum notið um langt skeið. Við vorum því svo vanir að hver samverustund og samstarf með honum væri eins og glaður leikur, sem hressti og yljaði. Davíð Jónsson var fæddur að Litla-Hamri í Öngulsstaðahreppi hinn 12. september 1872. Foreldrar hans voru hjónin Rósa Pálsdóttir á Tjörnum í Saurbæjarhreppi Steinssonar, og Jón Davíðsson. Bjuggu þau þá á Litla-Hamri. Sex ára gamall flyzt Davíð með foreldrum sínum að Kroppi í Hrafnagilshreppi, en tíu árum síðar, eða 1889, að Hvassafelli í Saurbæjarhreppi. Bjó Jón faðir hans þar til ársins 1900. Haustið 1889, þá 17 ára gamall, fór Davíð í Möðru- vallaskóla, en varð að hætta námi í öðrum bekk sökum augnveiki. Þó batnaði sá kvilli fljótlega, og gat hann því fyllilega bætt sér upp með sjálfsnámi það, er á vantaði venju- legan skólatíma. Davíð var bráðger andlega og líkamlega, en þó aldrei vel hraustur. Árið 1895 kvæntist Davíð Sigurlínu Jón- asdóttur, frá Stóra-Hamri í Öngulsstaða- hreppi, og hófu þau búskap á Kroppi. Bjuggu þau þar til ársins 1945 að Sigurlína lézt. Brá þá Davíð búi og fluttist að Grund til Ragnars, sonar síns, og konu hans, Mar- grétar Sigurðardóttur. Hann lézt á sjúkra- húsi Akureyrar þann 27. febrúar 1951, rúm- lega 78 ára gamall. Tuttugu og þriggja ára gamall byrjaði Davíð búskapinn og hélt honum uppi sam- fleytt í 50 ár. Starfsdagurinn var því orð- inn langur og athafnaríkur. Þegar á fyrstu búskaparárunum voru honum falin trúnaðarstörf fyrir sveitina, og kom brátt að því, að á herðar hans hlóð- ust flest þau störf, sem sveitungar hans höfðu yfir að ráða. Hreppsnefndarmaður var hann alllengi og um skeið hreppsnefnd- aroddviti. Sýslunefndarmaður var hann kosinn 1928 og hélt því starfi til 1950. For- maður búnaðarfélags hreppsins var hann í mörg ár, og í ýmsar aðrar nefndir og störf var hann kjörinn af sveitungum sínum. Auk þess var hann kvaddur til ýmissa starfa af öðrum aðilum. Hreppstjóri Hrafnagils- hrepps var hann skipaður árið 1904, þá að- eins 32 ára gamall. Gegndi hann því starfi í 45 ár. Skömmu upp úr aldamótunum var hann ráðinn aðstoðarmaður Myklesteds fjárkláðalæknis. Ferðaðist hann í þeim er- indum víðsvegar um Norður- og Austur- land. Formaður fasteignamatsnefndar

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.