Freyr - 01.10.1951, Síða 34
320
FREYR
sáttarorð á milli ef í odda skarst um skoð-
anir, og leita að þeirri niðurstöðu, er bezt
varð fundin. Kom þá í góðar þarfir hið
glaða og þýða geðslag hans samfara góðri
greind og þekkingu.
Davíð Jónsson var einlægur og óvenju-
legur bjartsýnismaður og virtist sá eigin-
leiki, ásamt óbifandi trúnaðartrausti til
æðri máttarvalda, fara vaxandi með aldr-
inum og líkamlegri hrörnun. Mátti næst-
um svo að orði kveða, að honum fyndist,
hin síðari árin einkum og til hinztu stund-
ar, að árið í ár væri ennþá bjartara og
glæsilegra en árið í fyrra. Slík var lífsskoð-
un hans og virtist elckert geta haggað henni,
livorki andstæðir atburðir eða ellihrörnun,
nema síður væri. Hann virtist horfa yfir
og út fyrir hin erfiðari fyrirbærin og eygja
fremur birtuna og gleðina á bak við þau,
þar sem í fjarska blánaði fyrir ströndd hins
ókunna lands.
Davíð var vel skáldmæltur og orti marg-
ar smellnar tækifærisvísur. Þó mun hon-
um hafa látið bezt að yrkja erfiljóð eftir
látna vini og samstarfsmenn. Kemur þar
bert í ljós hin bjarta og einlæga guðstrú
hans. í kvæði, sem hann orti nokkru fyr-
ir andlátið, og sungið var við jarðarför
hans, sem kveðja til vina og vandamanna,
segir hann:
„Mig á fagnaðarfund leiðir föðurins mund.
Gleðjist þér, gleðjast ber, því vor guð hjá
oss er.“
Og fagnandi, með hreinu og barnslegu
trúnaðartrausti, tók hann í þá hönd.
Um bólusetningu gegn
garnaveiki
Ritstjóri Freys, hr. Gísli Kristjánsson,
hefur beðið mig að gefa lesendum blaðsins
nokkrar frekari upplýsingar um, hvernig
ástatt sé um bólusetningu gegn garnaveiki
í sauðfé. Nokkrir lesendur blaðsins munu
hafa óskað slíkra upplýsinga, og þar sem
ljóst er, að ýmislegur misskilningur er á
kreiki um þetta mál, er sjálfsagt að verða
við þessari ósk.
Þá er fyrst að líta á hver reynsla er af
bólusetningu gegn garnaveiki erlendis:
í Frakklandi hefur slik bólusetning verið
reynd síðan 1925. Þar hafa verið notaðir
lifandi garnaveikissýklar af kúastofni. Höf-
undar og fyrirsvarsmenn þessarar bólu-
setningar þar í landi hafa naumast fært
fullar sönnur á gagnsemi hennar, heldur
haldið því fram með almennum orðum, sem
sinni reynslu, að hún kæmi að haldi. Bólu-
efni þetta mun hafa verið allmikið notað
öðru hverju ,en í flestum löndum, þar sem
garnaveiki hefur verið um langan aldur í
stofninum, gerir hún ekki að jafnaði mik-
ið vart við sig nema á stöku stað. Það er
þessvegna ekki auðvelt að gera sér grein
fyrir, hvort bólusetning, eins og þessi í
Frakklandi, hefur gert gagn eða ekki, þar
sem samanburðartilraunir hafa ekki verið
gerðar.
Utan Frakklands mun þetta bóluefni
lengi vel lítið eða ekki hafa verið reynt,
nema hvað Dr. Hagan við Cornell háskól-
ann í Bandaríkj unum reyndi það árið
1935. Samkvæmt skýrslu hans sýktust átta
af tíu bólusettum dýrum, en sjö af tíu ó-
bólusettum. Hinsvegar drápust fleiri af
þeim óbólusettu, og Hagan taldi, að öllu at-
huguðu, að aðferðin verðskuldaði frekari
prófun.
Franska bóluefnið er, eins og áður segir,
lifandi garnaveikissýklar af kúastofni. Sá
stofn er, að því er talið er, ekki til hér á
landi. Stofninn, sem hér gerir usla, er sauð-
fjárstofn, en hann er frábrugðinn kúa-
stofninum i því m. a., að nær ógerningur
er að rækta hann utan líkamans, og því
ekki hægt að laga bóluefni úr honum. Jafn-
vel þótt talið væri, að bóluefni af þessari
gerð kæmi að haldi gegn garnaveiki, virð-
ist sem það væri fullkomið glapræði að
ætla að dreifa þessum lifandi kúasýklum
út um allt land í bólusetningarskyni. Nóg
er nú tjónið orðið af innflutningi sauðfjár-
garnaveikisstofnsins, sem upp á síðkastið
hefur jafnvel sýkt nokkuð af kúm, þótt