Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2005, Qupperneq 6
6 FIMMTUDACUR 14. JÚLÍ2005
Fréttir DV
Bílvelta á
Þingeyri
Bflvelta varð
um klukkan fjög-
ur í gær rétt við
flugvöllinn á
Þingeyri. Sam-
kvæmt heimildum frá lög-
reglunni á ísafirði var öku-
maður bflsins fluttur til að-
hlynningar á sjúkrahúsið á
ísafirði með minniháttar
meiðsli. Að sögn lögreglu
höfðu þegar verið gerðar
ráðstafanir til að fjarlægja
bifreiðina, en hún er talin
vera mikið skemmd eftir
veltuna.
Gekk ekki
slysalaust
Allt virðist meira og
minna hafa gengið á aft-
ur fótunum við byggingu
íþróttahúss á Suðureyri.
Haft er eftir Björgmundi
Guðmundssyni verktaka
að ekki hefði veitt af því
að fá prest til að blessa
húsið í upphafi verks.
„Fyrir það fyrsta hrundi
úr hlíðinni ofan í steypu-
mót í grunninum. Þá
kom stálgrindin allt of
seint og þegar gluggarnir
í húsið komu voru fjöl-
margir þeirra brotnir.
Svo slasaðist verkstjór-
inn f vor og handleggs-
braut sig," sagði Guð-
mundur. Sagt er frá
þessu á bb.is.
Verslunarmanna-
helgi?
Sigmar Vilhjálmsson
sjónvarpsmaður.
„Ég held að ég verði bara
staddur með frúnni í Dan-
mörku, í góðu yfirlæti um
verslunarmannahelgina. Ann-
ars hefég bara verið hér og
þar undanfarnar verslunar-
mannahelgar, allt frá þjóðhá-
tlö I Eyjum til Reykjavíkur. Við
ætlum að taka okkur frí frá
sýningunni Bítl í Loftkastalan-
um þessa helgi og skella okkur
til Danmerkur. Svo vippar
maðursér bara aftur í Bltlið
þegar maður kemur heim."
Hann segir / Hún segir
„Ég ætla að vera I Danmörku
um verslunarmannahelgina.
Það er ekki möguleiki að ég
fari heim til þess að fara á úti-
hátið, ég er borgarbarn og
reyni bara að halda mig I stór-
borgum um þessa helgi eins
og alltaf. Ég hefaldrei farið
neitt þessa helgi þvi ég fíla
ekki útilegustemningu. Efég
myndi fara I útilegu hérí Dan-
mörku þá myndi ég taka tölv-
una með mér þvl hér er þráð-
laust net á öllum tjaldstæð-
um."
Katrín Atladóttir
tölvunarfræðingur.
Fasteignamarkaðurinn sýnir á sér nýja hlið og aðra en fólk hefur átt að venjast að
undanförnu. Landsþekktur skólastjóri, stjörnuarkitekt og sonur hótelskóngs eiga í
vandræðum með að selja stóreignir sínar í hjarta höfuðborgarinnar.
Smáragata 10 Valdimar
Jónsson, sonurJóns Ragnars-
\ sonar hótelkóngs, vill 85
milljónir fyrir húsið, enda að-
staða I kjallara fyrir þjónustu-
fólk.
Laufásvegur 68 Þorvarður Elíasson og
Inga Rósa Sigursteinsdóttir vilja 90 millj-
ónir fyrir 313 fermetra höll, sem var áður
| íeigu Alberts heitins Guðmundssonar
knattspyrnu - og stjórnmálamanns.
Smáragata 7 Ögmundur Skarp-
héðinsson arkitekt og Guðrún Nor-
dal vilja 80 milljónir fyrir 300 fer-
metra hús.
Fyrstu einkenni lækkunar á fasteignamarkaði eru farin að koma
í ljós í hjarta höfuðborgarinnar, 101. Ríkmannlegar hallir sem
boðnar eru til kaups á 80 til 90 milljónir króna seljast ekki. Fast-
eignasalar bera sig þó vel og segja sumarið alltaf hægja á mark-
aðnum og svo séu menn reyndar orðnir svo góðu vanir á undan-
förnum mánuðum og bregði því eilítið í brún þegar falleg hús á
besta stað rjúka ekki út umsvifalaust.
Þrjár hallir á besta stað í miðbæ
Reykjavíkur hafa verið á sölulista
óeðlÚega lengi miðað við það ástand
sem ríkt hefur. Um er að ræða ein-
býlishúsin á Laufásvegi 68, Smára-
götu 10 og svo Smáragötu 7.
Hótelkóngur
Á Smáragötu 10 eru settar 85
milljónir króna þótt brunabótamat
sé aðeins 29 milljónir króna.
„Þetta er virkilega skemmtilegt
hús, byggt af miklu rflddæmi árið
1931," segir Hinrik Qlsen á Fast-
eignamiðstöðinni. „Á samliggjandi
„Þetta er virkilega
skemmtilegt hús,
byggt afmiklu ríki-
dæmiárið 1931."
stofum er sams konar gólfdúkur og
upprunalega var settur á veislusali
Hótels Borgar. I kjallara eru svo vist-
arverur fyrir hjú eða þjónustufólk,"
segir Hinrik, en SmáragatalO er 375
fermetrar ef bflskúr er talinn með.
Þar býr nú Valdimar Jónsson ásamt
fjölskyldu sinni, en Valdimar er son-
ur hótelkóngsins Jóns Ragnarssonar
sem lengi var kenndur við Valhöll og
Hótel örk.
Stjörnuarkitekt og Nordal
Handan götunnar búa þau Ög-
mundur Skarphéðinsson arkitekt,
sem þekktastur er fýrir að hafa
teiknað höll Orkuveitunnar uppi á
Höfða og Guðrún Nordal, dóttir Jó-
hannesar Nordal fyrrverandi seðla-
bankastjóra. Húsið er númer 7 og
vilja eigendur fá um 80 milljónir fyr-
ir það. Húsið er alls um 300 fermetr-
ar og teiknað af Gunnlaugi Halldórs-
syni arkitekt í fúnkisstfl.
Skólastjórinn
Þriðja höllin í 101 sem nú er í bið-
stöðu á söluskrám fasteignasala er
Laufásvegur 68. Þar búa Inga Rósa
Sigursteinsdóttir og Þorvarður Elías-
son, fyrrverandi skólastjóri Verzlun-
Skortur á heimilislæknum hjá Heilsugæslustöðvum Reykjavíkur
Löng bið eftir heimilislæknum
„Nei, það er ekki er hægt að vera
á biðlista eftir heimilis-
lækni," voru svörin í
afgreiðslunni á
Heilsugæslustöð-
inni í Efstaleiti. Þar
eru dæmi um að
fólk hafi búið í
hverfinu árum sam-
an án þess
að fá fast-
an heim-
ilis-
lækni.
María Björg Hreinsdóttir býr í
Breiðholtinu og faér ekki heimilis-
lækni í sínu heimahverfi. „Ég er bara
svo heppin að vera heilsuhraust,"
segir María. Hún flutti í hverfið fyrir
tveimur árum og fékk þá neitun þeg-
ar hún spurði hvort hún gæti fengið
fastan heimilislækni. „Ég fer frekar á
læknavaktina í Smáralind ef ég þarf
á læknisaðstoð að halda, það skiptir
ekki máli fyrst ég er ekki með fastan
lækni í mínu hverfi," segir María.
„Við komumst ekki yfir að sjá um
þessi mál," voru svörin í heilbrigðis-
ráðuneytinu, þegar blaðamaður
hringdi þangað til að spyrja um
skort á heimilislæknum í Reykjavík.
„Ástandið er að skána," segir
Matthías Halldórsson aðstoðar-
landlæknir. Matthías viðurkenndi
þó að fólk án heimilislækna væri
visst vandamál, en að ástandið væri
skárra hér en í öðrum löndum. Þess
má geta að blaða-
maður bjó um
árabil í Dan
mörku og
fékk að velja
á milli heim-
ilislækna um
leið og hann
skráði sig inn
í landið.
ír
n
L I
m
dórsson „Skortur
á heimilislæknum
er visst vandamál."
arskólans. Vilja þau hjón fá 90 millj-
ónir fyrir eignina sem er 313 fer-
metrar. Á þald eru norskar steinflísar
og í stigagangi fimm fermetra
steindur gluggi eftir Gerði Helga-
dóttur. Flott hús sem Albert Guð-
mundsson, fyrrum fjármálaráðherra
og stofnandi Borgaraflokksins, bjó
lengst af í.
Lækka verðið!
Fasteignasalar eru sammála um
að eignir seljist aldrei á hærra verði
en einhver er tilbúinn til að greiða
fyrir þær. Hvort verðlagning á þess-
um þremurhúsum í 101 sé of há geti
enginn svarað annar en markaður-
inn sjálfur. Treg sala bendi eingöngu
til þess að lækka verði verðið um tíu
til tuttugu prósent og sjá viðbrögðin
við því.
Fannst eftir leit
Leitað var að manni á Esjunni
á þriðjudaginn. Maðurinn, sem er
65 ára, var talinn hafa týnst uppi á
Esju og lögðu því tugir manna og
björgunarhundar af stað í leitina.
IGukkan tíu um kvöldið fannst
maðurinn þó kaldur og þrekaður.
Hann hafði sjálfur komist niður af
fjallinu við illan leik. Leitin var
afar umfangsmikil því allar björg-
unarsveitir á höfuðborgarsvæðinu
voru í startholunum. Á hverju ári
lendir fólk í vandræðum á Esj-
unni, enda allra veðra von þar
þótt fjallið sé stutt frá bænum.