Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2005, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2005, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 14.JÚU2005 Hamingjusöm Gígja Þórðardóttir sjúkraþjálfari og Páll Liljar Guð- mundssor) verkfræðingur ásamt börnunum þeirra þremur: Sölva 8 ára, Láru 3 ára og Laufeyju 17 mán- aða DV-mynd Vilhelm Fyrir átta árum heillaði Páll Liljar Guðmundsson há- skólastúdentinn Gígju Þórðardóttur upp úr skónum á bókasafninu í skólanum. Þau segja mestan tímann fara í að sinna börnunum og þau kunni því vel. Ástar- neistinn hefur ekki slökknað á milli hjónanna eins og kom í Ijós þegar þau rifjuðu brúðkaupsdaginn upp fyr ir Magasín. kné fyrir framan hóp af fimleika- stelpum sem voru í tíma hjá mér, með fangið fullt af rósum," útskýrir Gígja ánægð með elskuna sína. Þegar talið berst að undirbún- ingnum fyrir stóra daginn segir Gígja að foreldrar þeirra hafi ákveðið að taka að sér að halda veisluna með þeim. „Undirbúning- ur brúðkaupsins gekk ótrúlega vel fyrir sig. Kirkjan var skreytt með njólum, lúpínum og rabarbörum sem móðuramma og móðursystir Palla sáu um, eins komu vinkonur, systur og frænkur mæðra okkar og útbjuggu allar veitingar, sem voru ótrúlega fjölbreyttar og gómsætar," segir Gígja. „Foreldrar okkar hjálpuðu okk- ur við að skipuleggja stóra dagbin en það fólst í því áð panta kirkju, sal, tónlist, skipuleggja hvað skyldi vera á boðstólum fyrir gesti og fleiri smáatriði." Gígja bætir við að þau komi bæði úr stórum fjölskyldum og eru vinamörg. „l>á var listi yfir hugsan- lega veislugesti orðinn yfir 230 manns og á endanum gátum við ekki hugsað okkur að sleppa nein- um þeirra," segir hún og skellihlær. Gígja ljómar þegar hún segir frá veislunni. „Við vorum svo ung og afslöppuð og gerðum okkur bara vonir um að dagurinn yrði skemmtilegur," segir hún og bætir við að tónlistin í brúðkaupinu hafi ekki verið af verri endanum. „Enda sá fullskipaður kór Langholtskirkju ásamt Jóni Stefánssyni um hana og meira að segja brúðar- marsinn var sunginn og það þarf ekki að fjölyrða um það að söngurinn var j stórkostlegur." Palli tekur ' í hönd hennar og brosir við tilhugsunina. Kjólameistari í fjöl- skyldunni 1 Klæðnaður á brúð- kaupsdaginn er í flestra huga stórt atriði og þau bjuggu svo vel að föðuramma brúðgumans er kjólameistari. „Hún var svo indæl að taka að sér að sauma kjólinn á mig en Palli var í leigufatnaði. Það tók reyndar mik- inn tíma að finna undirföt á mig því ég var með Sölva á brjósti en það hafðist á endanum," segir hún og blikkar til Sölva sem er átta ára fjallmyndarlegur fótboltastákur. Allar veitingar heimagerðar „Þetta var standandi veisluboð um miðjan dag,“ segir Gígja. „Létt- vín og bjór ásamt allskyns góð- gæti." Fimleikahópurinn sem Gígja þjálfaði á þeim tíma sýndi dans við mikinn fögnuð viðstaddra og Palli söng „Loksins ég fann þig" með Björgvini Halldórssyni fyrir brúð- ina sína. „Það passaði einkar vel þar sem hún Gígja er brúneygð," segir Palli og brosir. „Veislan stóð í rúma þrjá tíma og að henni lokinni fórum við með foreldrum okkar og systkinum að borða á Grillinu á Hótel Sögu. Elsti sonur okkar, þá níu mánaða (Sölvi) var með okkur alla veisluna, en fór um kvöldið og yfir nótt í pössun til veislustjórans," segir Palli og bætir við að fjárráðin hafi ekki verið mjög mikil. „Við vorum með lítið barn og ákváðum að njóta Okkur finnst gaman að fara í sund, hjólatúra og á róló og við reynum eftir bestu getu að sinna börnunum vel og vera til staðar fyrir þau," segja þau Gígja Þórð- ardóttir og Páll Liljar Guðmunds- son, sem eru brúðhjón vikunnar að þessu sinni. Gígja vinnur sem sjúkraþjálfari í Hreyfigreiningu og einnig kennir hún leikfimi. „Ég tek fólk í einka- þjálfun og hoppa um með krökk- unurn í HreýfUandi, en það er ein- stök leikfimi fyrir börn frá fóstur- skeiði til fimm ára aldurs," útskýrir Gígja brosmild og einlæg. Maður- inn hennar til átta ára, Páll, er verk- fræðingur og starfar sem deildar- stjóri hjá Símanum. deild, hús 2) í háskólanum," segir Gígja. „Ég var þá nýkomin frá Am- eríku, var þar au-pair og Palli var á öðru ári í verkfræði," útskýrir Gígja spurð hvár þau kynntust. „Ég heill- aðist strax af þessum teinrétta myndarlega manni í gulum galla- buxum og rauðgulum röndóttum bol.“ segir hún flissandi og einstak- lega falleg. „Ég ákvað síðan að byrja að senda honum nafnlaus aðdáenda- bréf. Þegar Palli var búinn að fatta hver átti skriftina á bréfunum bauð hann mér í 21 árs afmælið sitt og þá byrjuðum við saman." Kirkjan skreytt með njólum og lúpínum „Við trúlofuðum okkur í mars 1996, sjö mánuðum áður en frum- burðurinn fæddist," segir Gígja og er einstaklega töffandi við frásögn- ina. „Þá höfðum við verið saman í sautján mánuði. Kallinn kraup á Fallegur brúðkaupsdagur >1 svo ung og afslöppuð i okkur bara vonir um inyrðiskemmtilegur." samverunnar í Stykkishólmi í eina viku," segir Páll brosandi og hugsi. „Þar fórum við í útreiðartúr, hvalaskoðunarferð, gengum á Helgafell, sigldum til Flateyjar og nutum hveitibrauðsdaganna með Sölva litla." Kynntust á bókasafninu í háskólanum „Við héldum bæði til á bóka- safni í VR2 (Verk- og raunvísinda- Fara alltaf sátt að sofa Eigið þið góð ráð fyrir verðandi brúðhjón? Gígja og Páll líta brosandi hvort til annars: „Feður okkar töluðu um að „fara sátt að sofa" og við höfum reynt að halda þá reglu," segir Gígja all alvarlegri í bragði. „Við höfum gengið í gegn um ýmislegt á síðustu átta árum og hamingjusamt hjóna- band er ekki sjálfgefinn hlutur," seg- ir hún og brosir. „Báðir aðilar þurfa að vera sveigjanlegir, tilbúnir að hlusta, gefa af sér og vinna sameig- húega að verkefnum hvort sem um er að ræða hjónabandið eða málefni bamanna." „Við erum svo heppin að við bætum hvort annað upp," segir Gígja og Páll bætir við: „Við erum ólík en samt mjög lík með svipaðan bakgrunn og heilbrigða sýn á hfið og tilvemna." Við kveðjum þessi fallegu hjón þegar þau faðmast innilega svo að blaðamaður styrkist í trúnni að sönn ást er svo sannarlega stað- reynd. | Skemmtilegt tilhugalíf Jg ákvað siðan að byrja að senda honum [ nafnlaus aödáendabréf,“ segir Glgja [ strlðin á svip.„Þegar Palli var búinn að fatta hver átti skriftina á bréfun- um bauð hann méri21 árs afmæliö sitt og þá byrjuðum við saman. •

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.